laugardagur, nóvember 20, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Gærkveldið(19.11.04) var helvíti skemmtilegt, ég og Sono ákváðum að bjóða fyrrum nágranna(Kevin og Rachel) okkar í mat. Og eldaði margt og mikið einsog Stir-fry sem innihélt Tofu, Kínakál, Rauðlauk og Babycorn, Hýðishrísgrjón, Salat(Gúrkur, jöklasalat, radísur og gulrætur) með hnetusteik(Cashew nut roast, ef einhver er með betri þýðingu). Kev og Rachel komu reyndar soldið seint en skiptir nú ekki máli og komu þau með tvær flöskur af víni, eina flösku af rauðu og eina af hvítu, sem við kláruðum með matnum og eftir matinn og þá tók ég út Rósavínið og kláruðum þá flösku á þegar Simpsons var sýndur á Skjá Lúsifers.

Já þetta var mjög vel heppnað og mjög skemmtilegt kvöld.

Engin ummæli: