Namu-Myoho-Renge-Kyo
Jæja. Það er nú ekki mikið búið að gerast að undanförnu. Einsog bróðir minn kæri hann Þórður þá hef ég aðalega verið að lesa. Og eigum við bræður sama vandamál að stríða. Við eigum það til að lesa ekki eina bók í einu heldur nokkrar bækur, sem er heldur ruglandi. En ég er að lesa einsog er:
The Eye of the world eftir Robert Jordan,
NVQ Level 2 in care eftir Yvonne Nolan,
Buddha: Biography eftir Karen Armstrong og
The Art of war.
Það sem ég ætla mér að lesa í náinni framtíð(þeas. næstu aldirnar) er
The Critique of Pure Reason eftir Immanuel Kant,
Great Dialouges of Plato,
Catching Cold eftir Pete Davies,
The shield of time eftir Poul Anderson,
The Jesus Mysteries eftir Timothy Freeke og Peter Gandy,
Beast eftir Peter Benchley,
What the Buddha taught eftir Walpola Rahula og
The Lotus Sutra.
Þetta er allt saman svona blanda af heimspeki, trú, sögu, vísindi og skáldsögur. Ólíkt Þórði þá les ég nú ekki mikið um pólitík. Þó mig langi nú andskoti mikið til að lesa The Communist Manifesto eftir Karl marx og Friedrich Engels.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hmmm, í dag eru nákvæmlega 48 daga þangað til Sono á að fæða en maður getur nú aldrei verið viss. Það leggst í mig nú mikill kvíði en mig hlakkar nú líka alveg helvíti mikið til.
Hún Sono var tekin í tali fyrir dagblaðið hér sem heitir The Evening Mail, það var nú ekki mikið bara spurning dagsins en samt nógu góð ástæða til að kaupa blaðið.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Og já ég er komin með frábæra lausn fyrir hjúkrunarheimili:
Þyngdarlaust herbeggi. Af hverju þyngdarlaust Nú ástæðan er sú þá mundi fólk aldrei fá legusár. Það er ekki hægt að fá legusár nema maður liggur á sömuhlið í langan langan tíma en ef maður sefur ekki á neinu hörðu heldur í lausu lofti þá er ekki hægt að fá legusár. Þannig með þessu herbeggi þá er ég búin að leysa legusárs vandamálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli