sunnudagur, desember 27, 2009

Tón-listi ársins:

1. Diablo Swing Orchestra - Sing Along Songs for the Damned & Delirious

Skemmtilegt Swing Metal hér á ferð. Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Hún er rosaleg. Það er soldið af Tool þarna, Django Reinhardt, Primus og fleirum hljómsveitum.

2. Thy Catafalque - Roka Hasa Radio

Ungversk þungarokk, allt saman sungið á Ungversku. Líklega frumlegasta platan á þessum lista. Eitt lagið er hvorki meira né minna 20 mínútur



3. Ghost Brigade - Isolation Songs

Niðudrepandi þungarokk. Frá Finnlandi, gaman að herya í svona hljómsveit þaðan. Sérstaklega þegar maður hefur aldrei heyrt neitt annað en Nightwish og önnu hundleiðinleg Power Metal hljómseitir.

4. Damned Spirits Dance - Weird Constellations

önnur hljómsveit frá Ungverjalandi, hræðilegt nafn á bæði hljómsveit og plötu. Og koverið er gubbandi lélegt, en tónlistin er frábær.

5. Devin Townsend - Addicted

6. Devin Townsend - Ki
Maðurinn er snillingur.

7. Skyclad - In the... All Together

8. Antony & The Johnsons - The Crying Light

9. No Made Sense - The Epillanic Choragi
Þeir taka Bal-Sagoth algjörlega í rassinn

10. Lily Allen - It's not me, it's you.

miðvikudagur, desember 16, 2009

Gengur vel hérna. Ég var í ferlega góðu skapi í gær. Byrjaði í verklegu námi í September, Umönnunarfræði þriðja stig, og hef ég núna klárað 4 áfanga í því og á bara eftir 4. Og það lítur út fyrir að ég muni klára þetta í Janúar! Þetta átti að taka heilta ár, en er bara búið að vera 4 mánuðir.

En hey nú er jólin að nálgast og græðgi manna stígur á vitið þannig hér er lítill óskalisti frá mér:

Þetta æðislega málverk væri gaman að fá.



Það væri ekki slæmt að fá þennan míkrafón heldur.


Hvað þá þetta albúm.


Og svo auðvitað Yamaha DD-65

Og svo síðast en ekki síst þessi frakki, allur í svörtu með Cuff-length cape og öðru dúdderíi.

Býst nú ekki við því að fá eitthvað að þessu en mig má dreyma.