mánudagur, febrúar 02, 2004

Vá þetta lýst mér mjög vel á:

"Reiðmennska,ný námsgrein sem kennd verður í FAS

2.2.2004

Reiðmennska er ný námsgrein sem kennd verður í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í mars og apríl n.k. Náminu er skipt niður í fimm stig og verða þrjú fyrstu stigin tekin fyrir í vetur. Kennari er Hanní Heiler og er kennsla bæði bókleg og verkleg. Þetta nám er á vegum Menntamálaráðuneytisins og á að koma inn í alla grunn- og framhaldsskóla í landinu og er þetta annar skólinn sem býður upp á þessa kennslu segir Hanní. Þeir sem fara í þetta nám geta fengið viðurkenndar einingar í framhaldsskólanum og fimm stigin veita réttindi inn í hestabraut Hólaskóla. Hægt er að taka bóklega hluta námsins í fjarnámi.

Kennsla í fyrsta stigi reiðmennskunnar eru 18 klst. í öðru og þriðja stigi 30 klst. í hvoru
Verklega námið fer líklega fram inn á hestavelli við Fornustekka eða í Dynjanda heima hjá Hanní.
Námið er ekki endilega bara bundið við skólann því líkur eru á að boðið verði upp á 1. stigið í sambandi við reiðnámskeiðin sem eru utan skólans t.d. fyrir þá krakkar sem hafa komið nokkrum sinnum á reiðnámskeið segir Hanní, þeir gætu þá tekið próf og fengið merki og vottorð um þátttökuna.
Hanní er að verða tilbúin með góða aðstöðu fyrir reiðkennslu á Dynjanda og mun hún verða með margskonar námskeið sem sniðin verða upp á að sem flestir geti notfært sér þau ekki síst konur, og að kennslutímar yrðu eftir því hvað hentað hverjum."

Tekið frá Hornafjordur.is

Engin ummæli: