laugardagur, nóvember 29, 2008

Hef verið að skemmta mér við að versla og hef keypt á síðustu dögum eftirfarandi gripi:
Das Experiment
og útaf þessari mynd hef ég fjárfest í The Lucifer Effect eftir Philip Zimbardo sem fjallar um tilraun sem hann sá um sem gekk undir nafninu The Stanford Prison Experiment, sem var rosalega tilraun í að sjá hvernig fólk mundi bregðast við að vera í bæði fangar og fangelsisverðir, tilraunin átti að vera í 14 daga en var svo stöðvuð eftir 6 daga útaf grimmdarverkum og þess háttar. Og líka Obedience to Authority eftir Stanley Milgram sem fjallar um tilraun sem hann gerði sem kallast The Milgram Experiment sem var önnur frekar rosaleg tilraun.

Svo hef ég keypt The Downfall sem fjallar um síðustu daga Hitlers í stjórn. Mér hefur langað að sjá þessa mynd í soldið langan tíma og það sem mér fannst alltaf frekar sorglegt að lesa var þegar fólk var að gagnrýna þessa mynd útaf því að Hitler virðist mannlegur í henni! Já hann virðist mannlegur útaf því að hann var maður! Sjitt, hannn hafði tilfinningar, hann átti foreldra, hann átti kærustu og þess háttar. Ég veit að hann var hræðilegur maður en það var hann Stalín líka og til þess að stöðva einn fjöldamorðingja þá þurfti Bandalagsmennirnir(Churchill og Roosevelt) að fá annan fjöldamorðingja til aðstoðar, ekki ósvipað og Clarice þurfti á Dr. Lecter.

Svo hef ég keypt Rakoth - Planshift, Eternal Defomrity - Frozen Circus og Negura Bunget - OM. Rakoth er Folk-Metal hljómsveit frá Rússlandi og hef ég haft gaman af þeim síðan ég hlustaði á plötunna þeirra Jabberworks með einum félaga mínum, rosalega skemmtileg tónlist þarna á ferð. Eternal Defomrity eru frá Pólandi og spila þeir það sem kallast Avant Garde Metal, og þessi plata Frozen Circus er andskoti djöfullalega góð, með eitt Depeche Mode kover sem þeir gera rosalega vel. Negura Bunget eru kannski erfiðasta bandið hérna frá Rúmeníu, spila þeir Svörtumetal í sínu eigin tungumáli, það er ekki oft sungið og þegar það er sungið þá er það meira fyrir áhrifinn. Og er OM líklega ein besta svörtumetal plata sem hefur verið gefin út.

Og síðast en ekki síst þá hef ég keypt þetta meistaraverk:



Jíhaaaaa. Ég get ekki beðið eftir að horfa á þessi meistaverk!

föstudagur, nóvember 21, 2008

Var að uppfæra MP3 safnið mitt og er ég núna með 11128 MP3 skjöl, sjjhhhittt. Ef ég reikna með að hvert lag er u.þ.b. 4 mínútur(Þó ég hlusti meira á Epik progrssive tónlist) þá er ég með 44512 mínútur af tónlist. 741,86 klukkutímar, þannig ef ég hlusta á allt saman 8 klukkutíma á dag þá ætti það bara taka mig u.þ.b. 93 daga til að hlusta á þetta safn...























Sjáumst á næsta ári.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Og svo má bæta við Íslenskan lakkrís og mikið af því og svo auðvitað þennan Überflotta frakka. Helst í þessum smáatriðum:
Size 40/38
Colour: Black all one solid colour
Cuff Length Cape
Wool Lining
Sew on buttons

Mmmmmmmmmmmm.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Það er búið að vera gaman hér síðustu dagana, konan kom aftur frá Þýskalandi og erum við búin að skemmta okkur vel. Hef ekki séð konuna síðan í Águst, það er soldið takmarkað hvað hægri handleggurinn getur reynt á sig.

Fórum á djammið á föstudaginn(Gvuð hvað ég hata næturklúbba) og var soldið spes að fylgjast með öðrum gæjum að reyna við kærustuna. Spes reynsla, soldið óþægileg, en ég skildi þá alveg, hún var FLOTT.

Við fórum svo í bíó á Laugardaginn og horfðum á Quantom of Solace sem var bara nokkuð góð fyrir utan helvítis titillagið.

Það sem hefur komið best úr því síðan hún Ve kom hingað var hvað henni Kaitlyn þykir mikið vænt um hana og sagði tí og æ hvað hún elskaði Ve mikið og þótti gaman að hafa hana hér, svo mikið að hún Kaitlyn Björg þurfti ekki á mér að halda lengur!


En hún er svo að fara aftur til Þýskalands á morgun og mun ég líklega ekki sjá hana aftur fyrr en á næsta ári...

Mér líkar ekki vel við það
----



----
Mig hlakkar nú ekki mikið til um Jólin þar sem ég mun húka hérna einn heima, enginn fjölskylda, dóttirin hjá mömmu sinni um jólin, kærastan á Þýskalandi, restinn af fjölskyldunni annaðhvort á Íslandi eða í Kanada.

En Jólaóskalistinn minn er svo:

Trommuheili


Creative Zen Vision helst 60 gb.

ÞETTA hjól

Privileged Ape
eftir Jack Cohen.

Flugmiðar til Íslands


og svo auðvitað Kaffi, harðfiskur, íslenskar bækur og líklega margt margt fleira

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Ég vona, ég vona, ég vona að Cynthia McKinney muni vinna forsetakosningarnar í BNA.