fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ætli maður verði nú ekki gefa betri skil á því sem hefur komið fyrir síðustu daga. Við skulum byrja á því að ég fékk e-mil frá Wanadoo(Mitt internetfyrirtæki) um það hvort ég gæti leiðrétt upplýsingarnar á því hvernig ég borga. Og ég neitaði útaf því ég var alltaf að fá e-mla sem sagði "Thank you, you've paid". Þannig ég hef ekki haft netið í næstum 2 vikur. Sem var bara ágætt.

Mamma, Pabbi, Ingibjörg og Alexandra komu síðan þann 4 Águst og var virkilega gaman að sjá þau öll sömul. En þessa nótt þurfti ég nú samt fara og vinna sem var svosem allt í lagi. En það var ferlega gaman þessa vikunna.

Ég og pabbi fórum síðan á pöbb sem kallast Bird-In-Hand til að spila nokkra billjardleiki og drekka kannski 2 bjóra, en sú áætlun endist nú ekki lengi.

7. Águst var nú stórdagur. Þennan dag giftumst við Sono og höfðum meir að segja 2 athafnir. Eina í ráðhúsinu og aðra í Hótelinu þar sem við héldum litla veislu. Sú í ráðhúsinu var til að fá pappírinn og í hótelinu þá fengum við eina vinkona, sem er Búddísk Nunna, til að gifta okkur með búddískri Athöfn.

Daginn eftir fórum við á smá gigg sem kallast The Gig in The Garden, þar sem nokkrar lókal hljómsveitir spiluðu og verð ég nú bara að segja að það eru helvíti margar góðar hljómsveitir hér en ein stóð þó uppúr og það var Sadie Hawkins Dance. Sem spilar svipaða tónlist og Guano Apes.

Síðan fóru mamma, pabbi, Ingibjörg og Alexandra til Kanada síðasta fimmtudag þar sem hann næstelsti bróðir minn, Hálfdan, er að fara að giftast þann 22.

Í gær var hún Kaitlyn viktuð og vó hún hvorki meira né minna en 7600 grömm(Blablabla merkúr) og heldur hún nú áfram að stækka.

Allt er núna frekar rólegt, í dag er minn síðasti frídagur.

Live long and Prosper

Engin ummæli: