sunnudagur, desember 27, 2009

Tón-listi ársins:

1. Diablo Swing Orchestra - Sing Along Songs for the Damned & Delirious

Skemmtilegt Swing Metal hér á ferð. Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Hún er rosaleg. Það er soldið af Tool þarna, Django Reinhardt, Primus og fleirum hljómsveitum.

2. Thy Catafalque - Roka Hasa Radio

Ungversk þungarokk, allt saman sungið á Ungversku. Líklega frumlegasta platan á þessum lista. Eitt lagið er hvorki meira né minna 20 mínútur



3. Ghost Brigade - Isolation Songs

Niðudrepandi þungarokk. Frá Finnlandi, gaman að herya í svona hljómsveit þaðan. Sérstaklega þegar maður hefur aldrei heyrt neitt annað en Nightwish og önnu hundleiðinleg Power Metal hljómseitir.

4. Damned Spirits Dance - Weird Constellations

önnur hljómsveit frá Ungverjalandi, hræðilegt nafn á bæði hljómsveit og plötu. Og koverið er gubbandi lélegt, en tónlistin er frábær.

5. Devin Townsend - Addicted

6. Devin Townsend - Ki
Maðurinn er snillingur.

7. Skyclad - In the... All Together

8. Antony & The Johnsons - The Crying Light

9. No Made Sense - The Epillanic Choragi
Þeir taka Bal-Sagoth algjörlega í rassinn

10. Lily Allen - It's not me, it's you.

miðvikudagur, desember 16, 2009

Gengur vel hérna. Ég var í ferlega góðu skapi í gær. Byrjaði í verklegu námi í September, Umönnunarfræði þriðja stig, og hef ég núna klárað 4 áfanga í því og á bara eftir 4. Og það lítur út fyrir að ég muni klára þetta í Janúar! Þetta átti að taka heilta ár, en er bara búið að vera 4 mánuðir.

En hey nú er jólin að nálgast og græðgi manna stígur á vitið þannig hér er lítill óskalisti frá mér:

Þetta æðislega málverk væri gaman að fá.



Það væri ekki slæmt að fá þennan míkrafón heldur.


Hvað þá þetta albúm.


Og svo auðvitað Yamaha DD-65

Og svo síðast en ekki síst þessi frakki, allur í svörtu með Cuff-length cape og öðru dúdderíi.

Býst nú ekki við því að fá eitthvað að þessu en mig má dreyma.

laugardagur, nóvember 14, 2009

Ég hef beðið lengi eftir þessu og loksins hafa FRÁBÆRAR plötur komið út. Ég hef hlustað óendalega mikið á þessa plötu:

Í uppáhaldstónlistarsíðunni minn, þá skrá þeir þessa hljómsveit sem Avant Garde Metal, en hljómsveitin sjálf kalla tónlistinn sína Riot Opera. Sagan á bakvið þessa hljómsveit er heldur löng, eða svo segja þeir. Hljómsveitin var fyrst stofnuð í Svíþjóð 1501, hljómsveitin spilaði tónlist sem var svo fjörug og seiðandi að allir í Svíþjóð fylgdu þeim og Kirkjunni líkaði ekki vel við það og byrjuðu að reyna að eyðileggja orðróm þeirra og kölluðu tónlistinna Djöflatónlist(Sounds familiar). Þegar þau hættu þá gerðu nokkrir þeirra samkomulag að afkomendur þeirra mundu stofna hljómsveit eftir 500 ár og halda áfram að spila tónlist þeirra.

Það eru 6 meðlimir,
Daniel Håkansson

- Guitars & Vocals
Pontus Mantefors
- Guitars & FX
Annlouice Loegdlund
- Vocals
Andy Johansson
- Bass
Johannes Bergion
- Cello
Andreas Halvardsson
-Drums
Og blandan er frábær. Það er smá af Big Band djassi, Primus rokk, Tool, Flamingo, BelleVille Rende Vous, og miklu miklu meira. Gvuð hvað ég væri til í að sjá þá læf.

Þessi plata er alla komin á toppinn á mínum 2009 lista. Fokk já.




þriðjudagur, nóvember 03, 2009



Æðisleg plata þessi. Veit ekki hvaðan þessi hljómsveit er, en þau spila Latínu Djass og taka lög einsog South of Heaven(Slayer), Black Sabbath(Black Sabbath), Peace Sells(Megadeth) og breytta þau svo í þetta magnaða latínudjass sem er helvíti gott að slaka á með.



En plata ársins hingað til hlýtur að vera þessi:


Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Fokking já. Big Band Metal er það sem ég kýs að kalla þetta. Ein frumlegasta plata sem ég hef hlustað á í langan tíma. Einsog þetta lag, Stratosphere Serenade. Endariffið er ógleymanlegt.

Ég hef reynt að finna eitthvað að þessari plötu en einsog er þá get ég það ekki. Söngkonan passar ótrúlega vel við, ryþmaparið minna mig á Les Claypool og Tim "Herb" Alexander úr Primus.

laugardagur, október 31, 2009

jæja fólk. Krílið er núna 20 vikna gamalt og hér er nýjasta myndinn:

Baby v 20 weeks

þriðjudagur, september 29, 2009

Var að skyrpa blóði í gær... ekki gaman.

mánudagur, september 28, 2009

Var að versla mér mína eigin afmælisgjöf. Ónotaður Vorson V-2026 rafmagnsgítar. Mjög fallegur gítar. Skoðaði nokkrar júTjúp klippur af einhverjum gæja að nota þessa græju og hún hljómar svo vel. Ég held að ég eigi eftir að skíra hana María. Gítarinn sem ég er með einsog er er frá fyrirtæki sem heitir Lindo og sá gítar er hræðilegur og hún heitir Gvendólína.

Woohoo, mig hlakkar svo til.

Hingað til þá verð ég að segja að tónlistarárið í ár hefur ekki verið alveg rosalega gott. Jú það hafa komið út góðar plötur, en ekki alveg jafnmargar FRÁBÆRAR plötur og í fyrra. Í fyrra komu út þessi meistarstykki:
Septic Flesh - Communion
Mike Patton - A Perfect Place
Opeth - Watershed
Dir En Grey - Uroboros
Rose Kemp - Unholy Majesty
The Monolith Deathcult - Triumvirate
Portishead - Third
Agalloch - The White
Blaze Bayley - The Man Who Would Not Die
Testament - The Formation of Damnation
Herrschaft - Tesla
Baby Dee - Safe Inside The Day
Warrel Dane - Praises to the War Machine
Communic - Payment of Existance
Hollenthon - Opus Magnum
Meshuggah - Obzen
Death Angel - Killing Season
Mammút - Karkari
Anathema - Hindsight
The Streets - Everything is Borrowed
Cult of Luna - Eternal Kingdom
Nick Cave - Dig Lazarus Dig
Kayo Dot - Blue Lambency Downward
Sun Kil Moon - April

Í ár hafa örfáar frábærar plötur komið út
Devin Townsend - Ki
Thy Catafalque - Roka Hasa Radio
Antony & The Johnsons - The Crying Light.

En árið er ekki búið þannig ég mun bíða aðeins lengur.

sunnudagur, september 27, 2009

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann INGVAR, hann á afmæli í dag.

Það er nú ekki mikið sem ég vil. Bara nokkrir hlutir einsog:
Frakki.
Gítar.
Trommutölva.
Ást(keypt eða ókeypis, bæði virka vel).
Og þess háttar.

----------------------------

Hef hlustað mikið á BBC Útvarpsleikrit, aðalega þau sem eru byggð á bókum eftir Terry Pratchett. Virkilega vel sett upp. Væri gaman að sjá hvernig þeir mundu setja Nightwatch í kvikmynd.

En mig hlakkar til að sjá Gone Postal, sú bók var einstaklega góð. Hogfather var mjög góð en Colour of Magic var ekki nógu góð.

Hitt leikritið sem ég hef hlustað á var Wizard of Earthsea eftir Ursula Le Guin sem er ein uppáhalds bókin mín, og átti sú bók mikla möguleika sem kvikmynd en þær sem hafa verið búnar til, Earthsea og Gedo Senki, voru misgóðar. Earthsea var hræðilega og í Gedo Senki þá var alltof mikið breytt þó að teiknimyndin sjálf var ágætt.

þriðjudagur, september 15, 2009

Loksins. Flestir hérna vita það kannski en, ég og konan eigum von á barni í Mars. Fékk loksins að segja fólki frá þessu í vinnunni. Við vitum ekki hvað það á eftir að vera. En Kaitlyn Björg getur ekki beðið eftir því og er meirað segja búin að ákveða hvað barnið á að heita. Ef strákur þá á hann að heita Tom ef það er stelpa þá á hún að heita Lucy. Er núna að reyna að hanna eitthvert tattú til að setja á handlegginn minn. Eða allavega finna eitthvað sem er flott sem ég get síðan bætt við. Veit allavega að nafnið þarf að vera í Aquamarine lit(?!?!!). Kannski eitthvað byggt á þessari mynd:

--------
Er núna byrjaður í náminu mínu. Þetta hefur tekið soldið langan tíma til að byrja, en er núna mjög hamingjusamur með það. Gengur mjög vel. Vona að ég geti klárað þetta í Nóvember.

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

15.03.10.

Mikilvæg dagsetning.

mánudagur, ágúst 17, 2009


Síðasta Laugardag, dó hún frænka mín, Björg Savarsdóttir. Einungis 58 ára eftir margra ára baráttu við krabbamein. Ég á eftir að sakna hennar mikið og vil ég votta samúð mín til syni hennar, systkyni og móður.

Myndin hér fyrir ofan var tekin á síðasta ári þegar öll fjölskyldan ákvað að koma í heimsókn til að halda upp á afmæli henna Kaitlyn Bjargar.

Ég er mjög þakklátur fyrir það að ég náði að kveðja hana á meðan ég var á Íslandi og sérstaklega að hún Kaitlyn Björg náði að hitta hana aftur og kveðja í síðasta sinn.

Ef það er til guð þá vona ég að hann/hún min taka vel á móti henni. Ef ekki, Björg við munum hittast aftur og þegar það gerist þá mun ég faðma þig ennþá meira.

föstudagur, ágúst 14, 2009

Við hjúin og litla stelpan komum til Íslands og fórum frá Íslandi fyrir ekki svo löngu. Og má sjá myndir hérna og hérna. Vona ég, ef ekki skulið þið bara segja svo.

Það var nokkuð gaman, sérstaklega útaf því að Hálfdan og fjölskyldan hans voru þarna líka, og var nokkuð skondið að sjá hvernig Kaitlyn Björg á eftir að láta sem eldri systir.

Við gerðum nú ekki mikið á meðan við vorum þarna. Löbbuðum soldið, borðuðum soldið og þess háttar. Fórum og skoðuðum Kárahnjúkavirkjun, sem var heldur skrítið, Héraðið sjálft var rosalega fallegt, leiðin til Kárahnjúkavirkjun var ofboðslega ljót leit út einsog það hafði verið kjarnorkustyrjöld þarna, en náttúran í kringum Virkjuninna sjálfa var rosalega falleg.

Sundlaugin verð ég að segja er æðisleg. Var mikið mikið sjokk að koma hingað til Bretlands aftur og stíga í Sundlaugarnar hérna, sem eru upp til hópa hræðilegar. Salt Ayre sundlaugin sem ég fer oftast í er svona ágæt miðað við Enska staðla en miðað við Íslenska þá væri búið að loka honum snemma síðustu öld. Nuddpotturinn, til dæmis, er sama hitastig og Sundlaugin sjálf. Sundlaugin er 33 metra löng(Bara útaf því) og ísköld. Plús sturturnar eru Unisex, og ENGINN fer í sturtu áður en þeir stíga í lauginna og allir þurrka sig í klefunum!

Það besta við þessa ferð var þegar við öll systkynin vorum loksins í sama herbeggi í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og var mikið öl drukkið þá.

Í dag þá hef ég unnið á Ridge Lea geðsjúkrahúsinu nákvæmlega 3 ár! Hefur verið andskoti góður tími, og líkað mína að flestu leiti. Lært mikið og mikið gerst á þeim tíma. Aðalega það að ég hef farið í gegnum skilnað orðið einstæður faðir í nokkra mánuði sem var nokkuð gaman. Fannst soldið skondið þegar ég hugsaði um viðtalið, það voru 2 að sjá um viðtölin og 2 árum seinna þá hefur við öll 3 farið í gegnum skilnað. Merkilegt það sko.

Í september þá mun ég loksins byrja á Umönnunarfræði, stig 3. Eitthvað sem ég hef beðið eftir síðust 4 árin. Þetta er vinnunám og þegar ég klára það þá er ég með svipaða stöðu og Sjúkraliði á Íslandi. Og þegar ég er búin með það þá mun ég loksins LOKSINS getað byrjað á Hjúkrunarfræði!

fimmtudagur, júlí 09, 2009

Psychoville er tær snilld:

Mr. Jelly


Joy and Freddie Fruitcake:

laugardagur, júlí 04, 2009

Vá þvílíkt annríki!!! Spyr nú bara hversu mikið af þessu eru ýkingar.
Hér, sitt ég... einn heima... fyrir framan helvítis tölvunna!!! Á MEÐAN ANNAðÐ FÓLK SKEMMTIR SÉR Á HUMARHÁTÍÐINNI!!!! Þetta er ekki sanngjarnt. Það mesta sem hefur komið fyrir mig í dag er að ég hef hreinsað lyklaborðið... sem var heldur betur ógeðslegt, tóbak, hár(Ekki punghár, vona ég), naglaklippingar... og svo framvegis. Og hitt sem ég á eftir að missa af er Eistnaflug! Andskoti djöfulsins helvítis...

En hins vegar á ég eftir að koma til íslands þann 24 og Hálfdan bróðir kemur þann 26. Þannig vonandi mun öll fjölskyldan loksins vera undir sama þaki, sem á eftir að vera gaman. Skiptir ekki máli hvort það sé í nokkra klukkutíma eða nokkra daga. Hef ekki séð þennan mann í nokkur ár núna. Og verður gaman að sjá hvernig Ari Alexander og Kaitlyn Björg eiga eftir að taka hvort öðru.

Og ég býst við því að þeir örfáu hræður sem ég þekki verði nú ekki á Hornafirðinum þegar við komum þangað einfaldlega útaf því að Humarhátíðin verður búinn, Eistnaflugið horfið og Verslunarmannahelginn er rétt handan við hornið.
Skrifa skrifa skrifa.

Í gær þá hlustaði ég á Brimað á Dauðhafinu með Tentacles of Doom. Kom skemmitlega á óvart verð ég að segja. Ekkert rosalegt á ferð en nokkuð skemmtilegt paunk. Tónlistin sjálf var ekki neitt nýtt, en söngurinn og textarnir(Sem á nú ekki að koma á óvart, ég meina hún er nú systir min) voru bæði mjög skemmtileg. Veit nú ekki hvort hún Alexandra hafi tekið eftir því en viðlagið úr Sannleikur var keimlíkt viðlaginu Open með einni uppáhalds hljómsveitinni minni Queensryche. Þó að eigi nú líklega ekki eftir að hlusta á BáD oft, hlakkar mig mikið til að hlusta á nýju plötunna, sem þau hafa gefið út... kannski ég geti fengið ókeypis afrit(wink wink).

fimmtudagur, júní 18, 2009

Var að horfa á nýju þættina eftir Steve Pemberton og Reece Shearsmith, snillingarnir sem skrifuðu The League of Gentlemen, sem voru snilldarþættir. Psychoville er svipað að því leiti að þetta eru Hrollvekju-Kómedíur. Og fyrstu tveir þættirnir voru frábærir, Dawn French fór sérstaklega vel með hlutverkið sitt Ljósmóðirinn Joy sem á dúkku sem hún kallar Freddie Fruitcake, hún stelur blóð fyrir dúkkunna sína til að gefa, ein senan var að hún stal blóð og setti í flösku og söng Wish You Upon A Star og setti svo blómberjasafa í staðinn fyrir blóðið(And none will be any wiser) og sagði svo "Then Freddie can have his medicine."

Þegar þessir þættir verða sýndir á Íslandi þá mæli ég hjartanlega með þeim.

fimmtudagur, júní 11, 2009

Ég elska tónlist. Það vita líklega flestir, en svo allir vita það ÉG ELSKA TÓNLIST. Ég er nokkuð stoltur af tónlistarsmekkinum mínum. Hef gaman af flestum tónlistarstefnum. Ég á það til að hlusta meira á þungarokkið en nokkuð annað, en það sem er líka í safninum mínu er til dæmis Lily Allen, The Streets, Stephane Grappelli, Miles Davis, Dave Brubeck, Deep Purple, Marillion, John Lee Hooker og svo framvegis og svo framvegis.

Keypti mér nú um daginn nýja MP3 spilara, af gerðinni Creative Zen Vision M sem ég kalla inZen. Creative MP3 spilararnir eru frábærir, mundi meira segja halda því fram að þeir eru betri en iPod-arnir. Ekkert iTunes rugl og þess háttar. Hljómgæðin eru æðisleg á þessari maskínu. Keypti bilaðan Zen frá eBay og keypti síðan nýjan harðan disk fyrir þetta tæki og núna virkar það bara djöfla vel. Er núna með næstum 8000 lög á spilaranum en á tölvunni sjálfri 14091 mp3 og wma skjöl. Ákvað að sleppa öllum uppistöndurum og tónleikum úr inZen.

Bara til að allir skilji þetta:
Ég ELSKA tónlist.

sunnudagur, júní 07, 2009

Hér eru nokkur skemmtileg húðflúr.

laugardagur, júní 06, 2009

Gærkveldið var frábært. Sá Blaze Bayley, loksins! Hitt manninn sjálfan, gítarleikarann og bassaleikarann. Það voru tvær aðrar hljómsveitir að spila Eliminator sem spiluðu svona byrjun 9 áratugs þungarokk a la AC/DC, Angel Witch og þess háttar, og Fury UK sem spiluðu Progressive Metal. Giggið var í The Yorkshire House sem er aðal þungarokkspöbbinn hér í Lancaster. Hljómgæðin voru svona La la, en virkuðu. Bassinn var aðeins og hátt stilltur og míkrafónninn var ekki nógu hár. Stundum virtist einsog Blaze var tala með helíum lungum.




Eliminator voru ágætir, ekkert sérstakt þar á ferð en soldið skondið að sjá gaura í spandex buxum og reyna að endurlifa fortíðinna. Þeir tóku tvö lög með Angel Witch sem var nokkuð gaman að hlusta á. Söngvarinn reyndi sitt besta að syngja í falsetto og herma eftir Bon Scott. Annars voru þeir andskoti þéttir og höfðu greinilega gaman af sinni eigin tónlist.



Fury UK, voru betri. Soldið mikið gítarrúnk, en ágætis lög. Reyndar hlustaði ég á nokkur lög með þeim á MySpace og mér leist ekki voðalega vel á þá, en þeir voru mun betri á sviðinu.



Blaze Bayley hinsvegar var frábær. Þeir spiliðu aðalega lög frá nýja diskinum The Man Who Would Not Die. Tóku tvö lög frá Silicon Messiah, tvö lög frá Tenth Dimension, engin lög frá Blood & Belief sem kom soldið á óvart bjóst við að hann mundi að minnsta kosti spila Alive og Hollow Head. Tóku líka 2 lög frá Virtual XI sem var mjög gaman að hlusta á. The Clansman og Futureal. Blaze Bayley sjálfur er frábær sviðsmaður og veit alveg hvernig á að fá alla til að syngja með og hafa gaman af. Svitin lak af honum og þó það var heldur hlýtt þá sá maður gufu hverfa af honum. Og maðurinn kann sko að syngja og lögin eru frábær. Eðal metall lög. Ekkert Prog eða svoleiðis bara hreinn og beinn metal.

mánudagur, júní 01, 2009

Húðflúrið er tilbúið, tók reyndar bara 4 tíma og 30 mínútur.
Mér líst vel á þetta.

fimmtudagur, maí 28, 2009

Ein vinkonan mín kynnti mér fyrir alveg frábæru fyrirbæri sem heitir Spotify, þetta er forrit þar sem hægt að finna allskonar tónlist og hlusta á án þess að borga fyrir eina sem þarf að gera er að hlusta á örfáar og mjög stuttar auglýsingar ÞEGAR LÖGIN ERU BÚIN. Hef hlustað á hingað til Botnleðju, Ozric Tentacles, Body Count, Marillion, Nick Drake, Amorphis og þess háttar með þessu forriti. Það er líka hægt að búa til sitt eigið útvarp þannig séð. Maður velur bara hvaða tónlistastefnu á að hlusta á og frá hvaða áratugi.

-----------

Þykir nú soldið sorglegt að ég á eftir að missa af þessu, og Eistnaflugi.
Fór til Aurora Tattoos í dag, og spjallaði við Emmu sem er eigandinn þar og aðal tattoo listamaðurinn þar og við ákváðum að setja þessa mynd á bakið mitt:

Þetta mun bara taka svona um það bil 6 klukkutíma.

föstudagur, maí 22, 2009

Star Trek um daginn, og guð minn almáttugur hvað sú mynd er góð. Hef alltaf haft gaman af Star Trek, uppáhalds kvikmyndin mín er líklega Star Trek VI: The Undiscovered Country, aðalega útaf Cristopher Plummer. Flestir vilja meina að Star Trek: Wrath of Khan og Star Trek: First Contact eru bestu myndirnar, útaf því að þær eru svo miklar hasarmyndir en númer sex er með besta handritið, fullt af Shakespear tilvitnum og þess háttar.

En nýja Star Trek myndin er líka mjög vel skrifuð og það eru frábærar tæknibrellur og flott hasaratriði. Vel leikin og svoleiðis, en sá sem mér fannst mest gaman af var Karl Urban sem Bones McCoy "My ex-wife got the planet in the divorce. I have nothing left except my bones.".
Ekki það að það skipti einhverju máli. En ég er búin að kaupa miða til Íslands, við komum 24 Júlí og fljúgum aftur til Bretlands 7 Águst.

Hef síðustu vikurnar verið í anti-megrun. Það er að segja að ég hef verið að bæta á mig smá þyngd. Markmiðið er að bæta á mig svona um það bil 10 kíló, hingað til hefur það gengið vel. Síðast þegar ég var á Íslandi þá var ég 65 kíló og er núna 70 kíló. Ég hef ekki verið að borða allan andskotan og hreyft mig sem minnst, ó nei, ég hef skokkað lyft lóðum og þess háttar.

Sóttu um að fara í námskeið í gær, til að læra Málamiðlun/Sáttaumleit.

Sóttu um vinnu með Stroke, sem Family And Care Co-Ordinator.

mánudagur, apríl 27, 2009

Morality is doing right, no matter what you are told.
Religion is doing what you are told, no matter what is right.

H L Mencken .

Finnst þetta helvíti gott kvótt.

föstudagur, apríl 24, 2009

The Parliament of Fools

All the seats are taken in the house that makes the rules
All the seats are taken in the parliament of fools

The discontented winter howled, when I first came up to vote.
They swept in on a sea of change, but I'm glad I missed their boat.
As communities were taxed and torn, utilites got floated
And for eighteen years the "True Blue" cause prevailed and was promoted.
How do you cast your vote in the parliament of fools?
How do you cast your vote in the parliament of fools?

Now I took me off to college for to learn philosophy.
Studied Paine and Machiavelli, spin and sophistry.
But coming from a country that was red in tooth and claw,
For a one-horse-race some lobby-fodder-donkey was brought forth.
How do you cast your vote in the parliament of fools?
How do you cast your vote in the parliament of fools?

All the seats are taken in the house that makes the rules
All the seats are taken in the parliament of fools.

Armed with this liberal knowledge, I set off to London town.
To see the "Seat of Wisdom," and hear justice handed down.
Not a 'semblance of normality,' an assembly of insanity
I'll not become a member of this parliament most foul.
How do you cast your vote in the parliament of fools?
How do you cast your vote in the parliament of fools?
Yes, all the seats are taken and our confidence is shaken.
How do you cast your vote in the parliament of fools?

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Núna er tími til að kjósa á Íslandi... og ég hef reynt að fylgjast aðeins með þess. Fékk meira að segja skilaboð frá Kristínu Gests á Facebook, Andri Indriðason reyndi að koma mér í Ung Vinstri Græn á Hornafirði og örugglega eitthvað meira. En... en... en... en... því meira sem ég lít á þessa flokka á Íslandi því verr lýst mér á að nokkur þeirra muni taka við stjórn á Íslandi. Þau eru öll jafnslæm ef ekki verri en sá sem situr við hliðinna á þeim. Kannski besta samlíking sem ég get hugsað mér er: 1 fjöldamorðingi, einn fjöldanauðgari, Abu Hamsa, George Bush Jr eru allir sitjandi á sama bekk, hvern af þessum viltu að stjórni landinu.

Það eina sem ég veit er að ég vil EKKI Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn. Var einu sinni dyggur Samfylkingsmaður en missti trú á þeim um leið og þeir fóru í Ríkisstjórn með óvininum. Það hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart, hún Ingibjörg vildi svo andskoti mikið að komast í Ríkisstjórn að hún mundi gera allt jafnvel sjúga tittlinginn á honum Geir H. Haarde.

Vinstri-Grænir.... Æji veit ekki. Jú, kannski, nei, kannski. Fyrir mitt leiti þá virka þeir betur sem andstöðuflokkur einfaldlega útaf því að þeir eru á móti nær öllu. Koma með frumvörp sem virka eingöngu til að sýna hvað þeir eru náturuvænir og jafnréttissinnaðir(Ésus minn eini hvað ég hata þetta konsept).

Frjálslyndi flokkurinn! Hey, þessi tilraun þeirra virðist loksins ætla að hætta. Vill einhver þarna útskýra fyrir mér muninn á Sjálfstæðisflokkinum og litla bróður þeirra?

Framsókn? Ahahaahaahaahahaahahaha... Nei takk fyrir.

Borgarahreyfingin. Hér er áhugaverður valkostur. "Þetta myndi þýða örlitla fækkun þingmanna frá því sem nú er en hægfara fjölgun í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda." Áhugaverð tillaga, og það góða við það að er að ef það eru færri þingmenn þá fer minni péningur úr ríkisbuddunni. "Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt."

Heyrðu jú, ég held að ég hafi fundið flokkinn sem ég ætla að kjósa.

þriðjudagur, apríl 21, 2009


Það er búið að vera nokkuð gaman hjá okkur feðginunum. Við höfum farið að hjóla á næstum hverjum einasta degi síðustu vikunna. Hjóluðum oftast il Crook o' Lune og fengum okkur piknik þar, veiddum nokkur síli(sem við hentum aftur í vatnið) og lékum okkur þar vel og lengi. Tekur um það bil 45-60 mínútur að hjóla þangað og er þetta tag-along hjól sem ég keypti fyrir Kaitlyn Björgu alveg frábært.
-------------------------------------------------
Annars er það nú að frétta að ég hef sótt um Clean Break Away Act, sem virkar þannig að hún getur ekki beðið mig um pening eftir skilnaðinn og ég get ekki beðið hana um fjárhagslega aðstoð. Sem er bara fínt.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Tvær skemmtilegar greinar:

Demonising druggies wins votes. That's all that counts


Prescribing heroin: what is the evidence?

Blessað verði fólkið. Núna er ég nú bara að skrifa útaf því mér leiðist... MÉR LEIÐIST SVO OFBOÐSLEGA MIKIÐ!!! Er einsog er að hlusta á Agalloch - The Mantle, sem er ákaflega yndisleg plata. Reyndar þá er öll hljómsveitinn mjög slakandi. Þeir eru hluti af tónlistarstefnu sem ég er byrjaður að halda mikið uppá Folk Metal.

Þá á ég við hljómsveitir einsog Agalloch, Arkona, Darkest Era, Drudkh, Falkenbach, Fen, Skaldic Curse, Negura Bunget, Kroda, Obtest, Nokturnal Mortum, Rakoth, Skyforgerm og Temnozor.

Flestar þessar hljómsveitir eru frá fyrrum Sovíet ríkjunum, en Agalloch eru Bandarískir og það eitt að Bandarísk hljómsveit ná svona uber flottu hljóði, sem minnir mann helst á skóg rétt um sólarupprás, þoka, smárigning, hreindýr, greifingjar, fyrstu söngfuglarnir og þess háttar er hreint og beint alveg ótrúlegt.

Drudkh hefur svona svipað andrúmsloft, en það fyrsta tilfinningin sem maður fær með þeim er manni finnst að maður eigi nú helst að rífa fötin af sér og hlaupa í næsta skóg og fórna hreina mey, eða kannski geit... ja eða öllu heldur hreina meygeit, en þær eru óskaplega fágætar hér um kring.

Negura Bunget hafa hinsvegar geið út einhverja bestu þungarokksplötu sem ég hef heyrt, og heitir hún OM. Verð nú að játa að ég átti alltaf erfitt með að hlusta á svörtu metal, einfaldlega útaf söngstílnum sem er notaður. En þessi virkar svo ótrúlega vel útaf því að söngvarinn notar röddinna sína svo vel og svo sjaldan. Reyndar einsog Drudkh og Agalloch. En OM er á allt öðru plani. Allt er gert rétt á þessari plötu og mæli ég sérstaklega með henni. Þessi plata er svona einsog ef Nosferatu væri bara tónlist. Full af draugalegu andrúmslofti.

mánudagur, mars 30, 2009

Talandi um að vera spenntur.

Ég fékk SMS frá Metal Hammer í dag, þar sem mér var tilkynnt að ég hafi unnið 4 miða á Hammerfest! Þar eru nokkrar hljómsveitir sem mig langar að sjá ekki síst Opeth, TYR, Skindred og Sabbat! Vei hey!!! Þessi hátið verður haldin í Prestatyn, Wales. Þannig ég hef spurt einn vin minn hvort hann vilji koma, sem hann vill. Það sem mun kosta er gisting(30 pund fyrir 2 nætur) og ferðin þangað.
---------------------------------------

Fyrr í þessari viku keypti ég þennan grip. Og í dag notuðum við feðginin það í fyrsta skipti, svei mér þá hvað það virkar vel.

þriðjudagur, mars 24, 2009

Hingað til hef ég reynt að EKKI tala um hægðir og hversu yndisleg/hræðileg þau geta verið a la Þórður bró. En núna get ég ekki lengur setið á mér(Múhahaha).

Ég hef fengið matareitrun að minnsta kosti 3 á þessu ári, en ekkert einsog það sem ég hef þurft að lifa af síðustu daga. Ekki er það nóg að littli puttinn fór úr lið þá borðaði ég vafasöm kínversk eggja-grjón sama kveldið. Og byrjaði þetta allt saman í gær, þegar ég pissaði með rassgatinu að minnsta kosti 9-10 sinnum. Versta við þetta er að hvert skipti sem ég hélt að ég þyrfti að reka við þá þurfti ég að fara á klósettið, bara svona... eh just in case.

Og lyktin sem umkringdi húsið hjálpaði ekki mikið.

Dagurinn í dag, sem betur fer get ég prumpað án þess að hafa áhyggjur ef ég mundi óhreinka buxurnar. En þess í stað er komin þessi tilfinning að einhver massasteinn er fastur í görnunum. Og hann vill ekki færast, kippast eða sitja á öðrum stað. Kannski ég þurfi að spyrja Arkimedes um aðstoð.

mánudagur, mars 23, 2009

Að pissa með rassgatinu er ekki gaman.

sunnudagur, mars 22, 2009

Föstudagurinn var soldið skemmtilegur. Fór í vinnunna einsog venjulega. Og á meðan ég var í vinnunni þá spilaði ég fótbolta með sjúklingunum. Sem gekk mjög vel, þeir skemmtu sér vel og þess háttar. Ég lenti soldið óþægilega á öklanum og hélt í dágóða stund að ég mundi þurfa að fara heim útaf því, en ó nei, ég hélt ótrauður áfram og spilaði fótbolta og aðstoðaði sjuklingunum eins mikið og ég gat með allt sem þeir vildu aðstoð með.

Ingvar the invincible!!!

En svo klukkan 2010, þá var garðurinn opin aftur fyrir þá sem vildu reykja og spila fótbolta og/eða körfubolta (sorry enginn handbolta menning hér) og ég var í marki. Einn sjúklingurinn sparkaði heldur hart í boltann og ég ætlaði mér að grípa þennan bolta. En svo... kom... ekkert, nema sjokk. Enginn sársauki bara mikið sjokk. Og svo leit ég á hendina mína . Og litli puttinn var beygður meira til hægri en venjulega... þá kom sársaukinn!

Ingvar The Fragile!!!

Já. Flestir sem voru staddir þarna héldu að ég hafði fengið fótoblann í punginn og byrjuðu að hlæja af þessum glæsilega brandara(Að fá boltann í punginn er enginn helvítis Brandari). En þau hættu að trúa því eftir að ég hafði legið niður í dágóðar mínutur, öskrandi. Loksins togaði einhver í neyðarbjöllunna og annað starfsfólk hluppu niður og til mín, og fylgdust með mér einsog mús í búri að leita eftir osti.

Loksins keyrði ein konan mér til spítalans þar sem ég beið í 10-15 mínútur eftir lækni. Á meðan ég beið þá kom kærastan. Loksins kom hjúkkan og leit á puttann sagði eitthvað og náði í lækni og eina sprautu. Læknirinn ætlaði að setja puttann á rétta stað án þess að deyfa í fyrstu, en hætti við þegar hann leit í votu augun mín. Hjúkkan byrjaði að preppa sprautunna og sagði svo við mig "This... is... going to HURT.". Alla vega var hún hreinskilin. Og hún sagði alveg satt. Þessi deyfing var sársaukafull. Í 3-4 sekúndur. Og svo kom annar læknir og byrjaði að beygja fingurinn þessi leið og hina.

Puttinn leit nokkuð vel út núna, bendandi í rétta átt. Eftir það þurfti ég að fara í Röntgen og svo bíða soldið...

Ingvar the patient Patient!!!

...Við hjúin vorum búin að bíða í 3 klukkutíma og 45 mínutur, Við hefðum getað horft á Watchmen aftur, þangað til einhver hjúkka kom loksins og gaf mér 2 verkjatöflur og sagði mér svo að koma aftur næsta dag.

Sem ég gerði og læknirinn skriðafi upp veikindarvottorð og nú þarf ég ekki að mæta í vinnunna í 3 vikur!!!

laugardagur, febrúar 07, 2009

Tony Martin úr Black Sabbath

Black Sabbath er hljómsveit sem hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér. Fyrsta platan sem ég heyrði með þeim var fyrsta platan þeirra og ég held að ég hafi verið 12 eða 13 ára. Hlustaði svo á flestar plötur þeirra sem voru gefnar út á áttunda áratuginum og er Sabbath Bloody Sabbath ennþá í topp 5 þungarokksplötur allra tíma hjá mér.

Ég var alltaf á því að Black Sabbath hætti þegar Ozzy var rekin. Skil alveg af hverju hann var rekin og ég samþykki það að Dio hafi gert góðar plötur með þeim, en þetta var samt ekki Black Sabbath einhvern vegin. Plús það að líklega besta ryþmapar allra tíma hættu.


En ég skipti um skoðun þegar ég heyrði plöturnar með Tony Martin. Flestir þungarokksaðdáendur gleyma þessum frábæra söngvara. Fyrsta platan sem hann söng með Black Sabbath var The Eternal Idol. Sem kom skemmtilega á óvart. Og maðurinn kann að syngja. Og það sem ég fattaði loksins með þessari plötu var að Ozzy var ekki herra Black Sabbath, það var hann Tony Iommi. Herra Rosa-Riff. Eftir þetta voru það The Headless Cross, Tyr, Cross Purposes og Forbidden.



En þá ákvað Tony að honum vantaði péning og fékk orginal lín-uppið til baka. Sem var frekar fúlt fyrir þá sem voru ánægðir með Tony Martin plöturnar og svo auðvitað Tony Martin sjálfan.

Allar þessar plötur voru andskoti góðar. Mæli ég sérstaklega The Headless Cross og Tyr.

Sem betur fer hefur maður náð að byrja á sólóferlinum sínum og gefið út 2 plötur Back Where I Belong og Scream. Sem er báðar helvíti góðar.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Fyrir ekki svo löngu þá fórum við feðginin til Þýskalands, nánar tiltekið Kassel. Mjög falleg borg, með u.þ.b. 200,000 íbúum. Grimm bræðururnir bjuggu þar í dágóða stund og skrifuðu mikið af sögum þeirra þar. Og ennþá má sjá kastalann sem sagan um Rappunzel með fallega langa hárið var byggð á.



Kaitlyn þótti voðalega gaman þarna, sérstaklega þegar það byrjaði að snjóa, og byrjaði hún að búa til snjókarl, sem ég skírði Ludwig útaf því að hann missti höfuðið daginn eftir.



Gerðum ekki voðalega mikið einfaldegar útaf því að 7 dagar er einfaldlega ekki nóg. En keypti hins vegar lífrænt tóbak sem er fáránlega sterkt og heitir American Spirit. En ég drakk ekki mikin bjór á meðan ég var þar, drakk reyndar 2 rauðvínsflöskur eitt kveldið sem var gott. En eini bjórinn sem ég prófaði var reyndar ekkert voðalega góður, með svona eplasider eftirbragði. Og finnst mér cider andskoti góður en ekki þegar hann er blandaður með bjór.


Það sem kom mér líka á óvart er að ég horfði ekki neitt á sjónvarp allan þennan tíma, þó að ég notaði gemsann andskoti mikið til að fylgjast með Fésbókinni. Og verð ég nú að segja að hvað ég er ánægður með fólkið á Íslandi, já það voru einhver ofbeldi og þess háttar en að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn er frábært, og mikið var að það kom fyrir. Vonandi hættir helvítis afró-wannabe hálfvitin sem Seðlabankastjóri. Og þetta fannst mér fyndið að lesa. Nei Halldór, þetta er ekki einu sinni nálægt því að vera einelti, bara réttlát eftirspurn, að þessi apaketti í Seðlabankanum hætta einfaldlega útaf því að það er frekaraugljóst að þeir ættu að hætta vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera eða hafa gert hingað til.

Elsku Halldór Blöndal viltu ekki bara fara í skotbyrgi með Geir Haarde, Davíð Oddson og öllum hinum sem voru í ríkisstjórnini með Sjálfstæðisflokkinum og fremja fjölda-sjálfsmorð, skitpir ekki máli hvernig þið farið að því svo lengi sem þið gerið það.

Ég held nú að allir mundu þá anda miklu léttar.


En nóg um það, núna er ég komin með þennan æðislega gemsa sem ég fékk með ókeypis með nýjum samningi. Sony Ericsson C905.



Það var eitt sem ég tók eftir í sambandi við Þýsku, þegar ég var að hlusta á konuna tala við annað fólk þá tók ég eftir því að maður þarf að vera nokkuð nett pirraður til að tala Þýsku almennilega.

Það kom soldill snjór hér í Lancaster í gær. Kaitlyn var aftur mjög ánægð með að sjá það, en það snjóaði nú ekki nógu mikið til að búa til almennilega snjókarl og snjórinn sjálfur var ekkert voðalega góður.

En við fórum nú samt út að labba til Williamson Park, sem leit mjög vel út, þakin hvítum snjó.

mánudagur, janúar 26, 2009

sunnudagur, janúar 18, 2009

Er á leið til Þýskalands seinna í dag. Á eftir að vera gaman, mun kannski setja inn myndir þegar ég nenni, eða ég sett það bara á Fésbókar-prófílinn minn. Ég var nokkuð ánægður þegar ég sá þessa grein á eggin.is. Þetta er reyndar gömul grein, en hún er alveg jan mikilvæg núna og þegar hún var skrifuð.

En það sem var gaman við að sjá þessa grein birta aftur og svo skrifa þessi frekar löngu blogg, kveiktu aftur áhugann minn á því að skrifa. Þannig ég hef verið að setja nokkrar hugmyndir á blað. Og nú líður mér einsog eitthvert stórt flóð er á leiðinni!

Margt sem mig langar að skrifa um, vonandi klára ég mest af því.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Finnst alltaf gaman að lesa tauðið hjá honum Þórði. Bæði það versta og það besta við skrifin hans er það að hann hittir naglan mjög oft á höfuðið og er andskoti skondinn með. Var að lesa kannabis greininna hans. Þetta er eitthvað sem hann hefur skrifað um oft, og ég virði hann mjög mikið fyrir það. Og í síðasta þvaðri hans þá verð ég að segja að ég er 100% sammála honum.

Það versta sem maður kemst í þegar maður er að reyna að rökræði um Kannabis(og um næstum hvert einasta fíkniefni sem er til) er þegar maður er að tala við persónu sem er annaðhvort í hópi A eða hópi B. Einn trúir því að það er ekkert að því og hinn trúir að það ætti að skjóta alla hasshausa. Persónulega er ég í báðum hópum. Það er ekkert að þessu svo lengu sem maður notar þetta í hófi, einsog vínandi.

Fyrsta skipti sem ég prófaði hass(þaes, af alvöru) var þegar ég var svona 20 ára. En það sem ég gerði sem ég held að hafi gert gæfumuninn var að lesa um það fyrst, ein bókin sem ég las var Cannabis Culture: A Journey Through Disputed Territory eftir Patrick Matthews. Líklega óhlutrægasta bók sem ég hef lesið um þetta málefni. En aðal munurinn er sá að ég fæ mér að reykja kannski 2-3 á ári.

En hér kemur hinn punkturinn, ég hef unnið á geðsjúkrahúsi í svona sirka yfir 2 ár. Þá er það sem ég hef tekið eftir er að fíkniefni hafa MJÖG alvarleg áhrif. En þá er ég að tala fólk sem hefur notað MÖRG fíkniefni og OFT líka. Þá er ég ekki að tala um að þau notuð Fíkniefni A eina vikuna og Fíkniefni B þá næstu, eða einn daginn og svo næsta. Heldur fólk sem hefur notað Fíkniefni A, B og C sama daga, meira að segja sama klukkutíma og svo sullað onní sig einn líter af Vodka og byrja svo heyra raddir í kringum sig eða spegillinn er að tala við sig. ÞÁ er það stór hættulegt.

Ég hef séð um fíkniefnaneytendur, EN ég á líka vini sem nota fíkniefni. Svo lengi sem þau eru ekki að reyna pota þessu að mér þá er mér nett sama hvort þau noti það eður ei, oftast nær. Einn vinur minn þjáist af geðhvörfum, og hann hefur notað lyf sem læknirinn gaf honum sem kallast Lithium(sama efni og er notað í endurhlaðanleg batterý). Og honum líkað bara hreynt ekki við það. Þannig í staðinn notar hann hass, og er hann einhver andskotans hippi sem situr í sófa sínum og dagdreymir alla daga allann daginn? Nei hann er með vinnu, hann á barn og er með tiltölega venjulegt líf. Notar hann það á hverjum einasta degi? Nei, aðra hverja viku eða svo. Stundum oftar stundum sjaldnar. Ég man nú eftir að það voru gerðar einhverja rannsóknir hér í Bretlandi um kannabis einsog þessi, og þessi, og svo þessi. En vandamálið við þessar greinar er það að þær eru allar byggðar á rannsóknum á fólki sem notaði Kannabis á hverjum degi OG notuðu önnur fíkniefni. Ef þú reykir á hverjum degi í einhver ár þá áttu í hættu við að fá krabbamein, asma og allskonar kvilla! Síðan á sömu síðu er hægt að lesa þessa og þessa grein. Og já ég elska að lesa The Independent. Já það er plebbablað, en það er gott plebbablað.

Veit nú ekki hvað meira ég get skrifað. Hvort einhver getur skilað þvælunna er líka annað mál, en mér er skítsama, ég vildi bara fá að skrifa eitthvað langt og mikið og mér hefur tekist það núna.
Innlegg númer 500!!!!

Jey!!! Húrra!!! Hef bloggað síðan Ágúst 2002. Gæti haft rangt fyrir mér en ég held að ég hafi verið sá fyrsti þarna á Hornafirðinum.

Kom eitt nokkuð merkilegt fyrir í dag. Ég var nýbúinn að sækja þá stuttu frá einni vinkonu minni, og þegar við vorum að labba heim þá var þessi djöfla-flotta kvensa labbandi fyrir framan okkur sem snúði sér við og sagði "Afsakið, sagðir þú 'Hafðu engar áhyggjur'?"!!! Annar Íslendingur hér í Lancaster! Og svo spurði hún(!) "So do you speak Icelandic?" og ég sagði nú að ég hafi talað það tungumál í næstum 25 ár, ekki alltaf vel kannski en það er nú allt annar handleggur.

Á Eggin.is mun birtast grein eftir mig. Þetta er reyndar soldil gömul grein, en alveg jafn mikilvæg núna og hún var þá.

En það er nú eitthvað sem ég hef ekki gert nóg, skrifa það er að segja. Einhver vegin hefur áhuginn ekki verið þar, svona einsog að kyrja... Ég vil byrja aftur en finn bara ekki áhugann til þess að gera það. Stundum koma, svona, ahhh, jah, stundir yfir mig... en yfirleitt á þeim tímum sem ég er ekki með skriffæri og blað!

En stundum er líka gott að skrifa um ritstíflu.

Er á leið til Þýskalands næsta Sunnudag, Kassel nánar tiltekið. Ætti að vera gaman.

mánudagur, janúar 05, 2009

Eggin.is

Stórmerkilegt fyrirbæri, góðar greinar og þess háttar. Tók mig soldin tíma að fatta að hann frændi minn var að skrifa flestar greinarnar þarna. Og eftir soldin tíma þá fékk ég skilaboð frá honum á Fésbók, þar sem hann bað mig um að hjálpa til með á eggin.is, og nú eru líklega liðnir 2 mánuðir síðan og ég hef ekki gert neitt. Af hverju? Jah, ég bara veit það ekki. Getur verið leti, getur verið hvað sem er. Aðalega þó er það útaf því að ég skil varla í Joomla kerfið sem þeir nota.

En ég ákvað að halda áfram, í gær þá fann ég þessa andskoti skondna frétt, og ætlaði ég að þýða það yfir á íslensku. En... ég varð bara kjaftstopp. Ég gat ekki þýtt það frá enskunni yfir í íslenskunna! Ég kann núna enskunna svo miklu betur en íslenskunna að það er fáránlegt. Fékk næstum tár í augun. En þetta er eitthvað sem hefur bjátað á mikið síðan ég flutti hingað til Bretalands. Sem líklega þeir sem lesa þessa síðu reglulega(Hverjir eru þið?) taka eftir.

Oftar en ekki, þegar ég reyni að segja/skrifa eitthvað á íslensku þá kemst það aldrei út. Ég veit hvað ég vil segja/skrifa, en oftast þá hugsa ég á ensku... mig dreymir meira að segja á ensku! Þetta er ferlega óþægilegt og nokkuð hræðandi fyrir mig. Ég vil ekki gleyma mínu tungumáli, ég elska tungumálið mitt og ég sakna þess svo ótrúlega andskoti mikið að búa á Íslandi.

Það vantar fleiri Íslendinga hér í Lancaster.

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt ár gott fólk.

Fyrsta innlegg þessa árs.