mánudagur, nóvember 19, 2007

Var svona að hugsa um þennan skilnað aftur. Fattaði eftir smá umhugsun að hvað mér er nett skíttsama um þetta. Ég veit að það sem ég á að segja við Sono er "ÞÚ HELVÍTIS HÓRA, SÉRÐU EKKI HVAÐ ÞÚ ERT BÚIN AÐ GERA MÉR? ÉG Á EKKERT LÍF SÍÐAN ÞÚ FÓRST BURT FRÁ MÉR OG GERÐIR ÞAÐ SEM ÞÚ GERÐIR!!!!!" Eða einsog Pain Of Salvation syngja í laginu Second Love úr plötunni Remedy Lane:

Time after time
I am wasting my time
Living in a past where I was strong
But now I am gone
I leave no shadow when I'm alone
I'll stay forever in my dreams where you are near

Want you to know I can't sleep anymore
By the nights
By the nights
Day after day I want you to say
That you're mine

En sannleikurinn er sá að mér líður bara andskoti vel. Já það var andskoti sárt í fyrstu en, svona útaf því mér hefur tekist að hafa gaman lifa lífinu, drukkið aðeins meira en ég ætti að gera, einsog til dæmis þá var drukkið 8 flöskur af góðu dýru víni með 2 öðrum félögum. Og svo er ég að fara í veislu næsta Föstudag, London Föstudaginn eftir það og Leeds Sunnudaginn eftir það. Og ég sef mjög vel um nætur.

Svo fékk ég þennan yndislega pakka frá mömmu sem innihélt margar bækur og mikið af fötum handa Kaitlyn Björgu og ein bók handa mér, ef fólk vill fá að vita hvað þau geta gefið mér þá er það góðar bækur á Íslensku og kaffi.

Síðan er ég byrjaður að nota Facebook, sem er skrýtið netfæri, en skemmtilegt.

Heyrðu já ég þarf að skrifa um Ástu, hina yndislegu Ástu. Ókei ég er búin

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Mig langar að skrifa eitthvað en ég veit bara ekki um hvað

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

mánudagur, nóvember 12, 2007

Núna, akkúrat núna þá elska ég lífið mitt. Já ég er að fara í gegnum skilnað, en mér líður miklu betur núna miðað við fyrir síðasta árið. Einstæður faðir, get farið á pöbbinn oftar, enginn til að að nöldra yfir mér, enginn sem spyr hvort ég sé hrifinn af einhverjum öðrum eða hvort ég hafi haldið framhjá. Nei, nú er ég frjáls og ég elska það.

Hef verið að lesa mikið, meira en venjulega. Bækur einsog Mental Health matters in Primary Care, Making history eftir Stephen Fry og Wyrd Sisters eftir Terry Pratchett. Svo keypit ég tvær bækur frá eBay. The Liar eftir Stephen Fry og Natures Numbers eftir Ian Stewart.

Ætla til Londons síðustu helgi þessa mánaðar. Og svo ætla ég til Leeds næsta mánuð til að fara og sjá Ólaf Arnalds spila. Og hitta margt nýtt fólk...


Jeddúddamía hvað mér líður vel.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Agghh, er búin að eyða mínum tíma í að dánlóda lög úr Jungle Book og Aristocats. Af hverju? Jú það er útaf því að ég hef rosalega gaman af góðu Djassi einsog The Bare Necessities og I Wanna Be Like You úr Jungle Book og Everybody Wants To Be A Cat og Thomas O'Malley the Alley Cat úr Aristocats.

Gaman Gaman

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Nýjar myndir af þeirri stuttu

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Ég, einsog bróðir minn hann Þórður, elska tónlist. Og nýverið hef ég verið að hlusta á soldið mikið af mjög góðri tónlist. Á þriðjudag halaði ég niður nýju Eagles plötunni Long Way Out Of Eden, sem er sko mjög fín plata sérstaklega þegar manni langar að slaka aðeins á. Er soldið skrýtið að þeir hafa ekki gefið út Orginal stúdíó plötu síðan 1979, en þessi plata er ekki ósvipuð Hotel California, sem er meistaraverk.

Síðan halaði ég niður Pain of Salvation - Remedy Lane. Sem má kalla Prog-Metal hljómsveit, mjög góð plata þar á ferð og er söngvarinn, Daniel Gildenlow, geggjaður. Mike Patton aðdáandi þar á ferð.

Down - III: Over The Under. Down er Hljómsveit sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Pantera(Þó það voru lög hér og þar sem mér fannst andskoti góð, og hann Dimebag Darrell var frábær gítarleikari) og þá sérstaklega fór hann Phil Anselmo á taugarnar mínar. EN með Down sýnir hann að hann er helvíti góður söngvari. DOWN fyrir þá sem ekki vita er svo kölluð Súpergrúbba og saman stendur af Pepper Keenan úr Corrosion Of Conformity, Kirk Windstein úr Crowbar, Rex Brown úr Pantera og Jimmy Bower úr EyeHateGod. Allar þrjár plöturnar frá Down eru góðar en þessi er djöflagóð.