Namu-Myoho-Renge-Kyo
Uppáhaldsbúðin mín hér í Ulverston er Oxfam sem er Notað og Nýtt búð og fer allur gróðin í einhverja góðgerðastarfsemi. Í þessari búð kaupi ég allar mínar bækur, og það er alveg ótrúlegt hvað maður getur fundið þarna, en það er ekki bar selt bækur heldur líka, video, DVD, geilsadiska, föt og ýmsa hluti, en ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá geisladisk sem mig hefur dreymt um að eiga og hef aldrei fundið áður fyrr en nú, en þessi diskur heitir Skunkworks með Bruce Dickinson. Loksins loksins loksins, og kostaði hann nú bara 3.99 pund. Núna á ég alla diskanna sem hann Brúsi gamli hefur gefið út!!!!!!
Á Föstudaginn fórum við Sono til Lancaster sem er háskólaborg og er alltaf gaman að fara þangað. Fórum við þangað bara til að fara í búðarráp. Ein búð sem ég skoða alltaf er HMV og þar fann ég einn annan disk sem mig hefur langað í í soldin tíma og heitir hann Blood & Belief með BLAZE sem er fyrrum Iron Maiden söngvari og er það annar góður diskur og má sjá gagnrýni mína hérna.
Jæja þetta er svosem allt sem hefur komið fyrir mig, nema kannski það að ég er að lesa 6 bækur einsog er... ekki veit ég hvað er að mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli