sunnudagur, mars 27, 2005

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Mér finnst gaman að lesa bækur og ég les mikið af þeim(Þó ég verð nú að játa að ég verða að lesa fleiri íslenskar bækur), og ein af mínum uppáhalds bókaseríum er Jarðsæ serían eftir Ursula K. Le Guin. Og varð ég nú mjög glaður þegar ég sá að eitthvert kvikmyndafyrirtæki var að búa til mynd byggð á þessari seríu með Danny Glover og Isabella Rossellini. Og í kvöld var þessi (sjónvarps)mynd sýnd á Channel 4...

...Og eftir 11 mínútur byrjaði ég nú að óska þess að þeir sem skrifuðu handritið hefðu lesið bækurnar en ekki bara lesið hvða stóð á aftan þeim!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er vissum að það hefði ekki verið erfitt að breytta þessari seríu í góðar myndir ef ÞEIR SEM SKRIFUÐU HANDRITIÐ HEFÐU LESIÐ HELVÍTS BÓKINNA!!!!!!!!!!!!!!! ARRRGGHHHHHHHHH!!!!!!!!

Nú er bar aað bíða og sjá hvernig The Da Vinci Code á eftir að koma út...

P.S.
Gleðilega Páska

fimmtudagur, mars 24, 2005

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Mamma, hún á afmæli í dag.
Hún er 25 ára í dag hún er 25 ára í dag hún er 25 ára hún Mamma hún er 25 ára í dag.

Já hún Mamma er sko merkileg kona hún hefur verið 25 ára síðan 1974 og svo virðist sem að það verður enginn breyting á því þetta árið.

Til hamingju með afmælið Mamma
Kossar og ástarkveðjur frá öllum hér á 8 Upper Brook Street.

fimmtudagur, mars 17, 2005


Þetta eru góðar fréttir
"...Bruce Dickinson's sixth studio album has now been mixed..." "...it will be named 'Tyranny of Souls' and will be released on May 23, 2005. The european release date is confirmed by the Spanish distribution company. It remains unknown if the rest of the world will get a simultaneous release." "...Bruce Dickinson's sixth studio album has now been mixed." VÍÍÍÍÍÍÍÍÍ I'm so happy:



Frábært. Ég hef beðið eftir plötu frá hoinum síðan hann gaf út Best-Of safnið sem innihélt 2 diska og diskur númer 2 var stútfullur af lögum sem hann hafði aldrei gefið út áður.En Bruce Dickinson með Roy Z, Adrian Smith, Eddie Casillas og Dave Ingraham gáfu útThe Chemical Wedding sem er að mínu mati besta þungarokksplata síðan Black Sabbath gaf út Black Sabbath.

En hérna um daginn þá keypti ég plötu sem fór beint í topp 10 þungarokkslistann minn. Diskurinn heitir Back to the times of splendor eftir Disillusion sem er hljómsveit frá Þýskalandi, þeir spila blöndur af Progressive-Death-Doom-Black Metall og gera það svo andskoti vel líka. Það eru 6 lög á þessari plötu en það tekur 56 mínútur og 52 sekúndur til að hlusta á þetta skrímsli. Það eru 2 lög undir 5 mínútur og 2 lög yfir 13 mínútur(Annað þeirra eru heilar 17mín) og 2 lög yfir 6 mínútur. ÉG sé ekki eftir því að hafa eytt pening í þett meistarastykki. Það er ómögulegt að segja hvert er besta lagið en ef fólk vill einilega dánlóda einhverju og þið eruð með ADSL þá mæli ég með "Alone I stand in Fires" og "Back to the times of splendor" ef þið eruð ennþá með 56kb Módem þá mæli ég með "Fall"
-----------------------------------------------------------
Vúhú
Spá því að meðalævi Bandaríkjamanna styttist á næstu árum vegna hárrar tíðni offituHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!

---------------------------------------------------------------------------------
Annars er það að frétta að ég hef verið frá vinnu í 8 daga(YESYESYESYESYESYESYESYESYES) "Hvernig tókst þér það? Spyr einhver, ég vann mánudag, Þriðjudag og Miðvikudag síðustu viku og mun ekki vinna fyrr en á morgun(sem er fúlt). En á meðan hef ég verið að setja fleiri myndir inn á albúmið mitt, laga sófann okkar, taka fullt af myndum og skipta á Kaitlyn.


sunnudagur, mars 06, 2005

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Svo virðist að breski herinn þjáist af skorti á hermönnum, því þeir eru alltaf að auglýsa á sjónvarpinu og ekki eru skilyrðin slæm. u.þ.b. 300 pund vikulaun og svæ getur maður lært ýmislegt eisnog Hjúkrunarfræði, bifvélavirkjun og svo framvegis. Persónulega finnst mér nú lítill munur á hermanni og Charles Manson.