sunnudagur, apríl 25, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Alveg finnst mér fólk ótrúlegt á Íslandi. Þá er ég nú aðalega að tala um þessa gauka sem halda að Einkavæðing leysir allan fjandann. Einsog þessi gaukur á Huga.is sem heldur því fram að:
"...samkeppni í heilbrigðiskerfinu sem gæti stuðlað að lægri kosnaði..."
AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA. Hvaðan fær þessi gaukur þá speki? Bandaríkjunum? Hlýtur að vera, það eina sem hún gleymir er að BNA er líklega með versta heilbrigðiskerfi OG það dýrasta sem gerist í þessum heimi. Hér á Bretlandi eru td hjúkrunarheimilin alveg hræðileg. Samkvæmt Kapítalistum þá eiga þeir sem vinna fyrir einkavæddum fyrirtækjum fá hærri laun en þeir sem vinna fyrir ríkinu!!!!!!!! Ég fæ 650 krónu á tímann en einstaklingur sem vinnur á Hjúkrunarheimili sem er rekið af ríkinu fær 845 krónur. Það er soldill munur ekki satt? Ég held að þessi Abigel hjá Huga.is ætti að hugsa sig nú betur um. Einn annar punktur sem hún kemr með þá er það Framsóknarflokkinum að kenna hvað það er ömurlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Hmmmm. Þetta er greinilega einstaklingur sem vill gleyma Öryrkjaskandalinum...

Bara til að leggja áherslu á þetta aftur:
EINKAVÆÐING ER EKKI SVARIÐ.

Engin ummæli: