föstudagur, nóvember 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já þið verðið að fyrirgefa mér fyrir að ekki fannála hér upp á síðkastið. Ég skuldaði víst Wanadoo u.þ.b. 100 pund, sem er talsvert mikið hérna á Bretlandindu, en þegar ég borgaði þeim þennan pening þá bjóst ég nú við að geta notað netið aftur, en nei. Af einhverjum ástæðum þá fékk ég skilaboð unm að mitt notendanafn og/eða lykilorð var ekki til á þeirra netsvæði. En jæja það skiptir svo sem ekki máli núna, er komið með netið aftur og ætla að fagna því með því að drekka smá rósarvín og Budvar bjór.

Það sem er nú helst að frétta er það að ég er búin með mitt fyrsta ár í námi NVQ level 2(National Vocational Qualification) í umönnun. Og er ég nú bara mjög ánægður með það. Get mjög líklega farið í háskólann og lært hjúkrun á næsta ári.

Kailtyn tók þátt í tískusýningu á miðvikudaginn var og gekk það nú bara vel ef vídeóklippann hans Davids(Tengdó) er eitthvað til að fara eftir. Og er hún Kaitlyn litla loksins byrjuð að borða. Hrísgrjón og gufusoðið grænmeti.

Yasser Arafat - var hann myrtur?

Var að lesa bloggið hennar Imbu þar sem hún skrifar um Þjóðernissinna, mig langar bara að benda á fólki á það að vera þjóðernsinni er ekki það sama og að vera rasisti, rasistar nota þenna titil bara til að sýna hversu gáfaðir og menntaðir(helvítis sjómenn) þeir eru. Að elska landið sitt þýðir ekki ða maður eigi að hata alla sem eru aðeins brúnari(eða gulari) en maður sjálfur sem þýðir nú einfladlega það að að Stjáni frændi ætti nú að hata að horfa á spegillinn...

En ég segji nú bara einsog hinn heimsfrægi heimspekingur:
Duckman: It's times like this that I wish I had a penis.

Engin ummæli: