föstudagur, nóvember 29, 2002

Það er margt skrýtið hér á Hornafirði...

Guðmundur Ingi, besti sadisti sem til er... hann er þannig sadisti að hann færir Masókista EKKI það sem hann vill. Hann kærði nemendafélag FAS fyrir kleinubakstur! Það er langbest að lesa þetta hjá henni Helgu Lucíu.

Í gær var frumsýnt Emil í Kattholti. Þar sem ég var Alfreð og ég verð að segja að það tókst alveg rosalega, rosalega vel. Jónas og Árnína brilluðu á sýningunni. Alveg frábær bæði tvö. "Ó, hvað ég er stoltur af þeim!" Og eftir það var veisla á Kaffihorninu og það var djö**ll gaman. Ég sagði við konunna að ég ætlaði að koma heim kl 23:00 og kom eitthvað í kringum 2:30. Soldið hífaður en það skiptir eki öllu. Þeir sem vilja spara pening og vera fullir FLJÓTT kaupið ykkur þá sýklalyf og fáið ykkur svo að drekka. Virkar eftir einn og hálfan bjór.
Djöful er ég þá flottur. Ef ég væri bara Gandalfur. En nóg um það. Hér á þessum hlekk er draumatölvan mín.
Gandalf

Gandalf the Grey

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Gandalf, Wizard, a guardian against the Dark Lord.

In the movie, I am played by Ian McKellen.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software

föstudagur, nóvember 22, 2002

Allt gott kemur í þrennum. Ef svo má segja. Þrenna hinnar dánnu fullkomnaðist í gær hér á Höfn. Ég vinn á Hjúkrunardeild Hornafjarðar, þar sem ekkert nema lang veikt fólk býr. Hún Finnbjörg, sem var líklega elsti heimsins mongólíti, dó fyrir sirka viku, Gunna frænka frá Fagurhólsmýri dó í fyrra dag eftir langa baráttu við krabbamein og síðast en ekki síst Þóra Guðmundsdóttir frá Svínafelli dó í gær. Semsagt þrenna. Það gerist nánast alltaf þannig að tveir deyja á Hjúkrunardeildinni og einn einhverstaðar annars staðar. Annaðhvort einhver á Höfn, eða frá Höfn.

Semsagt fullkomnun hinna þriggja...

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Jæja. Long time, no fucking write. Ef einhver(je ræt) hefur pælt í því þá hef ég verið upptekin við að vinna, sýna tengdós landið og síðast en ekki síst leikið. Á Höfn(þar sem ég bý) er verið að setja upp Emil í Kattholti og ég á að leika vinnumannin Alfreð. Ef það er rétt hjá einhverjum þa er þetta líklega 3 homma-hlutverkið í röð sem ég leik(Er einhver að reyna að segja eitthvað um mig?)! Rökin mín og hjá öðrum eru þessi. Alfreð vill alls ekki giftast Línu og Alfreð vill meira vera með Anton og Emil. En hey, þetta eru bara pælingar þannig Lindgren-fans ekki vera reið.

þen það sem mér finnst vera skrýtið er það að Alfreð á að vera ljóshærður, vöðvamikill og þrítugur. Og ég er ekki neitt af þessu. Þannig leikstjórinn bjargaði þessu með því að banna mér að raka mig(Þetta er í fyrst skipti sem mig langar að raka mig) og lét mig fá langerma skyrtu! Málinu reddað ekki satt? En nóg um það.

Síðasta laugardag þá vorum við með stuttan búr úr Emil á 1 árs afmæli Miðbæs. Og að mínu áliti brilleraði hún Árnína allt saman. Og ef spáin mín er rétt þá fá Jónas og Árnína örugglega bestu dómanna, og svo auðvitað pabbi einsog venjulega! Getur einhver Hornfirðingur sagt mér hvenær hann hefur leikið illa. Ég vill ekki vera í skugga hans... Ef ég mun læra leiklist þá mun 0rugglega verið skrifað í Eystrahorninu "Einsog þið vitið þá er Ingvar Árni sonur stórleikarans Ingvars Þórðarssonar, þannig hann á hæfileikanna ekki langt að sækja"! ARGH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!