fimmtudagur, maí 28, 2009

Ein vinkonan mín kynnti mér fyrir alveg frábæru fyrirbæri sem heitir Spotify, þetta er forrit þar sem hægt að finna allskonar tónlist og hlusta á án þess að borga fyrir eina sem þarf að gera er að hlusta á örfáar og mjög stuttar auglýsingar ÞEGAR LÖGIN ERU BÚIN. Hef hlustað á hingað til Botnleðju, Ozric Tentacles, Body Count, Marillion, Nick Drake, Amorphis og þess háttar með þessu forriti. Það er líka hægt að búa til sitt eigið útvarp þannig séð. Maður velur bara hvaða tónlistastefnu á að hlusta á og frá hvaða áratugi.

-----------

Þykir nú soldið sorglegt að ég á eftir að missa af þessu, og Eistnaflugi.
Fór til Aurora Tattoos í dag, og spjallaði við Emmu sem er eigandinn þar og aðal tattoo listamaðurinn þar og við ákváðum að setja þessa mynd á bakið mitt:

Þetta mun bara taka svona um það bil 6 klukkutíma.

föstudagur, maí 22, 2009

Star Trek um daginn, og guð minn almáttugur hvað sú mynd er góð. Hef alltaf haft gaman af Star Trek, uppáhalds kvikmyndin mín er líklega Star Trek VI: The Undiscovered Country, aðalega útaf Cristopher Plummer. Flestir vilja meina að Star Trek: Wrath of Khan og Star Trek: First Contact eru bestu myndirnar, útaf því að þær eru svo miklar hasarmyndir en númer sex er með besta handritið, fullt af Shakespear tilvitnum og þess háttar.

En nýja Star Trek myndin er líka mjög vel skrifuð og það eru frábærar tæknibrellur og flott hasaratriði. Vel leikin og svoleiðis, en sá sem mér fannst mest gaman af var Karl Urban sem Bones McCoy "My ex-wife got the planet in the divorce. I have nothing left except my bones.".
Ekki það að það skipti einhverju máli. En ég er búin að kaupa miða til Íslands, við komum 24 Júlí og fljúgum aftur til Bretlands 7 Águst.

Hef síðustu vikurnar verið í anti-megrun. Það er að segja að ég hef verið að bæta á mig smá þyngd. Markmiðið er að bæta á mig svona um það bil 10 kíló, hingað til hefur það gengið vel. Síðast þegar ég var á Íslandi þá var ég 65 kíló og er núna 70 kíló. Ég hef ekki verið að borða allan andskotan og hreyft mig sem minnst, ó nei, ég hef skokkað lyft lóðum og þess háttar.

Sóttu um að fara í námskeið í gær, til að læra Málamiðlun/Sáttaumleit.

Sóttu um vinnu með Stroke, sem Family And Care Co-Ordinator.