fimmtudagur, janúar 30, 2003

Jæja þá er ég búin að laga þetta með síðunna mína. Það var táknið "_" sem var vandamálið. En nóg um það.

Um daginn hringdi löggan í mig frá Kópavogi. Og ég var með fjarvistasannarir fyrir ölla. Ég var á Íslandi 11 september 2001 og ég var bara 3 ára þegar Olaf Palme var myrtur og auk þess var ég líka á Íslandi þá. Þeir voru að leita af alnafna mínum. Það eru bara tveir á landinu sem heita Ingvar Árni Ingvarsson en það er bara einn í símaskránni(ég). Og hinn var síðast þegar ég vissi í fangelsi. Fyrir dópsölu og dópeign. Og hann átti þátt í stóra Fíkniefnamálinu hér fyrir nokkrum árum. Og hann er fæddur 06.04.76. Ég er fæddur 27.09.83. Þannig þarna slapp ég við fangavist. Líka það að ég var á Íslandi 11 september 2001 og ég var bara 3 ára þegar Olaf Palme var myrtur og auk þess var ég líka á Íslandi þá. Þannig konan(Sem heitir Drífa að ég held) fann enga ástæðu til að setja mig í fangelsi.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Afsakið fólk. En ég er að reyna að laga eitthvert próblem með síðunna. PROXY-serverar vilja ekki sýna síðunna.

laugardagur, janúar 25, 2003

Ég vil votta samúð mína til fjölskyldu hans Guðmundar Sigurðssonar.

Það var gaman í fréttum sérsaklega um the x-father. Hann var að borga meðlög fyrir krakka sem hann átti ekki. Og honum var synjað um endurborgun. Bittu nú. Þetta var ekki krakki hans, hann var að borga eðlag í krakka sem hann hélt að væri sinn. Og síðan var framkvæmt DNA-rannsókn og hann komst að því að krakkinn var ekki hans. Þannig hann þarf ekki að borga meðlag. En hann fær ekki borgað til baka!!!! Ég endurtek. Hann átti ekkert í barninu og Innheimtusjóður Bæjarfélaga ætla að taka ákvörðun um að hvort það eigi að borga eður ei í næsta mánuði.

Við lifum í svo sannarlega í skrýtnu landi. Með skrýtin forsetisráherra.

mánudagur, janúar 20, 2003

Það er gaman að heyra/lesa/sjá fólk skjóta sig í fótinn. Hún systir mín(Alexandra þeas) sagði um daginn að henn finnist Fannálar vera fáránlegir. Og sjá hvað hún skrifar í gestabókinna mína!!!

01/18/03 15:08:32 GMT
Name: Alexandra MY URL: Visit Me
My Email: Email Me Location: Höfn
Comments:
this is a cry for help!!!!! ég er að fá mér nýtt blogg... en ég veit ekki rassgat hvernig ég á að gera þetta! hjálp?

Jæja kæra systir. Hver er slóðin hjá þér?

P.S.
Viljið þið sem ekki eruð búin að skrifa í gestabókinna gerið það hérna

sunnudagur, janúar 19, 2003

Hverjir styðja þá tillögu að hafa veiðitímabil yfir lögfræðinga, alþingismenn, Gunnar í krossinum, Snorra í Betel og Leoncie?
Nú ætla ég að skrifa um lífrænt og ólífrænt ræktaða hluti. Þetta er nefnilega eitt sem ég skil ekki. Af hverju lífrænt er dýrarra en ólífrænt. Pælið í því. Það eina sem þarf að gera fyrir lífrænt er að planta niður fræum(eða laukum). Frá A til Ö þá er allt lífrænt. Á þessum plöntum er ekki notuð nein eiturefni. Áburðurinn er yfirleitt tað(Kúa- eða hrossatað). Og ekki borða nú dýrin eitthvað ólífrænt(Svo ég viti alla vega) Og síðan kosta nú sólin og rigningin peninga.

En ólífrænt. Þar eru notuð eiturefni, ólífrænan áburð, rafmagn og mikið og stórt staff. Þannig ég spyr af hverju er lífrænn matur dýrarri en ólífrænn?

þriðjudagur, janúar 14, 2003

jæja þá er ég búin að uppfæra tölvunna nógu mikið. Fékk skrifara(48x12x50x) í gær frá Elko. Og ég uppfærði Örgjafan. frá 500 MHz í 633 MHz. Og vinnsluminnið frá 64 Mb í 320 Mb. Life is gúd

fimmtudagur, janúar 09, 2003

ÉG er nú alveg sammála Helgu um Gettu Betur. Nemendaráðið á ekki að semja spurningarnar! Sorry en staðreyndin er sú að hún mamma(Guðný Svavars) er sú eina sem veit eitthvað um Gettu Betur. Nemendaráðið átti að biðja mömmu og/eða Zoffa að búa til spurningarnar! KROSSASPURNINGAR!!!!!!!!!!!!!!!! Hvað var nemendaráðið að hugsa?

En það er eitt sem FAS á að gera. Og það er að byrja að velja í lið helst á Haustönninni og byrja æfingar þá! Ekki vera alltaf á síðustu stundu. Það gengur ekki og það er bara örugg uppskrift á tap í 1. umferð.

En ég mæli með Helgu Luciu í liðið. Hún á að vera í liðinu.

En um söngvarakeppnina. Við eigum jafnmikla möguleika á því að vinna og önnur lið það er alveg fullt af hæfileikarum söngvurum í FAS. Okei kannski ekki mikið af söngvurum en mjög mikið af söngkonum.

But anywho GO FAS

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Í dag er ég stoltur. Eiginkonan. Hún Sono er búin að fá sér FANNÁL. Fyrir þá sem eru með áhuga farið á Lotus Flower.
Kæra Bryndís. Nei ég tók því ekki illa. Ég var bara að segja mína hlið. Og ég veit að þú getur verið smámunarsöm. Ég meina þú ert í leikfélaginu. Og ert alltaf hinum megin við sviðsljósið. Og þeir sem eru þar eru oftar en ekki smámunarsöm. Gleðilegt ár og sömuleiðis.

mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja. Ein í gestabókinni var að kvarta yfir stafsetningarvillum. Elsku Bryndís. Málið er það að ég skrifa bloggið og sendi það. Og tek þá eftir villunum og ég bara nenni ekki að laga þær. Og ég er oftast að flýta mér. Einfaldlega útaf því að ég skrifa þær í vinnunni og þá hefur maður ekki mikin tíma til að laga allar villurnar.

sunnudagur, janúar 05, 2003

ÉG hef tekið eftir því að næstum allir Bloggarar sem ég les daglega hafa skrifað um hvað hefur komið fyrir þá á síðasta ári. Fyrir mig hefur þetta verið nokkuð erfitt djobb en ég skal samt reyna.
Fékk vinnu í Janúar á HSSA. HeilbrigðisStofnun SuðAusturlands í umönnun(Skeina gömlu fólki og því um líkt).
Flutti frá foreldrahúsum í Febrúar. Bý nú á Miðtúni 8 fyrir ofan ömmu. Þannig það er ekki mikil breyting. Og lék í Gísl sem Rio Rita erki-hommi(Hvað er þetta með homma hlutverk og ég... er einhver að segja mér eitthvað).
Fékk mér kettling í Mars sem heitir Tigger. Ekki Tiger. Og Stórt rúm.
Trúlofaðist í Apríl(Stelpu)(Ekki til að sanna að ég sé ekki hommi. ÉG ER EKKI HOMMI).
Maí - Júní-Júlí. Ekkert sérstakt.
Águst. Byrjaði að blogga
September.Fórum á Búddista-námskeið þann 21-22 á Hellu, það var voða gaman hitt fólk sem ég hafði ekki hitt í 2 ár. Við Sono ætluðum að giftast þann 26. En þurftum að fresta því útaf pappírum.´Við þurftum að fá pappír sem er nefndur Certificate of No Impediment. ÉG nenni ekki að útskýra hvernig það átti að ganga fyrir. Og foreldrar Sono komu til landsins sem var kraftaverki líkast. ÞAð tók 11 mánuði að sannfæra David um að koma. Og þegar við loksinis ákváðum hvernær við ætluðum að giftast þá keypti hann upptökuvél fyrir 700 pund eða 97300 krónur. Þetta er sami maðurinn sem sagðist ekki vilja koma til Íslands útaf því að það væri of dýrt. Eftir að við aflýstum brúðkaupinu þá Sýndum við bara the Tengdós landið.
Október. Fyrsti "vetrar"dagur.
Nóvember. Æfingar á Emil í Kattholti byrja. ÉG átti fyrst að vera statisti(sadisti) en síðan hætti Brooks og ég fékk hlutverkið hans. Alfreð. Þá byrjaði ég að safan skeggi og öðrum líkamshárum.
Desember. Frumsýningin á Emil!!!!! Vúhú. Sýningar og fleiri sýningar. Jólin. Áramót. Árið búið.

laugardagur, janúar 04, 2003

ég þakka Jónasi fyrir mjög gott svar og ég dreg ummæli mín til baka.

föstudagur, janúar 03, 2003

Er að lesa Lovestar eftir Andra Snæ Magnason. Mjög góð og mjög frumleg. Ef eitthvað er samt þá er hún greinilega undir áhrifum frá 1984 eftir George Orwell.

miðvikudagur, janúar 01, 2003

Baldur. Ég er búinn að kíkja á póstinn en ég get ekki svarað honum fyrr en Binet kemst aftur í lag.
Keypti risa sleikjó frá Krónunni þann 30. Og Ætlaði mér ekki að byrja á honum fyrr en á slaginn 00:00 Gamlárskvöld. Og allt í einu fékk ég eina brilljant hugmynd um söga. Morðsaga. Um fjöldamorðingja sem nota Risa-Sleikjó til að kremja höfuðið á fólk. Og Koverið væri þannig að það væri hendi að halda á blóðugu sleikjó-i.
Bölva ég nokkuð alltof mikið?
Ein spurning til þeirra sem eru í Hvítasunnusöfnuðinum og/eða Krossinum eða eitthvað þess háttar. Fóstureyðing. Fyrst við getum framkvæmt fóstureyðingar. Þýðir það ekki að við fengum leyfi frá Guði til að framkvæma þau? Þannig af hverju megum við ekki nýta hlutina sem Guð bannar okkur greinilega ekki?