mánudagur, desember 20, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Er að setja in fleiri myndir. Og ég fæ víst ekki ADSL-ið til baka fyrr en í janúar, helvítis bömmer. Og ég kemst ekki á Bekkjarpartýið og ef satt skal segja þá er mér nú nett sama, vildi nú samt að ég gæti haldið upp á jólinn með allri fjölskyldunni.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Allir metal-aðdáendur og þeir sem höfðu gaman af Pantera og Damageplan lesið þessa grein.

föstudagur, desember 10, 2004

þriðjudagur, desember 07, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Þetta fer verða fáránlegt. Einsog er þá get ég ekki farið á netið útaf því að BT(British Telecom) ákvað að slíta ADSL tengingunna mína, var víst villa hjá þeim en hvað með það ÞEIR EIGA EKKI AÐ GERA SVONA MISTÖK. Fávitar. O jæja þetta fer allt að koma. En núna er ég á Bókasafninu hér í Ulverston sem er nýbúið að laga til, veggirnir voru víst stútfullir af Asbestos. Og nú ætla ég nú að finna jólagjöf handa Sono, Hálfdan og Jill.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Það er margt sem ég sakna frá Íslandi. Sérstaklega Skyr með Rjóma, mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm nammi nammi nammi namm. Fiskibollur og Fiskibúðing frá Ora, Bjúga, Hamborgararnir, Pylsur, reyndar mest allt kjöt á Íslandi útaf því að kjötið hérna er ekki nærri því jafngott.

En hér er mesta krútt í heimi


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já ef ég held að flestir Bretar mundu samþykkja þessa tillögu

"
Hópur þingmanna vill svipta Blair völdum"

En það versta er að það er enginn sem gæti tekið við eftir hann, sérstaklega blóðsugann Micheal Howard.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Gærkveldið(19.11.04) var helvíti skemmtilegt, ég og Sono ákváðum að bjóða fyrrum nágranna(Kevin og Rachel) okkar í mat. Og eldaði margt og mikið einsog Stir-fry sem innihélt Tofu, Kínakál, Rauðlauk og Babycorn, Hýðishrísgrjón, Salat(Gúrkur, jöklasalat, radísur og gulrætur) með hnetusteik(Cashew nut roast, ef einhver er með betri þýðingu). Kev og Rachel komu reyndar soldið seint en skiptir nú ekki máli og komu þau með tvær flöskur af víni, eina flösku af rauðu og eina af hvítu, sem við kláruðum með matnum og eftir matinn og þá tók ég út Rósavínið og kláruðum þá flösku á þegar Simpsons var sýndur á Skjá Lúsifers.

Já þetta var mjög vel heppnað og mjög skemmtilegt kvöld.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já það að verða foreldri er andskoti skemmtlegt, sérstaklega þegar maður þarf að hugsa svona mikið um framtíðinna einsog þegar hún Kaitlyn mun spurja "Mamma, pabbi, hvernig varð ég til?"


"Ööööö, ahhh, já, elskan mín.... við, sko ég og mamma þín, öööö það var gamall máfur að fljúga með þig eitthvert suður á bóginn og þurfti að leggja sig, og lagði þig niður í kálgarð þar sem við, sko mamma þín og ég vorum að, ahhhh, vorum að haldast í hendur. Já þannig var það sko...."
--------------------------------------------
Er það bara ég eða er það VIRKILEGA ÓTRÚLEGA pirrandi þegar einhver skrifar í Kommentakerfið og skrifar undir sem(Þú veit alveg hver ég er) og með alveg hroðalega íslensku? Nei vinurinn ég vita ekki hver þú ert til að ég þú vita hver þú var þá þarf mig sko á nafn svo mér viti hver þú eruð.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ja hvur fjandans andskotin helvítis sjálfstæðismenn, niður með þessi helvítis Kapítalistasvín.

Frumvarp um afnám verkfalls kennara samþykkt á Alþingi

Og halda þeir virkilega að þetta muni virka vel?!?!?!?!?!?! HA!!!!! Eiga kennarar vera ánægðir með þetta? Halda þeir virkilega að kennarar eru í verkfalli bara til að skemmta sér? Smá frí? Okei ég spyr nú foreldra hvort vilja þau kennara sem kennir EKKI og kvartar um hvað hann/hún er með lág laun þegar hún á að kenna eða vilja foreldrar frekar kennara sem er ánægð/ur með lífið til að kenna krökkum þeirra?

Kennarar eyða 4 árum í háskóla og eiga því rétt á því að eiga von á góðum launum. Sjúkraliðar fá hærri laun! Er ég að reyna að móðga sjúkraliða? Þvert á móti, EN verðandi kennarar verða að húka í Menntaskóla í 4 ár og svo Háskóla í 4 ár, en sjúkraliðar þurfa bara að vera í Menntó í 3 ár. Er þetta sanngjarnt? Nei ég held nú ekki.

Með þessu frumvarpi hafa þeir í ríkisstjórnin skotið sjálfan sig í fótinn, vilja þeir nú ekki frekar staðsetja byssunna við ennið og skjóta svo, plís.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já þið verðið að fyrirgefa mér fyrir að ekki fannála hér upp á síðkastið. Ég skuldaði víst Wanadoo u.þ.b. 100 pund, sem er talsvert mikið hérna á Bretlandindu, en þegar ég borgaði þeim þennan pening þá bjóst ég nú við að geta notað netið aftur, en nei. Af einhverjum ástæðum þá fékk ég skilaboð unm að mitt notendanafn og/eða lykilorð var ekki til á þeirra netsvæði. En jæja það skiptir svo sem ekki máli núna, er komið með netið aftur og ætla að fagna því með því að drekka smá rósarvín og Budvar bjór.

Það sem er nú helst að frétta er það að ég er búin með mitt fyrsta ár í námi NVQ level 2(National Vocational Qualification) í umönnun. Og er ég nú bara mjög ánægður með það. Get mjög líklega farið í háskólann og lært hjúkrun á næsta ári.

Kailtyn tók þátt í tískusýningu á miðvikudaginn var og gekk það nú bara vel ef vídeóklippann hans Davids(Tengdó) er eitthvað til að fara eftir. Og er hún Kaitlyn litla loksins byrjuð að borða. Hrísgrjón og gufusoðið grænmeti.

Yasser Arafat - var hann myrtur?

Var að lesa bloggið hennar Imbu þar sem hún skrifar um Þjóðernissinna, mig langar bara að benda á fólki á það að vera þjóðernsinni er ekki það sama og að vera rasisti, rasistar nota þenna titil bara til að sýna hversu gáfaðir og menntaðir(helvítis sjómenn) þeir eru. Að elska landið sitt þýðir ekki ða maður eigi að hata alla sem eru aðeins brúnari(eða gulari) en maður sjálfur sem þýðir nú einfladlega það að að Stjáni frændi ætti nú að hata að horfa á spegillinn...

En ég segji nú bara einsog hinn heimsfrægi heimspekingur:
Duckman: It's times like this that I wish I had a penis.

fimmtudagur, október 28, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Æji þeir í BNA eru soldið sorglegir lesið þetta og þá munið þið skilja hvað ég er að tala um.

Annars er ekki neitt mikið að frétta héðan, er bara með þetta andskotans kvef og bara búin að láta mér leiðast... og er líka frekar pirraður útaf því að Chelsea vann West Ham. Og finnst mér það alltaf mikil furða hvað hann Wenger er tapsár soldið einsog Valdi frændi.

Hljómplötur vikunnar eru: Miles Davis - Kind of Blue og Black Sabbath - Tyr

þriðjudagur, október 26, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já er/var að tala við Baldur gamla og þar segir hann mér að hann er komin með blogg. Og er hann líka með þessa flotta mynd af honum Israel Kamakawiwo'ole.

Til Hamingju með bloggið þitt Baldur.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jamm, þið verðið að afsaka en ég er ennþá að fagna sigur Manchester Uniteds á móti Arsenal, lalalalalalalala, bjór, bjór og meiri bjór. Ætli maður verði nú ekki að bíða og sjá hvernig Scunthorpe Untied gangi þarna í kjallaradeildunum.

mánudagur, október 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja þá eru myndirnar komnar á góðan stað. Þetta hefur tekið langan tíma, þaes að finna góðan stað til að setja þær. Þetta myndakerfi hjá Yahoo! var sko ekki að virka.

fimmtudagur, október 21, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Er að taka til hérna á blogginu mínu.

mánudagur, október 18, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hvað finnst ykkur um þennan texta. Persónulega finnst mér hann Steve Hogarth hitta naglann á höfuðið. Þetta lag er eftir hljómsveitinna Marillion af plötunni Afraid of Sunlight.

Beautiful
Lyrics: Hogarth
Music: Hogarth/Kelly/Mosley/Rothery/Trewavas
Everybody knows we live in a world
Where they give bad names to beautiful things
Everybody knows we live in a world
Where we don't give beautiful things a second glance

Heaven only knows we live in a world
Where what we call beautiful is just something on sale
People laughing behind their hands
As the fragile and the sensitive are given no chance

And the leaves turn from red to brown
To be trodden down
To be trodden down
And the leaves turn from red to brown
Fall to the ground
Fall to the ground

We don't have to live in a world
Where we give bad names to beautiful things
We should live in a beautiful world
We should give beautiful a second chance

And the leaves fall from red to brown
To be trodden down
Trodden down
And the leaves turn green to red to brown
Fall to the ground
And get kicked around

You strong enough to be
Have you the courage to be
Have you the faith to be
Honest enough to stay
Don't have to be the same
Don't have to be this way
C'mon and sign your name
You wild enough to remain beautiful?
Beautiful

And the leaves turn from red to brown
To be trodden down
Trodden down
And we fall green to red to brown
Fall to the ground
But we can turn it around

You strong enough to be
Why don't you stand up and say
Give yourself a break
They'll laugh at you anyway
So why don't you stand up and be
Beautiful

Black, white, red, gold, and brown
We're stuck in this world
Nowhere to go
Turnin' around
What are you so afraid of?
Show us what you're made of
Be yourself and be beautiful
Beautiful


Þegar ég skrifaði þetta blogg þá var ég reyndar að hlusta á Pulse of the Maggots með Slipknot soldill munur.

fimmtudagur, október 14, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Fékk pakka í dag frá fjölskyldunni á Íslandi og í þeim pakka var brúðkaupsgjöf frá Svavari(bróa), Lilju og fjöldskyldu og þó nokkrar gjafir fyrir Kaitlyn, en það sem var virkilega sérstakt við þennan pakka var harðfiskur sem ég hef verið að japla á í dag... mmmmmmmm. Verð bara að muna að nota tannstöngul. Takk mamma

þriðjudagur, október 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Síðustu daga hafa verið svo sem ágættir. Fór til Kendal, sem er aðalega frægt fyrir tóbaksúrvalið sem er framleitt þar í bæ, á laugardaginn var bara til að skoða um, tiltölega falleg borg þar á ferð mæli með því að fólk fari þangað ef einhver ætlar sér að skoða Vatanhéraðið. Og í gær fórum við Sono til Barrow útaf því ég þurfti að hitta leiðbeinandann minn í hjúkrun, ég á eftir 2 vikur af náminu mínu vúhú. Svo fórum við bara á röltið og stoppuðum við í nokkrum búðum, ég fór í bókarbúð en keypti enga bók sem er frekar nýtt og tölvuleikjabúð, keypti ekkert þar og síðan fór ég í tónlistarbúð þar sem ég keypti 3 geisladiska, Iron Maiden - No Prayer for the dying, Faith No More - Angel Dust og Van Morrison - Hard Nose the Highway, og er ég nú bara ánægður með mín kaup sérstaklega útaf því ég á núna allar stúdíóplötur með Iron Maiden, vúhú.
Og í dag fór ég í Oxfam bara til að labba með Kaitlyn og fann ég þar einn disk sem vakti forvitni mína KoRn - Follow the leader sem er nú bara helvíti góður og sé ég nú ekki eftir því að kaupa þann disk fyrir skít á priki.

Annars er nú heldur lítið að frétta nema það að hún Kaitlyn Björg er að taka tönn og heldur mér og Sono vakandi fram eftir nætur, þannig við Sono ákváðum nú bara að kaupa Scrabble og spilum við á hverju einasta kveldi, og af 10 leikjum hef ég unnið 3, sem mér finnst nú bara andskoti gott miðað við það að ég er að spila á móti einhverjum sem ólst upp á Englandi.

Og já vill sá gestur sem nær tölunni 5000 á teljaranum gera svo vel og skrifa í gestabókinna?

fimmtudagur, október 07, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já hún Sono(Fyrir ykkur sem vitið ekki hver hún er, hún er eiginkonan mín) á afmæli í dag og er hún búin að lifa af 27 ár og skulum við syngja fyrir hana nú:
Happy Birthday to you, happy birthday to you,
happy birthday dear Sono,
happy birthday to youuuuuuuuuuu.

Eða einsog þau segja hérna:
I wish a many happy returns.

mánudagur, október 04, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Tekið frá Horn.is
"Meintur skemmdarvargur yfirheyrður"

Ef þetta væri hér á Bretlandi þá hefðum við fengið að vita heimilisfangið, hvað hann/hún heitir, og stórra flotta mynd af hverjum sem þetta var með línunni "HANN/HÚN FRAMDI ÞENNAN STÓRGLÆP". Sama kvöld þá mundi tugir, hundrað einstaklingar mobba húsið hans með fullt af skiltum sem búið er að skrifa á "Krossfestum Skemmdavarginn", "Hengjum heiðingjann" "Dyslexics rule KO" og þess háttar, Ígor mundi flýja og skemmdavargurinn yrði tjaðraður og fiðraður og einhver heltekin sál mundi neyða hana/hann til að hlusta á endalausar spólur sem innihalda upptökur af hljómleikum Spice Girls í Istanbúl(þekki einn mann sem fór á þá tónleika, held að hann sé ennþá að fara í mánaralegar sálfræðitíma) sem yrði spilað aftur og aftur og aftur.

Ef einhver ætlar að spyrja þá skal ég segja það núna. Já dagblöðin hér á Bretlandi eru svona vond.

laugardagur, október 02, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já svona barnaefni lýst mér á:
MOTORHEAD Record Song For SPONGE BOB SQUARE PANTS

Svona á þetta að vera ekki satt?

mánudagur, september 27, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hann á afmæli í dag,
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Ingvar Árni
Hann á afmæli í dag.
Jeeeyyyy.

þriðjudagur, september 21, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

frá mbl.is

"Búast við „stórbrotinni“ hryðjuverkaárás á Bandaríkin"
" Al-Qaeda hefur stórfelld hryðjuverk á prjónunum, að því er fram kemur í Washington Times. Leyniþjónusta Bandaríkjanna segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að mikil hætta sé á „stórbrotinni“ hryðjuverkaárás í kringum kosningarnar í Bandaríkjunum 2. nóvember og embættistöku forsetans 20. janúar."

Geisp. Er þetta eitthvað nýtt? Það átti eitthvað mikið og stórt gerast 4 Júlí, Eitthvað stórt og mikið á afmæli George Bush eitthvað mikið og stórt um Jólin eitthvað mikið og stórt um Páskanna og hvað kom fyrir:
EKKERT. ALLS EKKERT.

Jæja ég þarf að slaka á.

laugardagur, september 18, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ég var að semja lag sem er svona:
Ég hata windows,
Ég hata windows.
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windows
Ég hata wind...
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windo
Ég hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows

Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windows með ástríðu.
Hann Bill gates á skilið að deyja,
fyrir að markaðsetja þetta djöflastýrisforrit
Hann Bill gates á sko skilið að deyja,
fyrir að segja að þetta væri það besta í þessum heimi.
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windowsÉg hata windows
Ég hata windowsssssssssssssssssssssssssssssssss
---------------
aaaahhhhhhhhhhh.

fimmtudagur, september 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ein búð hér í bæ heitir Animal Welfare sem selur notað og nýtt og fer allur gróðinn í að bjarga og sjá um hunda og ketti. Þar var ein auglýsing með mynd af hundi sem var búið að binda niður og var búið að múlbinda hundinn með dós, og var talað um að á hverjum degi eru hundar etnir í Filippseyjum og vildu þetta félag bjarga þeim með því auðvitað flytja þau burt frá Filippseyjum og þess háttar. En það sem kom mér á óvart var það að þau hugsuðu ekki um fólkið sem er að næra sig á þessum hundum, ég sá aðra mynd af tveimur mönnum sem voru að fara með einn hund til að slátra og það fyrsta sem ég tók eftir var það að þessir menn áttu greinilega ekki efni á því að kaupa sér nauta-, lamba- eða svínakjöt. Mér fannst þetta soldill skandall, væri ekki gáfulegra að reyna ða hjálpa þeim sem eru að éta hundanna? Til dæmis gefa þeim pening svo þeir geti keypt gott kjöt, góð föt, kannski einn bjór og húsnæði?

Vá, er mig að dreyma eða er þetta satt?
"Russian anti-terror reforms may threaten democracy, warns Bush" og þetta kemur frá manninnum sem sagði "Það væri miklu auðveldara ef ég væri einræðisráðherra." Ókeiiiiiii.

sunnudagur, september 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Uppáhaldsbúðin mín hér í Ulverston er Oxfam sem er Notað og Nýtt búð og fer allur gróðin í einhverja góðgerðastarfsemi. Í þessari búð kaupi ég allar mínar bækur, og það er alveg ótrúlegt hvað maður getur fundið þarna, en það er ekki bar selt bækur heldur líka, video, DVD, geilsadiska, föt og ýmsa hluti, en ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá geisladisk sem mig hefur dreymt um að eiga og hef aldrei fundið áður fyrr en nú, en þessi diskur heitir Skunkworks með Bruce Dickinson. Loksins loksins loksins, og kostaði hann nú bara 3.99 pund. Núna á ég alla diskanna sem hann Brúsi gamli hefur gefið út!!!!!!

Á Föstudaginn fórum við Sono til Lancaster sem er háskólaborg og er alltaf gaman að fara þangað. Fórum við þangað bara til að fara í búðarráp. Ein búð sem ég skoða alltaf er HMV og þar fann ég einn annan disk sem mig hefur langað í í soldin tíma og heitir hann Blood & Belief með BLAZE sem er fyrrum Iron Maiden söngvari og er það annar góður diskur og má sjá gagnrýni mína hérna.

Jæja þetta er svosem allt sem hefur komið fyrir mig, nema kannski það að ég er að lesa 6 bækur einsog er... ekki veit ég hvað er að mér.

miðvikudagur, september 08, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Viðvörun: ekki fyrir viðkvæmar sálir og alla aðra sem eru sómakværir, alls ekki fyrir þá sem eru með veikt hjarta og/eða engann húmor.

Fyrir síðustu jól þá keypti ég bók sem heitir Roger's Profanisaurus, algjör snilldarbók, hér fær maður ný orð og útskýringar á hinum og þessum líkamspörtum, kynlífsathöfnum og aðferðum og þess háttar. T.d.

----------------
Dutch Blindfold: When in 69 position, with the woman on the bottom and the gentlemans clockweights fitting nicely in the eye sockets

Hollensk augnabindi: Þegar í 69 stöðunni, þegar konan liggur á bakinnu og klukknabjöllur herramannsins passa akkúrat í augnatóftirnar.
-----------------
Loose sausage meat: Flacid penis which cannot be funnelled into a condom "Sorry love, my sausage meat seems a bit loose"

laus pylsukjöt: Kraftlaust typpir sem er vill ekki klæðast smokk. "Afsakið elskan, en pylsukjötið mitt virðist vera soldið laust.
------------------
fanny batter: The substance which leaves one chin greasy after a fish supper.

píkudeig: Efnið sem skilur eftir sig kámuga höku.
------------------

Og það eru milku fleiri orð og útskýringar í þessari bók og er flest ennþá ógeðslegri og meira móðgadin en þessi sem ég skrifaði upp.

mánudagur, september 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ég hef mjög gaman af tónlist og hef ég verið að hlusta á hljómsveit sem heitir Marillion síðastliðnu daga, sem er mjög áhugaverð Bresk Prog-rokk hljómsveit. Ég hef verið að hlusta á plötu þeirra sem heita Anoraknophobia, Afraid of Sunlight og Marillion.com og get ég nú sagt að þetta eru nú allt mjög góðar plötur. Léttar, soldið poppuð, soldið rokkuð og fellur allt vel í eyrun, það eina sem er hægt er að kalla vandamál með þessa hljómsveit er það að þeir eiga erfitt með að hætta að spila eftir sirka 8 mínútur en þeir gera það bara svo andskoti vel.

Ef maður vill slappa vel af er gott að setja
Anoraknophobia og This Strange Engine.

En Marillion er ekki eina hljósmveitinn sem ég hef verið að hlusta á önnur er Uriah Heep sem er ein af þessum eldgömlu risaeðlu-rokk hljómsveitum sem spiluðu alveg hrosalega skemmtilegt sýrurokk, ef þið viljið endilega fá að vita hvernig tónlist þeir spiluðu náið þá í lögin Look at Yourself, July Morning og Gypsy.

Og svo er það TooL sem er nú heldur skrýtið fyribrigði. Byrjaði nú að hlusta á þá þegar ég var að lesa um Bill Hicks á Wikipedia(Sem er algjör snilldarsíða - fuc*k Encarta og Webster) og þar var talað um hvað TooL, þá sérstaklega söngvarinn Maynard James Keenan, eru miklir aðdáendur og skrifuðu 2 lög sem voru byggð á "heimspeki" hans Bill Hicks, en þessi lög heita The Third Eye og Ænema frá plötunni Ænema.

Það eru ekki til orð til að lýsa tónlist TooL það eina sem ég get sagt er að kaupa diskanna og hlusta á þá, annað hvort elskarðu þá eða ekki.


Live Long and Prosper

laugardagur, september 04, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já er að hlusta á Ísland - Bulgaría. Mig langar nú bara að fá að vita hver er þessi andskotans gaukur sem er að lýsa með honum Bjarna Fel. mig langar ekki fá að vita hverig þeir hefðu átt að spila hvað þeir gerðu fyrir 30 árum gegn sama liði og svo framvegis og svo framvegis, mig langar að fá að vita hvað er að gerast í leiknum útaf því ég get ekki horft á hann í beinni gegnum netið.

En hvað um það... ÁFRAM ÍSLAND.

föstudagur, september 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Lífið hér á Bretlandinu hefur verið svosem ágætt eftir giftingunna, og er búið vera feikna gaman. En það er lítið að gera nema vinna, læra sofa og skipta á bleyjum.

Kaitlyn Björg er orðin heil 8 kíló og hjalar, brosir og hefur mjög gaman af lífinu. Og ef einhverjum langar að vita þá hef ég mjög gaman að því að vera faðir.

Það er svosem ekkert að gerast einsog nema fótbolti sem verður gaman að horfa á, og ég ætla nú líka að bíða eftir nýju plötunni frá Ramms+ein.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Finnst engum öðrum þetta soldið fáránlegt:
Clinton fékk sér pylsu á Bæjarins bestu
Jey, hann fékk sér pylsu. Vá, stórmerkilegt maðurinn þarf að borða!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ætli maður verði nú ekki gefa betri skil á því sem hefur komið fyrir síðustu daga. Við skulum byrja á því að ég fékk e-mil frá Wanadoo(Mitt internetfyrirtæki) um það hvort ég gæti leiðrétt upplýsingarnar á því hvernig ég borga. Og ég neitaði útaf því ég var alltaf að fá e-mla sem sagði "Thank you, you've paid". Þannig ég hef ekki haft netið í næstum 2 vikur. Sem var bara ágætt.

Mamma, Pabbi, Ingibjörg og Alexandra komu síðan þann 4 Águst og var virkilega gaman að sjá þau öll sömul. En þessa nótt þurfti ég nú samt fara og vinna sem var svosem allt í lagi. En það var ferlega gaman þessa vikunna.

Ég og pabbi fórum síðan á pöbb sem kallast Bird-In-Hand til að spila nokkra billjardleiki og drekka kannski 2 bjóra, en sú áætlun endist nú ekki lengi.

7. Águst var nú stórdagur. Þennan dag giftumst við Sono og höfðum meir að segja 2 athafnir. Eina í ráðhúsinu og aðra í Hótelinu þar sem við héldum litla veislu. Sú í ráðhúsinu var til að fá pappírinn og í hótelinu þá fengum við eina vinkona, sem er Búddísk Nunna, til að gifta okkur með búddískri Athöfn.

Daginn eftir fórum við á smá gigg sem kallast The Gig in The Garden, þar sem nokkrar lókal hljómsveitir spiluðu og verð ég nú bara að segja að það eru helvíti margar góðar hljómsveitir hér en ein stóð þó uppúr og það var Sadie Hawkins Dance. Sem spilar svipaða tónlist og Guano Apes.

Síðan fóru mamma, pabbi, Ingibjörg og Alexandra til Kanada síðasta fimmtudag þar sem hann næstelsti bróðir minn, Hálfdan, er að fara að giftast þann 22.

Í gær var hún Kaitlyn viktuð og vó hún hvorki meira né minna en 7600 grömm(Blablabla merkúr) og heldur hún nú áfram að stækka.

Allt er núna frekar rólegt, í dag er minn síðasti frídagur.

Live long and Prosper

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir. Mamma, Pabbi, Ingibjörg og Alexandra ákváðu að koma til landsins og og heimsækja okkur og voru þau hér í Ulverston frá 4.8 til 11.8 og var nú mjög gaman, við pabbi fórum á pöbbinn fimmtudaginn var og urðum frekar fullir, alla vega man ég nú ekki eftir því að koma heim. Og síðasta laugardag þá giftumst við Sono og höfðum ekki bara eina athöfn heldur tvær. Eina í ráðhúsinu og só aðra í búddista athöfn í hótelinu. Núna er bara að bíða eftir því hvort hann Doddi bróðir komi hingað í heimsókn og taka hann kannski bara líka á pöbbinn.

En þetta er svo sem allt Þannig við sjáumst bara.

laugardagur, júlí 31, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. Það er snú langt síðan ég bloggaði og ætla ég nú að bæta fyrir það.

3. Ágúst, þá ætla foreldar mínir að koma í heimsókn og vera hér um smátíma.
7. Ágúst ætlum við Sono loksins að giftast og er allt tilbúið, Ráðhúsið, hótelið og Búddanunna sem ætlar að gifta okkur. Já þetta verður svo sannarlega gaman. Og hlakkar mig nú mikið til.

Kaitlyn er orðin 7 kíló og brosir og hjalar alla daga allan tímann og getum við nú rökrætt mikið.

Hef verið að lesa mikið síðustu daga. Var að klára Shadow Rising(Wheel of Time, book 4) og er að lesa fimmtu bókinna The Fires of heaven, Awakening of the West og What The Buddha taught.

Þetta er svo sem allt sem ég hef að segja í bili.

föstudagur, júlí 16, 2004

 Namu-Myoho-Renge-Kyo
 
Var að lesa áhugaverða grein á Alternet.org þar sem er verið að tala um peninganna sem hann Meistari Runni hefur eytt í þetta litla stríð hans. 151.000.000.000 dollarar. Sem er þrisvar sinnum meira en áætlað var, hefði hann Meistari Runni ekki farið í stríð þá hefði hann getað notað þennan pening til að:
Borgað fyrir heilsuþjónustu fyrir 23 milljón ótryggða Bandaríska þegna.
Keypt hús handa 27 milljón heimilislausa Bandaríska þegna.
Borgað árslaun fyrir 3 milljón grunnskólakennara.  Og margt margt meira.
 
Það sem kemur mér alltaf á óvart er hvað mannskepnan er grimm. En af hverju? Af hverju viljum við frekar eyðileggja en skapa? Það eina sem ég heyri er "Svona er manneskjan bara og hefur alltaf verið." En trúir fólk þessu virkilega? Trúir fólk því virkilega að mannskepnan var sköpuð til að eyða þessari plánetu og fara síðan á þá næstu? Einsog geimverurnar í Independence Day.
 
En af hverju spyr ég nú aftur? Það er svo miklu auðveldara að kaypa pensil og málningu og mála bara eitthvað. Taka upp blýant(Eða penna) og pappír og annaðhvort krota eitthvað eða skrifa. Eða setjast niður við tölvunna og opna Word(Eða Open Office) og skrifa.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Mig langar nú bara að fá að vita eitt. Ég veit ekki hvort það sé algilt eða hvort það sé bara hér á Bretlandi. Af hverju elska konur að tala illa um karlmenn, sérstaklega sína eigin? Ég vinn á hjúkrunarheimili og þar vinna bara 3 karlmenn, 1 hjúkrunarfræðingur og 2 starfsmenn, og þarf alltaf að hlusta á hvað við karlmenn erum lélegir. "Ahhh, you know what these men are like"(Æji, þú veist hvernig þessir karlmenn eru") Greinilega ekki.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

jæja fólk. Já ég fékk kvörtun frá minni ástkæru systur, Alexöndru, um það að ég skrifa ekki nógu mikið um mitt eigið líf. Ja hvað get ég nú sagt. Það eina sem líf mitt hefur snúist í kringum er hún Kaitlyn Björg sem situr hér í fangi mínu grátandi. Hún er núna yfir 6 kíló og stjórnar heimilinu með járnhendi.

Í Águst mun nú allt gerast, þar sem foreldrar mínir og systur tvær ætla að koma í heimsókn og vera hér í 9 daga. Og ætla ég nú aða taka hann pabba beint í Pöbbinn, en nú þarf ég bara að velja hvaða pöbb útaf því það eru u.þ.b. 50 pöbbar hér í Ulverston.

... og svo mun ölið flæða.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Flettað í gegnum Mbl.is:

100 ára breskur karlmaður verður eiginkonu sinni að bana í nafni ástarinnar


Ekki veit ég nú hvort þetta telst sem sorgleg frétt eða ekki. "Það er margt skrýtið í kýrhausnum" einsog gamli maðurinn sagði. Og það sem fólk gerir ekki fyrir ást. Og ef satt skal segja þá skil ég þennan gamla mann mjög vel. Ég hefði val á milli dauða og fara á elliheimili og vera dauða þá mundi ég frekar vilja deyja.
---------------------------------------------------------
Segir al-Qaeda hyggja á árás í tengslum við forsetakjör í Bandaríkjunum

Og er það eitthvað nýtt? Hvaða stórmerkilega Bandaríska Þjóðdag hafa "Al-Qaeda og félagar ráðgert að ráðast á Bandaríkinn eða gera eitthvað stórt á þeim degi"?
---------------------------------------------------------
Nærri 400 Írakar drepnir í júní

Og hvenær lauk stríðinnu?
-----------------------------------------------------
Varaforseti kínverska þingsins í heimsókn

Á að banna allt gult aftur og fangelsa Falun Gong meðlimi útaf því þeir eru að mótmæla friðsamlega?
----------------------------------------------------
Já það er alltaf gaman að lesa Mbl.is

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Prog Metal Fan
You are a Prog Metal Fan. Progressive metal,
innovative stuff that transcends the boundaries
of standard heavy metal, is what it's all about
for you. The more intricate and difficult to
play, the better, and generic, simplistic stuff
just turns your stomach. You have a chance to
hear even more innovations and stunning musical
ability at shows. Your elitist attitudes rub
soe people the wrong way - they call you
pretentious, a snob, a wanker. But you know
they're just jealous because they don't
understand it.


What Kind of Metalhead Are You?
brought to you by Quizilla
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Aumingja hann Tony Blair. Þurfti loksins að játa að það engin vopn hafa fundist og munu líklega aldrei finnast. En af hverju vill hann Goggi gamli ekki sjá það? Ó nei "Saddam bjó yfir ásetningi, hann hafði getu" en þetta á við alla ekki satt? Væri ekki sniðugra að sýna fordæmi og eyða öllum sínum vopnum? Og hvað voru Bandaríkjamenn(Og Bretar) að nota til að drepa Íraka? "Weapons of Small Destruction"? Annars er þetta stórskemmtileg frétt

En er það bara ég. Er hann Davíð að horfa á Bush með hálfdýrkunnar augum?

sunnudagur, júlí 04, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo
Kom þetta virkilega einhverjum á óvart? Ég meina Grikkir unnu Portúgala í fyrsta leiknum og Frakkland og Tékkland þannig ég meina kom það virkilega einhverjum á óvart?

Og af hverju er hann Scolari að biðjast afsökunnar? Þetta er besti árangur Portúgala allra tíma síðan Vasco De Gama fór á túr til Indlands.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Það er nú alltaf gaman að lesa um Samsæriskenningar en þessa
hafði ég nú aldrei heyrt áður.

laugardagur, júlí 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Síðustu 2 dagar hafa verið heldur áhugaverðir. Í gær þá tók ég mig til og bakaði brauð og gekk það nokkuð vel og var brauðið mmmmmjög gott. Á meðan brauðið var að lyfta sér þá fórum við Sono að versla okkur föt og ákvað ég að vera mjög orginal og kaupa mér hvítar buxur og tveir skyrtur. Og leit ég út einsog Jack Nicholson úr As Godd as it Gets, mjög seksý.

Og í gær þá kom ein vinkona(sem heitir Stacy) Sono í heimsókn með sinn kærasta(Sem heitir Nuno og er frá Portúgal) og sinn son sem fæddist í Febrúar og heitir Koro. Og fyrst þau voru hér þá ákvað ég að elda heldur einfaldan mat en mjög góðan(Einsog venjulega:)) Og sá matur var Sojahakk, Pasta og Butternut Squash(Sem er víst Valhneta!!!) og auðvitað salat og nýbakað brauð og allt þetta með Rósarvín. Mmmmmmmm.

Ég og Nuno byrjuðum að tala mikið saman, sérstaklega um tónlist og fótbolta(Já England hefur þessi áhrif á mann). Og var það nú heldur ótrúlegt að hitt mann sem var á sömu bylgjulengd og ég. Og kynnti hann mér fyrir djöflalegri góðri hljómsveit frá Portúgal sem heitir Moonspell sem spilar dökkt þungarokk og hljómar t.d. söngvarinn soldið einsog rámur Till Lindemann. Mjög flott.

Í dag var Karnival hér í Ulverston og var mjög gaman. Og var helvíti góð ganga sem minnti mig á gamla góða Götuleikhúsið sem ég vildi nú óska að væri ennþá til(Ég veit að ég er ekki á Humrhátiðinni núna en ég veit að það er ekkert götuleikhús og veðrið er hræðilegt) Þannig hvernig væri að byrja á nýrri hreyfingu "Bring back the Götuleikhús"?

föstudagur, júlí 02, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já ef ég veit nú ekki betur þá er Humarhátíðinn byrjuð, og á morgun mun verða Carnival hér Í Ulverston og í dag ætla ég að baka brauð.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Þetta var í matinn í dag,
Túnfiksur steiktur í Extra Virgin ólifolíu með lauk og hvítlauk, Salat með jöklasalat, radísur, epli og agúrku, gufusoðið Yam(Sweet potato), gufusoðið Butternut Squash(Ef einhver veit íslenska nafnið viljið þið segja mér) og pasta. Og verð ég nú bara að segja að þetta var frábært. Aldrei áður hafði ég nú etið Túnfisk steik hvað þá eldað það. En afskaplega ljúffengt.
----------------------------
Annars er ekki neitt nýtt að frétta nema það að sú litla er fer alltaf stækandi og býst ég nú bara við því að hún verði jafn stór og Svavar bróðir.
------------------------------------------
Þessi frétt finnst mér nú bara frábær:
"Bandarískir hermenn njóta ekki friðhelgi

Bandaríkin hafa gefist upp á að fá hermenn sína náðaða hjá hinum nýja alþjóðadómstóli, kemur fram á vefsíðu BBC. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði þegar varað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna við að breyta viðmiðum sínum, meðal annars vegna þeirra atburða sem komið hafa fram í dagsljósið um misþyrmingar fangavarða á föngum í Írak..."

Nú langar mig að fá að vita. Af hverju eiga Bandarískir hermenn skilið að njóta friðhelgis en ekki t.d. Íraskir hermenn?
------------------------------------------------------------------

"Stóri hvellur varð í algjörri þögn

NASA
Mynd, sem tekin var úr Hubble-sjónaukanum langt út í alheiminn og sýnir um 10.000 stjörnuþokur eða vetrarbrautir. Hljóðin þarna úti ku ekki vera neitt sérstök.
Stjörnufræðingar við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum hafa greint svokallaða bakgrunnsgeislun, sem varð til 400.000 árum eftir Stóra hvell. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamannanna varð alheimurinn ekki til við mikinn og háværan hvell heldur var um að ræða lágt hvísl sem breyttist í daufan gný. Gárur í geisluninni eru eins og hljóðbylgjur sem berast um alheiminn, segir Mark Whittle, sem fer fyrir stjörnufræðingunum. Á fyrstu milljón árum alheimsins breyttist „geimtónlistin“ úr dúr í moll. ".... HA?

mánudagur, júní 21, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Frábært samkvæmt þessari frétt þá mun nýja platan eftir Ramsmtein heita "Reise Reise" og á að koma út í September. Já mig hlakkar heldur mikið til.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hæ hó jibbí jey jibbý jey jey Það er komin 17. Júní.......

þriðjudagur, júní 15, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Nýjar myndir af Prinsessunni má sjá Hérna.

sunnudagur, júní 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

"Forseti Íslands hefur neitað lögum staðfestingar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Nú er það í höndum forsætisráðherra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um eignarhald á fjölmiðlum. Hefur forsætisráðherra lýst því yfir í fjölmiðlum að hann muni íhuga hvort forsetinn hafi yfirleitt rétt á að láta reyna á málskotsrétt samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar...."

Ha? Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig Davíð kemst að því að forsetinn sem var kosin af þjóðinni hafi EKKI rétt á því að nota málsskotsréttinn sinn?

Svo virðiist að þeir einu sem er þeirra skoðunnar að Stjórnarskráinn er ómerkilegt plagg eru þeir Davíð Oddson, Björna Bjarnasson og restinn af Sjálfstæðisliðinnu og líklega þó nokkrir frá Framsókn. Lesið t.d. þessa grein frá Skoðun.is svona sýnir nokkuð vel hvað þessi maður(Bjössi) ótrúlega lélegur stjórnmálamaður.

laugardagur, júní 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

"Death will come to each of us some day. We can die having fought hard for our beliefs and convictions, or we can die having failed to do so. Since the reality of death is the same in either case, isn't it far better that we set out on our journey toward the next existence in high spirits with a bright smile on our faces, knowing that everything we did, we did the very best we could, thrilling with the sense 'That was truly an interesting life'?"

Þetta skrifaði hann Daiksaku Ikeda í bókinni sinni "The Buddha in your mirror". Og þetta finnst mér nú vera algjört snilldarkvót. Og hef ég nú ekkert annarð til að bæta við, nema það að af hverju eru svona margir hræddir við að deyja? Ég held að þeir einu sem þurfa að vera hræddir við að deyja eru þeir sem trúa því að þú farir til helvítis(og samkvæmt nokkrum þá mun ég gera einmitt það) útaf því að þú eignaðist börn!
----------------------------------------
Læknarnir hér á Bretlandi eru andskoti spes. Þeir elska að nota sýklalyf og klóra síðan kollinn yfir því að Breskir spítalar eru öll með ónæmar bakteríur! Þessir læknar eiga það til að gefa sjúklingi vikuskammt af sýklalyfjum útaf því að hann/hún er með kvef... frábært!! Og ekki gleyma að ekki þvo um hendurnar kallinn. Þetta finnst mér vera nú aðeins of mikil þjóðardýrkun bara útaf því að Breskur sýklafræðingur að nafni Sir Alxender Fleming uppgvötaði þetta helvíti.

Oh jæja. hvað veit ég þeir hafa verið að læra þetta í 8 ár og ég er nú bara ómenntaður andkosti út í bæ.

laugardagur, júní 05, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alltaf er ég nú að hugsa um að skrifa um eitthvað stórmerkilegt en aldrei veit ég nú um hvað. Þannig ég ætla mér nú bara að skrifa... eitthvað. Eða bara vitna eitt skáld:

Open your eyes. You take what you want for free,
Open your eyes. and you see what you want to see.
Open your eyes. To you everyone is blind.
Open your eyes and your mind.

Open your eyes. Just say what you want to say?
Open your eyes, you see yours isn’t the only way .
Open your eyes. Do you really think I’m blind?
Open your eyes and your mind.
Open your mind.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alveg finnst mér nú þetta vera frábær frétt. En hversu reiður ætli hann Dabbi kóngur sé núna?

þriðjudagur, júní 01, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

í þessari grein hittir hann Jónas nú aldeilis naglann á höfuðið.

mánudagur, maí 31, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alltaf finnst mér ótrúlegt að vita að það svona getur komið fyrir. Þetta fer alveg heiftarlega í magann. En það eru nokkrar spurningar sem liggja í loftinu eftir að hafa lesið þessa frétt einsog:
"Hver stakk móðurina?" og "Getur verið að strákurinn sé sá seki?"
---------------------------
Annars er ekkert að frétta frá mér nema það að mig langar alveg ferlega að fá á þessa tónleika.

föstudagur, maí 28, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Miðvikudaginn var þá hringdi hún mamma í mig, svona bara til að fá að vita hvað var títt og spurði mig líka hvort ég vildi nú ekki bara senda mynd og upplýsingar um fæðingu hennar Kaitlyns til þeirra félaga á Eystrahorninu og ég sagði nú bara Jújú af hverju ekki og gerði það nú bara. Sendi eina fallega mynd af henni þar sem hún er að horfa á mig með þessum undrunaraugum, svo kíkti ég á Horn.is og þar kom þessi fallega tilkynning 'Nýr Hornfirðingur í Englandi' vil ég nú þakka þeim Hornafélögum fyrir en ég er nú samt að vona að þetta verði líka í Eystrahorninu næstu viku.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Var að horfa á Assault on Precint 13 eftir John Carpenter. Algjört meistaraverk.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

playful
You are the playful side of Garfield- the one who
keeps pushing poor Odie off the table and
annoying Jon.


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, maí 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. þið verðið að afsaka það að ég hef ekki skrifað svo mikið en ég hef verið að vinna mikið, kynnast dóttur minni og legið í svitakasti með uppköst á millitíðinni. Já þessir síðustu dagar hafa verið helvíti góðir.

-----------------------------------

Hef verið að lesa mikið þessa undanförnu daga einsog:
The Hiram Key Eftir Christopher Knight og Robert Lomas. Þessir menn eru báðir Frímúrarar og vildu einfaldlega fá að læra um sögunna um Frímúra sem enginn ekki einu sinni Frímúrarar sjálfir vissu. Frábær bók.

The Eye of the World og The Great Hunt báðar eru hluti af stórri sögu sem heitir Wheel Of Time u.þ.b. 10 bækur og fer engin undir 600 blaðsíður og er ég að lesa þirðja hlutan sem er kallaður Dragon Reborn.
----------------------
Sá einhver annar ræðunna hans Gogga Búsk? Þar sem hann vissi ekki hvað Abu Graib hét? Það var annað hvort Abu Uhuhuh Garib eða Ab uhuhuh Abu Garab. Ég spyr nú bara einsog hann Micheal Moore er hann lesblindur.
--------------------
Jæja ætli ég verði nú ekki bara að hverfa.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Önnur mjög góð grein á Alternet.org

mánudagur, maí 17, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Í dag á hún Kaitlyn Björg 2 vikna afmæli. Og verð ég nú að segja að þetta er einhver stórmerkilegasta upplifun sem hægt er að fara í gegnum. Fyrsta vikan var nú heldur erfið, mjög lítið um svefn og almennt af tækifærum til að lifa lífinu en, ekki ætla ég nú að kvarta of mikið því ég mundi nú ekki vilja gera nokkuð annað en að vera með þessari litlu elsku. Það eina sem hefur verið erfitt að venjast er blayjuskiptingin, ég er vanari að skipta á talsvert stærri rössum en hennar! Ekki get ég nú kvartað yfir svefnlausar nætur en ég get nú kvartað yfir svefnlausum dögum því ég vinn ávallt á næturvöktum. Mikið af gjöfum hef ég nú fengið frá samstarfsfólkinu sérstaklega prjónaðar peysur og þess háttar. Sérstaklega var nú gaman að fá pakka frá henni Björgu frænku sem er víst dansandi af gleði yfir því að fá nöfnu og bauðst til að vera aðstoðaramma! Vil ég nú þakka henni, Hauki og Stinna fyrir.

Lífið var yndislegt og nú er það frábært. Að vera nýorðinn faðir er líklega besta tilfinning sem til er og er fæðing líklega fallegasta upplifun sem getur komið fyrir allar manneskjur. En jæja, núna er maddaman vöknuð og verð ég nú að skipta á henni.


Flood eftir Geoff Tate
Ask me what I believe in
I’d say compromise.
Once you know you can’t deny.
If we open the flood gates…
we let it all in.
Don’t lose your head…


Swim to the middle or
to the other side.
It makes no difference
I’d follow you close as a shadow.
I’d kiss your words…
but here in the sand
we've drawn the line.

Can you feel this
flood of life?
Can you feel this?
Let it all in. Yeah.

This heart of mine,
open up this flood of life.
This flood of life.
Here comes the flood.

There's some hope of love
left in those rainbow eyes.
On your way up
to touch higher ground,
you said you'd never change
this revolution heart.

Say what you will
you fly with me and
I couldn't love another.
Now ask me what I believe...
I'm lost in your chaos...
Here comes the flood
Let it all in.

Can you feel it?
Flood of life.
Feel it coming? Overflowing? Yeah.

It's this love of life.
Open up this flood of life.
If you'll open up you'll see
just what love could be.

Where you're standing now,
just feel the love.
Flood of life.
It's taking over, let it all in. Yeah.

This heart of mine, it feels the love.
Flood of life,
and it all feels right.
It feels so right.

Yeah, can you feel the flood now?
Open up and let it in.
Just open up and let it in.
This heart of mine feels the love,
feels the flood of life.
Feels right. It feels so right.

Where you're standing now,
just feel the love.
Flood of life.
It's something you can't divide,
and once you know then you'll decide.
This heart of mine feels the love,
feels the flood of life.
And it all feels right.
It feels so right

--------------------------------
Mjög góð grein hér.

sunnudagur, maí 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hér er ein áhugaverð grein um aftöku Nick Bergs. Ég mæli með því að allir lesi hana.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Grrrrrrrrr.

Í dag er ég virkilega reiður. í dag fór hún Sono til læknis útaf því henni hefur klæjað svo andskoti mikið. Og læknirinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta hljóta að vera húðlýs! O jæja. Sjálfum hefur mér klæjað helvíti mikið en mér datt nú aldrei til hugar að þarna væru lýs að verki. Frábært. Eina leiðn sem Sono hefði getað fengið þetta er gegnum mig útaf því ég vinn á elliheimili. Ástæðan fyrir því að ég er svona andskoti reiður er sú að þessi lús hefur farið gegnum hjúkrunarheimilið nokkrum sinnum og er ennþá þar en vilja alls EKKI samþykkja að kaupa 43 túpur af lúsakremi! "What's the point, their only going to get it again" segja þau. Þetta fólk á ekki skilið að eiga hjúkrunarheimili. Ég meina þeim er algjörlega skítsama hvernig starfsmönnum líða. Í Janúar/Febrúar var okkur lofað launahækkun en við fengum hana ekki þá útaf því að einn af eigundum þurfti á nýjum bíl að halda(Það var ekkert að hinum vara 3 árum of gamall).

Núna sit ég hér fyrir framan tölvunna hálfnakinn með þetta helvítis krem um allan líkaman og ég má ekki taka það af mér fyrr en klukkan 1 í nótt. gaman gaman.




Ég ætla mér að kaupa eitt stykki haglabyssu. Ég veit hvar þau eiga heima.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Halló Halló fólk. Það er allt það að frétta héðan, ég hef komist að því að Kaitlyn Björg hefur gaman af Dave Brubeck og Queensryche og finnst mér það gott útaf því þá er ég ekki sá eini hér á þessu heimili sem líkar vel við þá hljómsveit. En o Jæja. Ég var að tala við Afann í gær og hann spurði mig um nýja heimilisfangið og spurði líka hvort ég væri nú ekki til í að setja heimilisfangið á Bloggið en því miður ætla ég nú ekki að gera það en fyrir þá sem vilja fá heimilisfangið (Og kannski símanúmerið líka) sendið þá tölvupóst til 6957629@talnet.is og ég mun svara sem allra fyrst.

En fyrir þá sem vilja þá er hér myndir af þá litlu.

mánudagur, maí 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja.

ég

er

orðinn

PABBI.

Dóttir mín fæddist í nótt klukkan 2:37 og er 3500 grömm og heitir Kaitlyn Björg Ingvarsson. Og já ég er mjög stoltur í dag.

föstudagur, apríl 30, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Nei, Ingibjörg systir á Horn.is hvað er þetta. Ef ég les þetta rétt þá fór hún á "kynnisferð" til Sódómu með öðrum nemendum úr "Frumkvöðlafræði". En mig langar ennþá að vita hvernig er hægt að kenna að vera Frumkvöðull?

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hversu margir muna eftir þessu?
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Var að lesa Eystrahornið og ég las þetta sem hann Eyjó skrifaði ,"útskýringar á brotfalli" held ég að titillinn hafi verið, og það sem kom mér rosalega á óvart var að það var einsog hann vildi ekki sætta sig við sannlaikanum á því af hverju brotfallið er svona hátt.

Eyjólfur ef þú ert að lesa þá vil ég bara segja þer eitt, ástæðan fyrir þessu brotfalli er sú að flestum af þínum nemendum vilja fá fleiri valmöguleika!
Óskaplega einfalt ekki satt. Það er ekki nógu mikill valkostur þarna. Þrjár stúdentsbrautir, Sjávarútvegsbraut(Ekki stúdent) og Námsbraut í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum? Af hverju ekki Sjúkrliðabraut(HSSA er alveg frábær staður til að læra og kenna), Tölvufræðibraut(Þú ert með nógu marga sérfræðinga þarna á Höfn). Það er svo margt sem FAS getur gert og ætti að gera. Fyrst það er nú verið að kenna Frumkvöðlafræði af hverju ekki þá vera með soldið frumkvæði.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hvers vegna hefur allt breyst svona mikið síðan maður var barn? Ég var að lesa mikið verk sem hann bróðir minn Þórður þýddi og þar er einn punktur sem ég hef verið að hugsa mikið um síðustu mánuði.

"Manstu hvernig tíminn leið öðruvísi þegar þú varst tólf ára? Þegar eitt sumar var eins og lífstíð og hver dagur leið eins og mánuðir gera nú? Því allt var nýtt: Hver dagur innihélt upplifanir og tilfinningar sem þú hafðir aldrei orðið var við áður, og þegar sumarið var liðið varstu orðin allt önnur manneskja. Kannski fannstu fyrir villtu frelsi sem nú hefur yfirgefið þig: Þér leið eins og hvað sem er gæti gerst, eins og þú gætir verið hvað sem þér dytti í hug. Í dag, þegar skyggnst er dýpra inní það líf, þá er það ekkert svo ófyrirsjáanlegt. Hlutir sem eitt sinn voru nýir og breytilegir hafa fyrir löngu síðan týnt sínum ferskleika og áhættu, og framtíðin sem bíður eftir þér hefur þegar verið ákveðin af fortíð þinni."

Af hverju er það þannig að allt er svo gott þegar maður er 12 eða yngri svo mikið frelsi? Af hverju þarf maður að byrja að verða fullorðin? útaf því að einhver gaukur útí bæ sagði manni að hætta að láta einsog krakki? Er það útaf því að maður þarf að vera ábyrgðarfullur? Andskotans helvítis bull. Það sem fólk gleymir í dag er það að við eigum ekki að þjást af stressi við eigum ekki að hafa neinar áhyggjur. En í dag er hin almenni borgari orðin fangi í sínu eigin lífi og útaf því að þessi manneskja heldur að hún/hann geti ekki sleppt úr þessi fangelsi þá byrjar hún/hann að taka það út á annað fólk. Sérstaklega börn sem hafa sitt frelsi. Það besta við það þegar maður var barn þá gat maður horft að heiminn og undrast yfir fegurðinni sem þessi heimur er! Og maður getur ennþá upplifað það, ég skora á þig kæri lesandi horfðu á Sólinna að rísa upp og setjast niður, ekki hugsa um neitt annað, og mundu lífið var yndislegt, það getur verið það aftur.

Eða einsog hljómsveitin Queensryche segir:

SOME PEOPLE FLY
Music and Lyrics by: Chris DeGarmo, Geoff Tate

Used to be a time
we held the world.
Wrapped 'round our finger tips
Laughing at what others missed. Someday, yesterday
The magic we felt went away.
Grow up somebody said... tell me where it's gone
so I can go find it now. I can't live your way.
Go ahead without me.
I'll find my own way

Some people fly... and some of us worry about touching
the sun with wings. I know if I try I'll get where I'm going,
Keeping my eyes on the sky.

The box you live within is strong and it's up to you
to see beyond the comfort zone you've grown to love.
There's more to life than that. The expectations
that you hold will keep you down and make you old
If you can't see what I'm trying to say, maybe you just
need to wear my shoes for awhile. I can't live your way.
Go ahead without me.
I'll find my own way

Some people fly...and some of us worry
I'd risk it all to have wings.
I know if I try I'll get where I'm going,
Keeping my eyes on the sky.

While you sit there and think about it, there's another
unfolding their wings. I can tell you what it's like, but,
until you try, you'll never see what I mean.

Some people fly...and some of us worry
I'll touch the sky with my wings.
I know if I try I'll get where I'm going,
Keeping my eyes on the sky.
Keeping my eyes, keeping my eyes on the sky.

mánudagur, apríl 26, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Aldrei hef ég nú verið hrifin af kirkjunni eða Kristinnar trúar mönnum almennt en þessi ræða eftir Séra Örn Bárð Jónson er alveg frábær
Namu-Myoho-Renge-Kyo
Heill sé davíð, Davíð er gvuð.

Hvað er að þessum manni? Er hann ekki aðeins og ofsóknarbrjálaður? Ég er að tala um Davíð ekki Stalín eða svo hélt ég. Ég segi nú bara einsog Siggi á Skoðun að það er allt í lagi að fá ða vita hver á fjölmiðlanna en ekki allt í lagi að fá að vita hver á stjórnmálaflokkanna!

sunnudagur, apríl 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo
O jæja. United geta nú ekki alltaf verið bestir. Ég verð að játa að Arsenal hafa verið alveg hreint frábæri þetta tímabil sérstaklega hann Henry.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alveg finnst mér fólk ótrúlegt á Íslandi. Þá er ég nú aðalega að tala um þessa gauka sem halda að Einkavæðing leysir allan fjandann. Einsog þessi gaukur á Huga.is sem heldur því fram að:
"...samkeppni í heilbrigðiskerfinu sem gæti stuðlað að lægri kosnaði..."
AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA. Hvaðan fær þessi gaukur þá speki? Bandaríkjunum? Hlýtur að vera, það eina sem hún gleymir er að BNA er líklega með versta heilbrigðiskerfi OG það dýrasta sem gerist í þessum heimi. Hér á Bretlandi eru td hjúkrunarheimilin alveg hræðileg. Samkvæmt Kapítalistum þá eiga þeir sem vinna fyrir einkavæddum fyrirtækjum fá hærri laun en þeir sem vinna fyrir ríkinu!!!!!!!! Ég fæ 650 krónu á tímann en einstaklingur sem vinnur á Hjúkrunarheimili sem er rekið af ríkinu fær 845 krónur. Það er soldill munur ekki satt? Ég held að þessi Abigel hjá Huga.is ætti að hugsa sig nú betur um. Einn annar punktur sem hún kemr með þá er það Framsóknarflokkinum að kenna hvað það er ömurlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Hmmmm. Þetta er greinilega einstaklingur sem vill gleyma Öryrkjaskandalinum...

Bara til að leggja áherslu á þetta aftur:
EINKAVÆÐING ER EKKI SVARIÐ.

laugardagur, apríl 24, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

NETIÐ ER KOMIÐ Í LAG.

P.S
Barnið er ekki hér.

föstudagur, apríl 23, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo
Jæja litla barnið ætlar sér ekki að koma út og ekki veit ég hvenær það mun gerast en það mun gerast í náinni framtíð(Vona ég).

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Sorry fólk ég á ennþá eftir að fá mér góða símalínu.

6 dagar þangað til Dómsdagur byrjar.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Sælt verið fólkið. Ég er ekki ennþá búin að nettengja mig í nýja hýbýlinu þannig þið verðið bara vera þolinmóð.

Og í dag eru 14 dagar þangað til barnið vor fæðist.

Og getur einhver sagt mér hvaða trúðar þetta eru sem skrifuðu í Gestabókinna?

laugardagur, mars 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo


Jæja á Morgun mun ég flytja um húsnæði og ekki mun ég geta bloggað næstu 20 daganna!! Ástæðan fyrir því er sú að það tekur þetta langan tíma til að flytja ADSL um hús. Af hverju? Spurjið snillinginna hjá Freeserve

fimmtudagur, mars 11, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já mér finnst nú leiðarinn hans Sigurðs Mar í Eystrahorninu andskoti góður og hittir hann naglann á höfuðið all rækilega. Mér finnst hann Björna ráðherra vera til algjörar skammar. Af hverju hann er dómsmálaráðherra finnst mér nú alveg óskiljanlegt. Þið sem þurfið á meiri staðfestingu á því að hann er hálfviti lesið þá þessa grein á Skoðun.is

þriðjudagur, mars 09, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

100% iðkun, 100% ávinningur.

Lífið er frábært.

laugardagur, mars 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Lífið er yndislegt.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Það er nú ekki neitt sérstaklega sjarmerandi mynd af honum pabba í Eystrahorninu. Lítur út einsog hann hafi farið á heiftarlegt Briddsspil(wink, wink) daginn fyrir.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. Það er nú ekki mikið búið að gerast að undanförnu. Einsog bróðir minn kæri hann Þórður þá hef ég aðalega verið að lesa. Og eigum við bræður sama vandamál að stríða. Við eigum það til að lesa ekki eina bók í einu heldur nokkrar bækur, sem er heldur ruglandi. En ég er að lesa einsog er:

The Eye of the world eftir Robert Jordan,
NVQ Level 2 in care eftir Yvonne Nolan,
Buddha: Biography eftir Karen Armstrong og
The Art of war.

Það sem ég ætla mér að lesa í náinni framtíð(þeas. næstu aldirnar) er
The Critique of Pure Reason eftir Immanuel Kant,
Great Dialouges of Plato,
Catching Cold eftir Pete Davies,
The shield of time eftir Poul Anderson,
The Jesus Mysteries eftir Timothy Freeke og Peter Gandy,
Beast eftir Peter Benchley,
What the Buddha taught eftir Walpola Rahula og
The Lotus Sutra.

Þetta er allt saman svona blanda af heimspeki, trú, sögu, vísindi og skáldsögur. Ólíkt Þórði þá les ég nú ekki mikið um pólitík. Þó mig langi nú andskoti mikið til að lesa The Communist Manifesto eftir Karl marx og Friedrich Engels.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hmmm, í dag eru nákvæmlega 48 daga þangað til Sono á að fæða en maður getur nú aldrei verið viss. Það leggst í mig nú mikill kvíði en mig hlakkar nú líka alveg helvíti mikið til.

Hún Sono var tekin í tali fyrir dagblaðið hér sem heitir The Evening Mail, það var nú ekki mikið bara spurning dagsins en samt nógu góð ástæða til að kaupa blaðið.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Og já ég er komin með frábæra lausn fyrir hjúkrunarheimili:
Þyngdarlaust herbeggi. Af hverju þyngdarlaust Nú ástæðan er sú þá mundi fólk aldrei fá legusár. Það er ekki hægt að fá legusár nema maður liggur á sömuhlið í langan langan tíma en ef maður sefur ekki á neinu hörðu heldur í lausu lofti þá er ekki hægt að fá legusár. Þannig með þessu herbeggi þá er ég búin að leysa legusárs vandamálið.

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ég mæli með

Queensryche - Tribe

The Prophecy með Christopher Walken, Viggo Mortensen og Eric Stoltz

Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman.

Þetta er það sem maður hefur verið að dunda sér við þessa daganna.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. þá er litla systir komin með blogg.
Hún fær stort klapp á bakið frá mér.

Til hamingju Ingibjörg mín.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Raunveruleikinn hjá hinum Breska meðalmanni er ferlega furðulegur. Það er búið að vera heldur kalt hér í Vatnahéraðinu á undanförnu og klæði ég núm mig alltaf vel upp. Og alltaf er ég spurður "Hva ertu ekki vanur þessum kulda, maðurinn sem kemur frá Íslandi?" Ja. Ég er nú ekki neitt voðalega vanur kuldanum. Ég verð nú alltaf að benda fólki á að:

1. Við búum ekki í íshúsum
2. Við borðum ekki Mörgæsakjöt(Það er hinum megin við miðbauginn)
3. Við förum ekki út að labba með ísbjarnagæludýrin okkar.

Oftast búast þau við því að ég geti nú bara labbað um nakinn, án þess að pungurinn breytist í sveskju. Já fólkið er heldur skrýtið hér í bæ. Ég verð nú reglulega að segja að ég er Homo Sapiens og ég kem frá landi sem heitir Íslandi ég er ekki Hinn ógurlegi snjómaður frá Tíbet.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo


Hmmm. Það gengur ekkert rosalega vel að losna við þennan bandvef. Eða á ég bara að losa um hann ekki losna við hann?

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

En hvað það er alltaf yndislegt þegar einhver kemur manni skemmtilega á óvart. Í dag fékk ég pakka frá einni vinkonu minni sem ég hef ekki séð í langann tíma. Ég vissi að ég átti von á pakka, ég bara vissi ekki frá hverjum og hvað. Jæja. Það sem var í þessum pakka var stór pakki af Merrild kaffi(æðislegt) og Irish Coffee(Sem er næstum ófáanlegt hér í Bretlandinu af einhverjum ástæðum) frá Kaffitár. Prins Póló súkkulaði og Nóa Sríus súkkulaði. Þetta er einhver sú allra besta gjöf sem ég hef fengið. Lífið er yndislegt.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Vávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávává. Mig langar í þennan disk. VAAAAAAAAÁ. Þetta er magnað. Algjör helvítis risi!!!! VÁ.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

jæja. Á morgun er Valentínusardagur. En gaman ekki satt? Ja, ekki skil ég nú Valentínusardaginn. Af hverju þurfum við svona einn sér dag til að minna okkur á að vera góð við náungan eða þá heitelskuðu. Í ár eru 366 daga. Semsagt við höfum 366/365 daga til að vera góð við hvort annað. Ég bara spyr aftur. Til Hvers hafa svona einn sérdag til að minna okkur á að við eigum að vera góð við hvort annað? En nóg um það. Hér er ágætis uppskrift sem ég bjó til í dag.

Það sem þið þurfið er þetta.
1 pakki af Tofu
2 stykki af kúrbít/dvergbít
125 g af baunaspírum
250 g af spínat
eina dós af bambus
100 g af smámaís(Babycorn)
1 rauðlauk
1 hvítlauksrif
2.5 cm af engifersrót
Sójasósu
ólífuolía

Byrjið á því að taka Tofu-ið úr pakkanum og vefjið því með viskustykki til að þerra það. Skerið kúrbítinn í litla meðalþunna þríhyrninga, skerið rauðlaukinn eins smátt og þið getið, skerið tofu-ið í smákubba og gleymið ekki að hreinsa þetta allt saman undir vatni. Hitið ólífuolíu í Wok-pönnu og setið laukinn fyrst í pönnunna og brúnið hann. Setjið síðan öll hráefninu í pönnunna og hrærið soldið til, eftir u.þ.b. 5 mínútur setjið kramdan hvítlauk í og haldið áfram að hæra. Ristið engofersrótina yfir matnum. Hrærið áfram. Að' lokum skulið þið hella soldið af sojasósu yfir þetta allt saman hrærið í 1 mínútu í viðbót og berið fram á borðið.

Best er að éta þennan mat með Kjúklingabaunum og hýðishrísgrjónum. Og Paul Mason rósarvín með.

Verðið ykkur að góðu.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ætli ég verð nú ekki að fara að losa um bandvefinn einsog hann Haukur hefur gert. Ég er alltof alltof alltof stressaður. Og ekki hjálpaði það að eigendurnir ákváðu að hækka launin okkar EKKI.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

"Landbúnaðarráðuneytið óþarft?

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að leggja megi landbúnaðaráðuneytið niður að skaðlausu og færa öll verkefni þess til annarra ráðuneyta. Sum þeirra myndu jafnvel eflast að þrótti við slíka tilfærslu.

Verið var að ræða frumvarp sjávarútvegsráðherra um meðferð, vinnslu og dreifingu á sjávarafla, þegar Össur kom fram með þessa hugmynd. Landbúnaðarráðherra var ekki viðstaddur umræðuna."
Tekið frá Ruv.is

Ætli Össur hefði sagt eitthvað ef hann hefði verið viðstaddur?

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Jæja. Nú eru u.þ.b. 10 vikur þangað til barnið mun fæðast. Og hvað mun ég gera þá. Hmmm. Ef satt skal segja þá bara veit ég það ekki. Einn gamal maður sem býr þar sem ég vinn spurði mig eina mjög góða spurningu sem var þessi:

"What will you say when your wife says that the labour has started?" (Sem útleggst á móðurmálinu "Hvað muntu segja þegar konan þín segir að fæðingarhríðirnar hafi byrjað?") Já, ég bara gat ekki svarað þessu. Hvað mun ég segja þegar fæðingarhríðirnar byrja. Það eina sem mér datt í hug var "Holy shit".

En mig hlakkar mikið til. Mjög mikið. Það verður gaman að sjá erfingjan. Og lífið er alveg yndislegt.

...............mig hlakkar sérstaklega til við að raka mig 19. Apríl!

föstudagur, febrúar 06, 2004

Hverjir vilja fá svona vikulega úber heimspeki?

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Já þetta félag finnst mér nú vera algjör snilld og það var mikil þarfaþing á henni. Félagið sem ég er að tala um er Málfundarfélagið Elgurinn. Þetta er í sjálfu sér frábært sérstaklega að sjá þetta í gagnfræðiskóli í staðinn fyrir Framhaldskóla þó að FAS þurfi nú á eitthverju svona að halda.

Já og svo má ekki gleyma því að systir mín er í þessu, hún Alexandra. Hún og Ingibjörg eru miklir rökræðu snillingar.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Dagurinn í dag.

Hmmm

7:30 - Vaknaði. Hmmm.
7:35 - fór í eldhúsið til að laga kaffi.
7:45 - fékk mér Cocoa Pops og appelsínusafa.
7:55 - Kaffið tilbúið fæ mér einn bolla.
7:56 - Fæ me´r annan bollan.
8:00 - fer í netið til að skoða tölvupóstinn.
8:01 - Enginn tölvupóstur.
8:02 - tékkaði á því aftur bara til öryggis.
8:05 - Fæ mér aftur kaffi.
8:15 - Fer upp til að vekja Sono.
8:20 - Er að vekja Sono
8:25 - Er ennþá að vekja Sono
8:30 - Búinn að vekja Sono
8:45 - Morgun kyrjun, ákvað að kyrja útaf því að hann Haukur sagði að það væri svo gott til að losa um bandvefinn, Hvað sem það nú er.
9:05 - búinn að kyrja.
9:06 - fæ mér aftur kaffi.
9:07 - skoða tölvupóstinn
9:15 - Rúnta um netið
9:30 - Kaffi
9:35 - Rúnta um netið.
10:15 - Fer til ljósmóðurinnar með Sono, og þar hlustum við á hjartað að slá hjá litla barninu. Já mig hlakkar mikið til þegar erfinginn kemur í heiminn.
10:35 - Erum komin aftur heim
10:36 - kaffibolli, já ég elska mitt kaffi.
11:00 - fer í klippingu og þar hitti ég gamla bekkjarsystur Sono, já þetta er sko lítill heimur, og lítill bær.
11:30 - Klipping búinn
11:35 - Fer í búð sem heitir Save a packet og kaupi mér sykur og Cocoa Pops.
11:45 - fer í búð sem heitir Oxfam sem er hluti af Fairtrade sambandinu. Þar kaupi ég tvær bækur og eitt stykki kaffipakka.
11:55 - Kem aftur heim.
12:00 - Sono og ég förum að versla okkur grænmeti og meira grænmeti.(Nei ég er ekki grænmetisæta, ég kann bara ekki að elda kjöt)
12:30 - Komum aftur heim.
12:32 - Kaffi.
12:45 - Við undirbúa eldarmennskunna.
12:46 - Meira kaffi.
13:00 - Byrjum að elda.
13:30 - Fáum okkur að borða.

Svona hefur dagurinn verið. Og miðað við þetta þá er alveg ótrúlegt að ég er ekki búinn að fá koffín shokk. En maturinn var mjög góður.

En hvað í andskotanum er bandvefur?

mánudagur, febrúar 02, 2004

Vá þetta lýst mér mjög vel á:

"Reiðmennska,ný námsgrein sem kennd verður í FAS

2.2.2004

Reiðmennska er ný námsgrein sem kennd verður í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í mars og apríl n.k. Náminu er skipt niður í fimm stig og verða þrjú fyrstu stigin tekin fyrir í vetur. Kennari er Hanní Heiler og er kennsla bæði bókleg og verkleg. Þetta nám er á vegum Menntamálaráðuneytisins og á að koma inn í alla grunn- og framhaldsskóla í landinu og er þetta annar skólinn sem býður upp á þessa kennslu segir Hanní. Þeir sem fara í þetta nám geta fengið viðurkenndar einingar í framhaldsskólanum og fimm stigin veita réttindi inn í hestabraut Hólaskóla. Hægt er að taka bóklega hluta námsins í fjarnámi.

Kennsla í fyrsta stigi reiðmennskunnar eru 18 klst. í öðru og þriðja stigi 30 klst. í hvoru
Verklega námið fer líklega fram inn á hestavelli við Fornustekka eða í Dynjanda heima hjá Hanní.
Námið er ekki endilega bara bundið við skólann því líkur eru á að boðið verði upp á 1. stigið í sambandi við reiðnámskeiðin sem eru utan skólans t.d. fyrir þá krakkar sem hafa komið nokkrum sinnum á reiðnámskeið segir Hanní, þeir gætu þá tekið próf og fengið merki og vottorð um þátttökuna.
Hanní er að verða tilbúin með góða aðstöðu fyrir reiðkennslu á Dynjanda og mun hún verða með margskonar námskeið sem sniðin verða upp á að sem flestir geti notfært sér þau ekki síst konur, og að kennslutímar yrðu eftir því hvað hentað hverjum."

Tekið frá Hornafjordur.is

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Hverjum öðrum finnst hugmyndin að hafa veiðitímabil sem er eingöngu helgað veiðum á þingmönnum og lögfræðingum?
HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER AÐ RÍKISSTJÓRNINNI Á ÍSLANDI?

"Lífið hefur aldrei verið betra hérna á Íslandi þess vegna ætlum við að skera niður þjónustunna í Landspítalanum"

Jesús Kristur. Rosalega varð ég reiður þegar ég sá þessa frétt.

"Já hvað með það þótt þið séuð fjölfatlaðir? Við þurfum að spara pening, já við vitum að þið verðið að fá sjúkraþjálfun en okkur er svosem andskoti skít sama um hvað þið viljið, það sem skiptir máli er að VIÐ RÍKISSTJÓRNIN spörum pening, já við vitum það að við erum í stórum plús og erum að græða alltaf meira og meira en við þurfum samt að spara til að borga Dabba eftirlaunin sín!"

Og ekki er ríksistjórnin hér í Bretlandi betri. Tony Blair segir það sama og þeir á Íslandi "við erum að reka Ríkisjóðinn með hagnaði en þurfum samt að spara pening." Þeir hafa hækkað skattinn 68 sinnum síðan þeir náðu stjórn árið 1997 og halda áfram að hækka. Þeir eru með skatta allstaðar. Allir reikningar eru skattlagðir, það er svokallaður vegaskattur, bílaskattur, íbúðarskattur, hagnaðarskattur, eignarskattur, vaxtaskattur, þjóðlegan framlag og ég veit ekki hvað og hvað. Maður þarf að borga andskoti lágan innkomuskatt 22% en á það kemur allt hitt. Ef þú leigir íbúð þá þarftu að borga eignaskatt. OG þeir eru með þreppaðan eignarskatt meira að segja. Því dýrara hús sem þú býrð í því minni eignarskatt þarftu að borga! Ef þú ert með bankareikning þá þarftu að borga vaxtarskatt. Þú þarft að borga vegskatt ef bíllinn þinn er á götunni(Jafnvel þótt þú keyrir ekki bílnum). Þú þarft að borga bílskatt ef þú átt bíl. Þjóðlega framlagið(Best orðaði skatturinn semég veit um) borgar fyrir heilsukerfið og Lífeyrissjóðinn(Ekki bara þinn eigin). Já Bretland er svo sannarlega rekinn með hagnaði.
ÉG er að hugsa um að fara til læknis til að fá hann að segja mér að ég sé með Tourette-heilkenni, bara svo ég geti bölvað einsog ég vil og hafi góða afsökun.
Hmmm. Það er alltaf gaman að sjá fólk sem heldur að grasið sé alltaf grænna hinum megin. Tökum dæmi, ég var að tala við eina góða konu frá Höfn, og hún vill endilega flytja þaðan útaf því að fólk þolir ekki annað fólk og hledur að allt sé betra í Vestmannaeyjum eða Akureyri útaf því að hún þekkir fólk þar. Hmmmm. Ekki mjög góð rök en nóg um það. Hún heldur að allt það slæma sem er í þessum heimi er á Höfn útaf því að hún þekkir ekkert annað. Mest hataða fólkið á Höfn er líka það vinsælasta, en staðreyndin er sú að þetta er svoleiðis allstaðar. Tökum dæmi. Bandaríkin mest hatað ríki í heiminum en ALLIR vilja leika við þá.

Þetta er svona líka á Vestmannaeyjum og Akureyri, það er hin sorglega staðreynd.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Hmmm. ég hef verið að hugsa um að setja upp heimasíðu með greinum, gagnrýnum og þess háttar. Mig langar nú bara að vita hvort einhver mundi nenna að lesa allt það sem ég mundi skrifa þar.

Og já Binni, ef þú ert þarna, hvert er þitt MSN?

mánudagur, janúar 26, 2004

Já. Ég verð að játa eitt ég sakna þess að vera á Höfn. Á höfn þá hafði maður nokkurn veginn allt. Lítill bær, stutt í náttúrunna, gott leikfélag, góðar búðir, gott fólk(þó það séu nú mjög margir sauðir þarna) og svo sakna ég þess sérstaklega að vinna hjá HSSA. [tár] O jæja. Ég er með það næst besta hér í Ulverston.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Tekið frá Mbl.is

"Utanríkisráðherra kanni kosti þess að beita Ísrael viðskiptaþvingunum

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa sent Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra opið bréf, þar sem þess er farið á leit að hann kanni kosti þess að Ísland beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna byggingar aðskilnaðarmúrs í Palestínu. „Við teljum rétt að tekið sé til athugunar hver pólitísk áhrif þess væru ef Íslendingar segðu upp aðild sinni að fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við teljum að ákvæði í samningnum veiti okkur rétt til slíkrar einhliða uppsagnar,“ segir meðal annars í bréfinu.

Þar segir einnig að íslenskum almenningi ofbjóði það stríð sem geisar í Palestínu og þau ódæðisverk sem þar eru unnin. Öllum unnendum frelsis og friðar sé ljóst að það væri stórt skref aftur á bak fyrir alla heimsbyggðina ef Ísraelar fá óáreittir að reisa aðskilnaðarmúr. „Það væri mikið áfall nú rúmum fimmtán árum eftir að Berlínarmúrinn féll,“ segja ungir jafnaðarmenn.

Ungir jafnaðarmenn telja að Dorrit Moussaief, forsetafrú, hafi sýnt mikilvægt fordæmi fyrir skemmstu þegar hún lýsti skoðunum sínum á stjórnarháttum í Ísrael. „Hún sýndi og sannaði að „vinur er sá sem til vamms segir." Við megum ekki endalaust skáka í skjóli bandalags við Bandaríkin eða annarra slíkra hagsmuna. Við verðum að þora að vinna hugsjónum okkar brautargengi á borði sem í orði.“

Þá segja ungir jafnaðarmenn í bréfinu að í ljósi yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland eigi að taka aukna ábyrgð á alþjóðavettvangi telji þeir að hann hljóti að taka tillöguna til athugunar í ráðuneyti sínu og í utanríkismálanefnd Alþingis. Íslendingar geti vel tekið af skarið í þessu máli. Um hverfandi viðskiptahagsmuni sé að ræða en uppsögnin gæti hins vegar sent sterk pólitísk skilaboð um allan heim. Metnaður Íslands hljóti að vera að stuðla að betri heimi en ekki aðeins að sækjast eftir vegtyllum, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísraelar hafi ítrekað hundsað ályktanir öryggisráðsins og allsherjarþingsins og augljóst að meira þurfi til."

Hvað í andskotanum eru þeir að hugsa? Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa? Engin!!!!!!!!! Hvað eru Íslendingar að selja Ísrael Súrsaða Hrútspunga?

laugardagur, janúar 24, 2004

Ætli eiginkona Dan O'Bannon(skrifaði handritið fyrir Alien) hafi verið ófrísk þegar hann fékk þessa snilldar hugmynd á að sjá geimveru skjóta sig úr brjóstkassa hans John Hurts?

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Hey þeim sem finnst nýji fídusinn óþolandi látið mig vita.

laugardagur, janúar 17, 2004

Greinin sem hún Jóna Benný skrifaði í Eystrahorninu var fannst mér mjög góð en það er eitt sem hún gleymir. Eitt sem mjög margir virðast eiga erfitt með að skilja. Sérstaklega þeir sem kvarta yfir því að ekkert sé að gerast á Höfn. Þessir sömu sem kvarta yfir því að það er ekkert að gerast á Höfn eru líka þeir sem fara aldrei á samkomur. Hmmmm. Dæmi:


"TÓNLEIKAR Á FÖSTUDAGINN 13, ENGIN ÖNNUR EN HIN STÓRA MIKLA GLÆSILEGA BOTNLEÐJA" Margir unglingar fara EKKI á þessa tónleika og kvarta síðan daginn eftir laugardaginn 14 "Þa' ge'ist aldri neih' hénna á Höbn, þvílíku' lúse' bæ', komonn stráka' fáum okku' bjó'."

Þegar hún Ásta Margrét var í nemendaráði FAS þá reyndi hún eftir fremsta megni að hafa EITTHVAÐ. En alltaf alltaf mætu míkrófáir, og þessir sömu sem mættu ekki kvörtuðu yfir því að Nemendaráðið gerir ekkert. Hmmmm.

Þannig fólk. Til að eitthvað eigi að gerast á Höfn, þá verður fólk að taka þátt í því sem er að gerast. Og hættið að biðja Bæjarstjórnina um að gera eitthvað.
Jamm, ég fékk að finna fyrir einu í gær. Þegar við Sono ætluðum að fara að sofa þá vaknaði litla barnið og byrjaði að sparka af lífs og sál. Jesús Kræstur, þetta verður mjög sterkur krakki þegar hann losnar úr fangelsi/hótelinu sínu. Já mig hlakkar mikið til þegar þetta barn fæðist, kannski ég fái einhvern svefnfrið...................................................

föstudagur, janúar 16, 2004

Eitt finnst mér skrýtið. Af einhverjum ástæðum þá veit ég meira um sögu Bretlands en hinn Almenni Breti og ég veit meira um Pólitík en hinn almenni Breti. Ætti þetta ekki vera öfugt?
Flott Flott Flott síða Bush in 30 Seconds. Flottar og mjög vel gerðar auglýsingar.
Frábær frétt.
Ein allra besta síða sem ég veit um á Íslandi er hin stórmerkilega Skoðun.is. Þar fer hinn frábæri penni Sigurður Hólm alveg á kostum og hittir yfirleitt naglann þar sem hann á að vera.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Nú langar mig fá að vita eitt frá fólkinu sem styður Ríkisstjórnina á Íslandi.

Af hverju... af hverju er ríkisjóðurinn er rekinn með gróða, af hverju eru þeir alltaf að stunda niðurskurði? Af hverju geta þeir ekki notað þennan gróða til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almenna þjónustu? Íslendingar eru ekki að borga skatta til svo að þingmenn geta fengið launahækkun. Hvað þá til þess að Davíð Oddson fái feita ávísun eftir hann hættir sem Forsætisráðherra. Tökum dæmi: þessi frétt. Þetta er bara hreint og beint skelfilegt. Í staðinn að hjálpa þeim sem eru atvinnulausir þá ætla þeir að skera niður atvinnuleysisbæturnar! Nú á að reka starfsmenn í Landspítalanum útaf því þeir eru ekki með nægan pening!!! Hvar er ríkisstjórnin að græða?

Þanni ég spyr ykkur sem styðjið Ríkisstjórnina: Hvernig getið þið sagt að þessi ríkistjórn er sú allra besta sem Íslendingar geta fengið?

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Jæja tími fyrir úber heimspeki:

Matur er góður.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Higgs Boson
Higgs Boson -- You are crazy and wacky and nobody
really understands you. Theoretically your
humor gives the universe mass and existence,
but the explanation as to how this all works is
still in the works.


What kind of subatomic particle are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, janúar 12, 2004

Plötur sem ég mæli með:

BLAZE - Silicon Messiah

Bruce Dickinson - Chemical Wedding

Queensryche - Operation: Mindcrime
Jónas fyrst að númer 2000 skrifaði ekki í gestabókinna þá færð þú þau verðlaun að koma til Frábæra Bretlands( á þinna kostnað, hehehehehe). Það sem þú færð er últra matur að hætti Sono og míns. Ef þú getur skaltu koma í September og koma á Bjórhátíðinna sem verður hér í Ulverston. Er það ekki bara nokkuð gott?

sunnudagur, janúar 11, 2004

Linsú súpan hennar Sono er að mínu mati besta súpan í þessum heimi. Mmmmmmmmmm.
Vill gestur númer 2000 skrifa í gestabókinna. Plís.
Stórar fréttir á mbl.is og Ruv.is. Vá. Loksins er komið EITTHVAÐ.

laugardagur, janúar 10, 2004

pho
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.

"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."


Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.

As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

föstudagur, janúar 09, 2004

"The Suicide Rate Is Highest Among the Elderly"
Lausleg þýðing: "Sjálfsmorðstíðnin er hæst hjá öldruðum"

Kemur það einhverjum á óvart? Eða vilja allir halda áfram að blekkja sjálfan sig með því að segja "Nei amma dó náttúrlegum dauða"?
Hneyksli vikunnar. Það er ekkert talað um merkismanninn hann Ara "frænda" Hálfdanarson í Eystrahorninu?