mánudagur, janúar 26, 2009

sunnudagur, janúar 18, 2009

Er á leið til Þýskalands seinna í dag. Á eftir að vera gaman, mun kannski setja inn myndir þegar ég nenni, eða ég sett það bara á Fésbókar-prófílinn minn. Ég var nokkuð ánægður þegar ég sá þessa grein á eggin.is. Þetta er reyndar gömul grein, en hún er alveg jan mikilvæg núna og þegar hún var skrifuð.

En það sem var gaman við að sjá þessa grein birta aftur og svo skrifa þessi frekar löngu blogg, kveiktu aftur áhugann minn á því að skrifa. Þannig ég hef verið að setja nokkrar hugmyndir á blað. Og nú líður mér einsog eitthvert stórt flóð er á leiðinni!

Margt sem mig langar að skrifa um, vonandi klára ég mest af því.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Finnst alltaf gaman að lesa tauðið hjá honum Þórði. Bæði það versta og það besta við skrifin hans er það að hann hittir naglan mjög oft á höfuðið og er andskoti skondinn með. Var að lesa kannabis greininna hans. Þetta er eitthvað sem hann hefur skrifað um oft, og ég virði hann mjög mikið fyrir það. Og í síðasta þvaðri hans þá verð ég að segja að ég er 100% sammála honum.

Það versta sem maður kemst í þegar maður er að reyna að rökræði um Kannabis(og um næstum hvert einasta fíkniefni sem er til) er þegar maður er að tala við persónu sem er annaðhvort í hópi A eða hópi B. Einn trúir því að það er ekkert að því og hinn trúir að það ætti að skjóta alla hasshausa. Persónulega er ég í báðum hópum. Það er ekkert að þessu svo lengu sem maður notar þetta í hófi, einsog vínandi.

Fyrsta skipti sem ég prófaði hass(þaes, af alvöru) var þegar ég var svona 20 ára. En það sem ég gerði sem ég held að hafi gert gæfumuninn var að lesa um það fyrst, ein bókin sem ég las var Cannabis Culture: A Journey Through Disputed Territory eftir Patrick Matthews. Líklega óhlutrægasta bók sem ég hef lesið um þetta málefni. En aðal munurinn er sá að ég fæ mér að reykja kannski 2-3 á ári.

En hér kemur hinn punkturinn, ég hef unnið á geðsjúkrahúsi í svona sirka yfir 2 ár. Þá er það sem ég hef tekið eftir er að fíkniefni hafa MJÖG alvarleg áhrif. En þá er ég að tala fólk sem hefur notað MÖRG fíkniefni og OFT líka. Þá er ég ekki að tala um að þau notuð Fíkniefni A eina vikuna og Fíkniefni B þá næstu, eða einn daginn og svo næsta. Heldur fólk sem hefur notað Fíkniefni A, B og C sama daga, meira að segja sama klukkutíma og svo sullað onní sig einn líter af Vodka og byrja svo heyra raddir í kringum sig eða spegillinn er að tala við sig. ÞÁ er það stór hættulegt.

Ég hef séð um fíkniefnaneytendur, EN ég á líka vini sem nota fíkniefni. Svo lengi sem þau eru ekki að reyna pota þessu að mér þá er mér nett sama hvort þau noti það eður ei, oftast nær. Einn vinur minn þjáist af geðhvörfum, og hann hefur notað lyf sem læknirinn gaf honum sem kallast Lithium(sama efni og er notað í endurhlaðanleg batterý). Og honum líkað bara hreynt ekki við það. Þannig í staðinn notar hann hass, og er hann einhver andskotans hippi sem situr í sófa sínum og dagdreymir alla daga allann daginn? Nei hann er með vinnu, hann á barn og er með tiltölega venjulegt líf. Notar hann það á hverjum einasta degi? Nei, aðra hverja viku eða svo. Stundum oftar stundum sjaldnar. Ég man nú eftir að það voru gerðar einhverja rannsóknir hér í Bretlandi um kannabis einsog þessi, og þessi, og svo þessi. En vandamálið við þessar greinar er það að þær eru allar byggðar á rannsóknum á fólki sem notaði Kannabis á hverjum degi OG notuðu önnur fíkniefni. Ef þú reykir á hverjum degi í einhver ár þá áttu í hættu við að fá krabbamein, asma og allskonar kvilla! Síðan á sömu síðu er hægt að lesa þessa og þessa grein. Og já ég elska að lesa The Independent. Já það er plebbablað, en það er gott plebbablað.

Veit nú ekki hvað meira ég get skrifað. Hvort einhver getur skilað þvælunna er líka annað mál, en mér er skítsama, ég vildi bara fá að skrifa eitthvað langt og mikið og mér hefur tekist það núna.
Innlegg númer 500!!!!

Jey!!! Húrra!!! Hef bloggað síðan Ágúst 2002. Gæti haft rangt fyrir mér en ég held að ég hafi verið sá fyrsti þarna á Hornafirðinum.

Kom eitt nokkuð merkilegt fyrir í dag. Ég var nýbúinn að sækja þá stuttu frá einni vinkonu minni, og þegar við vorum að labba heim þá var þessi djöfla-flotta kvensa labbandi fyrir framan okkur sem snúði sér við og sagði "Afsakið, sagðir þú 'Hafðu engar áhyggjur'?"!!! Annar Íslendingur hér í Lancaster! Og svo spurði hún(!) "So do you speak Icelandic?" og ég sagði nú að ég hafi talað það tungumál í næstum 25 ár, ekki alltaf vel kannski en það er nú allt annar handleggur.

Á Eggin.is mun birtast grein eftir mig. Þetta er reyndar soldil gömul grein, en alveg jafn mikilvæg núna og hún var þá.

En það er nú eitthvað sem ég hef ekki gert nóg, skrifa það er að segja. Einhver vegin hefur áhuginn ekki verið þar, svona einsog að kyrja... Ég vil byrja aftur en finn bara ekki áhugann til þess að gera það. Stundum koma, svona, ahhh, jah, stundir yfir mig... en yfirleitt á þeim tímum sem ég er ekki með skriffæri og blað!

En stundum er líka gott að skrifa um ritstíflu.

Er á leið til Þýskalands næsta Sunnudag, Kassel nánar tiltekið. Ætti að vera gaman.

mánudagur, janúar 05, 2009

Eggin.is

Stórmerkilegt fyrirbæri, góðar greinar og þess háttar. Tók mig soldin tíma að fatta að hann frændi minn var að skrifa flestar greinarnar þarna. Og eftir soldin tíma þá fékk ég skilaboð frá honum á Fésbók, þar sem hann bað mig um að hjálpa til með á eggin.is, og nú eru líklega liðnir 2 mánuðir síðan og ég hef ekki gert neitt. Af hverju? Jah, ég bara veit það ekki. Getur verið leti, getur verið hvað sem er. Aðalega þó er það útaf því að ég skil varla í Joomla kerfið sem þeir nota.

En ég ákvað að halda áfram, í gær þá fann ég þessa andskoti skondna frétt, og ætlaði ég að þýða það yfir á íslensku. En... ég varð bara kjaftstopp. Ég gat ekki þýtt það frá enskunni yfir í íslenskunna! Ég kann núna enskunna svo miklu betur en íslenskunna að það er fáránlegt. Fékk næstum tár í augun. En þetta er eitthvað sem hefur bjátað á mikið síðan ég flutti hingað til Bretalands. Sem líklega þeir sem lesa þessa síðu reglulega(Hverjir eru þið?) taka eftir.

Oftar en ekki, þegar ég reyni að segja/skrifa eitthvað á íslensku þá kemst það aldrei út. Ég veit hvað ég vil segja/skrifa, en oftast þá hugsa ég á ensku... mig dreymir meira að segja á ensku! Þetta er ferlega óþægilegt og nokkuð hræðandi fyrir mig. Ég vil ekki gleyma mínu tungumáli, ég elska tungumálið mitt og ég sakna þess svo ótrúlega andskoti mikið að búa á Íslandi.

Það vantar fleiri Íslendinga hér í Lancaster.

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt ár gott fólk.

Fyrsta innlegg þessa árs.