Namu-Myoho-Renge-Kyo
Þetta var í matinn í dag,
Túnfiksur steiktur í Extra Virgin ólifolíu með lauk og hvítlauk, Salat með jöklasalat, radísur, epli og agúrku, gufusoðið Yam(Sweet potato), gufusoðið Butternut Squash(Ef einhver veit íslenska nafnið viljið þið segja mér) og pasta. Og verð ég nú bara að segja að þetta var frábært. Aldrei áður hafði ég nú etið Túnfisk steik hvað þá eldað það. En afskaplega ljúffengt.
----------------------------
Annars er ekki neitt nýtt að frétta nema það að sú litla er fer alltaf stækandi og býst ég nú bara við því að hún verði jafn stór og Svavar bróðir.
------------------------------------------
Þessi frétt finnst mér nú bara frábær:
"Bandarískir hermenn njóta ekki friðhelgi
Bandaríkin hafa gefist upp á að fá hermenn sína náðaða hjá hinum nýja alþjóðadómstóli, kemur fram á vefsíðu BBC. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði þegar varað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna við að breyta viðmiðum sínum, meðal annars vegna þeirra atburða sem komið hafa fram í dagsljósið um misþyrmingar fangavarða á föngum í Írak..."
Nú langar mig að fá að vita. Af hverju eiga Bandarískir hermenn skilið að njóta friðhelgis en ekki t.d. Íraskir hermenn?
------------------------------------------------------------------
"Stóri hvellur varð í algjörri þögn
NASA
Mynd, sem tekin var úr Hubble-sjónaukanum langt út í alheiminn og sýnir um 10.000 stjörnuþokur eða vetrarbrautir. Hljóðin þarna úti ku ekki vera neitt sérstök.
Stjörnufræðingar við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum hafa greint svokallaða bakgrunnsgeislun, sem varð til 400.000 árum eftir Stóra hvell. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamannanna varð alheimurinn ekki til við mikinn og háværan hvell heldur var um að ræða lágt hvísl sem breyttist í daufan gný. Gárur í geisluninni eru eins og hljóðbylgjur sem berast um alheiminn, segir Mark Whittle, sem fer fyrir stjörnufræðingunum. Á fyrstu milljón árum alheimsins breyttist „geimtónlistin“ úr dúr í moll. ".... HA?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli