fimmtudagur, janúar 15, 2004

Nú langar mig fá að vita eitt frá fólkinu sem styður Ríkisstjórnina á Íslandi.

Af hverju... af hverju er ríkisjóðurinn er rekinn með gróða, af hverju eru þeir alltaf að stunda niðurskurði? Af hverju geta þeir ekki notað þennan gróða til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almenna þjónustu? Íslendingar eru ekki að borga skatta til svo að þingmenn geta fengið launahækkun. Hvað þá til þess að Davíð Oddson fái feita ávísun eftir hann hættir sem Forsætisráðherra. Tökum dæmi: þessi frétt. Þetta er bara hreint og beint skelfilegt. Í staðinn að hjálpa þeim sem eru atvinnulausir þá ætla þeir að skera niður atvinnuleysisbæturnar! Nú á að reka starfsmenn í Landspítalanum útaf því þeir eru ekki með nægan pening!!! Hvar er ríkisstjórnin að græða?

Þanni ég spyr ykkur sem styðjið Ríkisstjórnina: Hvernig getið þið sagt að þessi ríkistjórn er sú allra besta sem Íslendingar geta fengið?

Engin ummæli: