mánudagur, september 06, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ég hef mjög gaman af tónlist og hef ég verið að hlusta á hljómsveit sem heitir Marillion síðastliðnu daga, sem er mjög áhugaverð Bresk Prog-rokk hljómsveit. Ég hef verið að hlusta á plötu þeirra sem heita Anoraknophobia, Afraid of Sunlight og Marillion.com og get ég nú sagt að þetta eru nú allt mjög góðar plötur. Léttar, soldið poppuð, soldið rokkuð og fellur allt vel í eyrun, það eina sem er hægt er að kalla vandamál með þessa hljómsveit er það að þeir eiga erfitt með að hætta að spila eftir sirka 8 mínútur en þeir gera það bara svo andskoti vel.

Ef maður vill slappa vel af er gott að setja
Anoraknophobia og This Strange Engine.

En Marillion er ekki eina hljósmveitinn sem ég hef verið að hlusta á önnur er Uriah Heep sem er ein af þessum eldgömlu risaeðlu-rokk hljómsveitum sem spiluðu alveg hrosalega skemmtilegt sýrurokk, ef þið viljið endilega fá að vita hvernig tónlist þeir spiluðu náið þá í lögin Look at Yourself, July Morning og Gypsy.

Og svo er það TooL sem er nú heldur skrýtið fyribrigði. Byrjaði nú að hlusta á þá þegar ég var að lesa um Bill Hicks á Wikipedia(Sem er algjör snilldarsíða - fuc*k Encarta og Webster) og þar var talað um hvað TooL, þá sérstaklega söngvarinn Maynard James Keenan, eru miklir aðdáendur og skrifuðu 2 lög sem voru byggð á "heimspeki" hans Bill Hicks, en þessi lög heita The Third Eye og Ænema frá plötunni Ænema.

Það eru ekki til orð til að lýsa tónlist TooL það eina sem ég get sagt er að kaupa diskanna og hlusta á þá, annað hvort elskarðu þá eða ekki.


Live Long and Prosper

Engin ummæli: