Namu-Myoho-Renge-Kyo
jæja. Á morgun er Valentínusardagur. En gaman ekki satt? Ja, ekki skil ég nú Valentínusardaginn. Af hverju þurfum við svona einn sér dag til að minna okkur á að vera góð við náungan eða þá heitelskuðu. Í ár eru 366 daga. Semsagt við höfum 366/365 daga til að vera góð við hvort annað. Ég bara spyr aftur. Til Hvers hafa svona einn sérdag til að minna okkur á að við eigum að vera góð við hvort annað? En nóg um það. Hér er ágætis uppskrift sem ég bjó til í dag.
Það sem þið þurfið er þetta.
1 pakki af Tofu
2 stykki af kúrbít/dvergbít
125 g af baunaspírum
250 g af spínat
eina dós af bambus
100 g af smámaís(Babycorn)
1 rauðlauk
1 hvítlauksrif
2.5 cm af engifersrót
Sójasósu
ólífuolía
Byrjið á því að taka Tofu-ið úr pakkanum og vefjið því með viskustykki til að þerra það. Skerið kúrbítinn í litla meðalþunna þríhyrninga, skerið rauðlaukinn eins smátt og þið getið, skerið tofu-ið í smákubba og gleymið ekki að hreinsa þetta allt saman undir vatni. Hitið ólífuolíu í Wok-pönnu og setið laukinn fyrst í pönnunna og brúnið hann. Setjið síðan öll hráefninu í pönnunna og hrærið soldið til, eftir u.þ.b. 5 mínútur setjið kramdan hvítlauk í og haldið áfram að hæra. Ristið engofersrótina yfir matnum. Hrærið áfram. Að' lokum skulið þið hella soldið af sojasósu yfir þetta allt saman hrærið í 1 mínútu í viðbót og berið fram á borðið.
Best er að éta þennan mat með Kjúklingabaunum og hýðishrísgrjónum. Og Paul Mason rósarvín með.
Verðið ykkur að góðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli