fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Þrjár mjög áhugaverðar greinar sem mér finnst mjög áhugaverðar.

Hemp-Myth, Food Myths og Bipolar Disorder.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Við feðginin fórum aðeins út að labba í dag og fórum við til Williamson Park sem er gullfallegur staður. Sáum við meðal annars Bláþyrill(Fyrirgefðu Bjössi en ég náði ekki að taka mynd) og fórum við í Fiðrildahúsið sem er þar og smádýrasafnið. Þetta var andskoti góður dagur á má sjá myndirnar hérna.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist.

Ja mér hundleiðist. Ég hef verið í fríi síðan síðasta laugardag og Kaitlyn hefur verið með mömmu sinni útaf því að það er frí í skólanum þessa vikuna. Mér hefur leiðst svop mikið að ég byrjaði að taka til í húsinu, skúra, sópa, ryksuga og henda rusl í, öööhhh, ruslið, strauja fötin(nei ekki sokkanna) og svo framvegis.

Jeddúddamía, hvað mér LEIÐIST!!!!!

Hef reyndar farið út soldið meira en venjulega til að dreypa á bjór, hef verið að prófa öll þessi ótrulegu bjór sem er á boði hérna í Bretlandi, sum furðuleg, önnur ógeðsleg en þó nokkur andskoti góð.

"Á ég að velgja bjórinn þinn?"

En nú mun leiðindi hverfa útaf því að hún Kaitlyn Björg er að koma heim! Vúhú.

Annað í fréttum, ég keypti albúm með tónlistarkonu sem kallar sig Baby Dee og heitir diskurinn Safe Inside The Day. Fyrir þá sem hafa gaman af djassi, blús, baroque tonlist og Tom Waits ættu að kaupa þann disk.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Tölvan loksins komin í lag, og ég sá þetta.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Jæja ætla að uppfæra tölvunna.... einu sinni enn.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Já konur eru sko furðulegar, eða allavega það sem þau tala um er furðulegt, ég hef lengi velt því fyrir mér hvort þau tali um Megrun og hversu tíðar tíðingar þeirra eru, eða er það bara útaf því ég er þarna?

Og af hverju er alltaf svona erfitt að tala við konur sem maður er hrifin af? Á alltaf erfitt með það, sheesh.

Konur... ég yrði rosalega þakklátur ef einhver ykkar getur gefið mér ráð.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Ætla mér nú að byrja að skemmta mér með músík og ætla kaupa þetta:
Eðal Hljóðnema,
PA kerfi,
og Yamaha trommutölvu.

Þetta ætti að vera gaman, húkka þessu við tölvunna og byrja að skemmta sjálfum mér!

E.S.
Til Hamingju Guðrún og Tjörvi fyrir stelpunna, svo virðist sem flestir úr mínum árgangi eru að punga þessu út.