laugardagur, janúar 17, 2004

Greinin sem hún Jóna Benný skrifaði í Eystrahorninu var fannst mér mjög góð en það er eitt sem hún gleymir. Eitt sem mjög margir virðast eiga erfitt með að skilja. Sérstaklega þeir sem kvarta yfir því að ekkert sé að gerast á Höfn. Þessir sömu sem kvarta yfir því að það er ekkert að gerast á Höfn eru líka þeir sem fara aldrei á samkomur. Hmmmm. Dæmi:


"TÓNLEIKAR Á FÖSTUDAGINN 13, ENGIN ÖNNUR EN HIN STÓRA MIKLA GLÆSILEGA BOTNLEÐJA" Margir unglingar fara EKKI á þessa tónleika og kvarta síðan daginn eftir laugardaginn 14 "Þa' ge'ist aldri neih' hénna á Höbn, þvílíku' lúse' bæ', komonn stráka' fáum okku' bjó'."

Þegar hún Ásta Margrét var í nemendaráði FAS þá reyndi hún eftir fremsta megni að hafa EITTHVAÐ. En alltaf alltaf mætu míkrófáir, og þessir sömu sem mættu ekki kvörtuðu yfir því að Nemendaráðið gerir ekkert. Hmmmm.

Þannig fólk. Til að eitthvað eigi að gerast á Höfn, þá verður fólk að taka þátt í því sem er að gerast. Og hættið að biðja Bæjarstjórnina um að gera eitthvað.

Engin ummæli: