fimmtudagur, júní 18, 2009

Var að horfa á nýju þættina eftir Steve Pemberton og Reece Shearsmith, snillingarnir sem skrifuðu The League of Gentlemen, sem voru snilldarþættir. Psychoville er svipað að því leiti að þetta eru Hrollvekju-Kómedíur. Og fyrstu tveir þættirnir voru frábærir, Dawn French fór sérstaklega vel með hlutverkið sitt Ljósmóðirinn Joy sem á dúkku sem hún kallar Freddie Fruitcake, hún stelur blóð fyrir dúkkunna sína til að gefa, ein senan var að hún stal blóð og setti í flösku og söng Wish You Upon A Star og setti svo blómberjasafa í staðinn fyrir blóðið(And none will be any wiser) og sagði svo "Then Freddie can have his medicine."

Þegar þessir þættir verða sýndir á Íslandi þá mæli ég hjartanlega með þeim.

fimmtudagur, júní 11, 2009

Ég elska tónlist. Það vita líklega flestir, en svo allir vita það ÉG ELSKA TÓNLIST. Ég er nokkuð stoltur af tónlistarsmekkinum mínum. Hef gaman af flestum tónlistarstefnum. Ég á það til að hlusta meira á þungarokkið en nokkuð annað, en það sem er líka í safninum mínu er til dæmis Lily Allen, The Streets, Stephane Grappelli, Miles Davis, Dave Brubeck, Deep Purple, Marillion, John Lee Hooker og svo framvegis og svo framvegis.

Keypti mér nú um daginn nýja MP3 spilara, af gerðinni Creative Zen Vision M sem ég kalla inZen. Creative MP3 spilararnir eru frábærir, mundi meira segja halda því fram að þeir eru betri en iPod-arnir. Ekkert iTunes rugl og þess háttar. Hljómgæðin eru æðisleg á þessari maskínu. Keypti bilaðan Zen frá eBay og keypti síðan nýjan harðan disk fyrir þetta tæki og núna virkar það bara djöfla vel. Er núna með næstum 8000 lög á spilaranum en á tölvunni sjálfri 14091 mp3 og wma skjöl. Ákvað að sleppa öllum uppistöndurum og tónleikum úr inZen.

Bara til að allir skilji þetta:
Ég ELSKA tónlist.

sunnudagur, júní 07, 2009

Hér eru nokkur skemmtileg húðflúr.

laugardagur, júní 06, 2009

Gærkveldið var frábært. Sá Blaze Bayley, loksins! Hitt manninn sjálfan, gítarleikarann og bassaleikarann. Það voru tvær aðrar hljómsveitir að spila Eliminator sem spiluðu svona byrjun 9 áratugs þungarokk a la AC/DC, Angel Witch og þess háttar, og Fury UK sem spiluðu Progressive Metal. Giggið var í The Yorkshire House sem er aðal þungarokkspöbbinn hér í Lancaster. Hljómgæðin voru svona La la, en virkuðu. Bassinn var aðeins og hátt stilltur og míkrafónninn var ekki nógu hár. Stundum virtist einsog Blaze var tala með helíum lungum.




Eliminator voru ágætir, ekkert sérstakt þar á ferð en soldið skondið að sjá gaura í spandex buxum og reyna að endurlifa fortíðinna. Þeir tóku tvö lög með Angel Witch sem var nokkuð gaman að hlusta á. Söngvarinn reyndi sitt besta að syngja í falsetto og herma eftir Bon Scott. Annars voru þeir andskoti þéttir og höfðu greinilega gaman af sinni eigin tónlist.



Fury UK, voru betri. Soldið mikið gítarrúnk, en ágætis lög. Reyndar hlustaði ég á nokkur lög með þeim á MySpace og mér leist ekki voðalega vel á þá, en þeir voru mun betri á sviðinu.



Blaze Bayley hinsvegar var frábær. Þeir spiliðu aðalega lög frá nýja diskinum The Man Who Would Not Die. Tóku tvö lög frá Silicon Messiah, tvö lög frá Tenth Dimension, engin lög frá Blood & Belief sem kom soldið á óvart bjóst við að hann mundi að minnsta kosti spila Alive og Hollow Head. Tóku líka 2 lög frá Virtual XI sem var mjög gaman að hlusta á. The Clansman og Futureal. Blaze Bayley sjálfur er frábær sviðsmaður og veit alveg hvernig á að fá alla til að syngja með og hafa gaman af. Svitin lak af honum og þó það var heldur hlýtt þá sá maður gufu hverfa af honum. Og maðurinn kann sko að syngja og lögin eru frábær. Eðal metall lög. Ekkert Prog eða svoleiðis bara hreinn og beinn metal.

mánudagur, júní 01, 2009

Húðflúrið er tilbúið, tók reyndar bara 4 tíma og 30 mínútur.
Mér líst vel á þetta.