fimmtudagur, september 16, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ein búð hér í bæ heitir Animal Welfare sem selur notað og nýtt og fer allur gróðinn í að bjarga og sjá um hunda og ketti. Þar var ein auglýsing með mynd af hundi sem var búið að binda niður og var búið að múlbinda hundinn með dós, og var talað um að á hverjum degi eru hundar etnir í Filippseyjum og vildu þetta félag bjarga þeim með því auðvitað flytja þau burt frá Filippseyjum og þess háttar. En það sem kom mér á óvart var það að þau hugsuðu ekki um fólkið sem er að næra sig á þessum hundum, ég sá aðra mynd af tveimur mönnum sem voru að fara með einn hund til að slátra og það fyrsta sem ég tók eftir var það að þessir menn áttu greinilega ekki efni á því að kaupa sér nauta-, lamba- eða svínakjöt. Mér fannst þetta soldill skandall, væri ekki gáfulegra að reyna ða hjálpa þeim sem eru að éta hundanna? Til dæmis gefa þeim pening svo þeir geti keypt gott kjöt, góð föt, kannski einn bjór og húsnæði?

Vá, er mig að dreyma eða er þetta satt?
"Russian anti-terror reforms may threaten democracy, warns Bush" og þetta kemur frá manninnum sem sagði "Það væri miklu auðveldara ef ég væri einræðisráðherra." Ókeiiiiiii.

Engin ummæli: