fimmtudagur, janúar 29, 2004

HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER AÐ RÍKISSTJÓRNINNI Á ÍSLANDI?

"Lífið hefur aldrei verið betra hérna á Íslandi þess vegna ætlum við að skera niður þjónustunna í Landspítalanum"

Jesús Kristur. Rosalega varð ég reiður þegar ég sá þessa frétt.

"Já hvað með það þótt þið séuð fjölfatlaðir? Við þurfum að spara pening, já við vitum að þið verðið að fá sjúkraþjálfun en okkur er svosem andskoti skít sama um hvað þið viljið, það sem skiptir máli er að VIÐ RÍKISSTJÓRNIN spörum pening, já við vitum það að við erum í stórum plús og erum að græða alltaf meira og meira en við þurfum samt að spara til að borga Dabba eftirlaunin sín!"

Og ekki er ríksistjórnin hér í Bretlandi betri. Tony Blair segir það sama og þeir á Íslandi "við erum að reka Ríkisjóðinn með hagnaði en þurfum samt að spara pening." Þeir hafa hækkað skattinn 68 sinnum síðan þeir náðu stjórn árið 1997 og halda áfram að hækka. Þeir eru með skatta allstaðar. Allir reikningar eru skattlagðir, það er svokallaður vegaskattur, bílaskattur, íbúðarskattur, hagnaðarskattur, eignarskattur, vaxtaskattur, þjóðlegan framlag og ég veit ekki hvað og hvað. Maður þarf að borga andskoti lágan innkomuskatt 22% en á það kemur allt hitt. Ef þú leigir íbúð þá þarftu að borga eignaskatt. OG þeir eru með þreppaðan eignarskatt meira að segja. Því dýrara hús sem þú býrð í því minni eignarskatt þarftu að borga! Ef þú ert með bankareikning þá þarftu að borga vaxtarskatt. Þú þarft að borga vegskatt ef bíllinn þinn er á götunni(Jafnvel þótt þú keyrir ekki bílnum). Þú þarft að borga bílskatt ef þú átt bíl. Þjóðlega framlagið(Best orðaði skatturinn semég veit um) borgar fyrir heilsukerfið og Lífeyrissjóðinn(Ekki bara þinn eigin). Já Bretland er svo sannarlega rekinn með hagnaði.

Engin ummæli: