sunnudagur, febrúar 22, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Raunveruleikinn hjá hinum Breska meðalmanni er ferlega furðulegur. Það er búið að vera heldur kalt hér í Vatnahéraðinu á undanförnu og klæði ég núm mig alltaf vel upp. Og alltaf er ég spurður "Hva ertu ekki vanur þessum kulda, maðurinn sem kemur frá Íslandi?" Ja. Ég er nú ekki neitt voðalega vanur kuldanum. Ég verð nú alltaf að benda fólki á að:

1. Við búum ekki í íshúsum
2. Við borðum ekki Mörgæsakjöt(Það er hinum megin við miðbauginn)
3. Við förum ekki út að labba með ísbjarnagæludýrin okkar.

Oftast búast þau við því að ég geti nú bara labbað um nakinn, án þess að pungurinn breytist í sveskju. Já fólkið er heldur skrýtið hér í bæ. Ég verð nú reglulega að segja að ég er Homo Sapiens og ég kem frá landi sem heitir Íslandi ég er ekki Hinn ógurlegi snjómaður frá Tíbet.

Engin ummæli: