föstudagur, júlí 16, 2004

 Namu-Myoho-Renge-Kyo
 
Var að lesa áhugaverða grein á Alternet.org þar sem er verið að tala um peninganna sem hann Meistari Runni hefur eytt í þetta litla stríð hans. 151.000.000.000 dollarar. Sem er þrisvar sinnum meira en áætlað var, hefði hann Meistari Runni ekki farið í stríð þá hefði hann getað notað þennan pening til að:
Borgað fyrir heilsuþjónustu fyrir 23 milljón ótryggða Bandaríska þegna.
Keypt hús handa 27 milljón heimilislausa Bandaríska þegna.
Borgað árslaun fyrir 3 milljón grunnskólakennara.  Og margt margt meira.
 
Það sem kemur mér alltaf á óvart er hvað mannskepnan er grimm. En af hverju? Af hverju viljum við frekar eyðileggja en skapa? Það eina sem ég heyri er "Svona er manneskjan bara og hefur alltaf verið." En trúir fólk þessu virkilega? Trúir fólk því virkilega að mannskepnan var sköpuð til að eyða þessari plánetu og fara síðan á þá næstu? Einsog geimverurnar í Independence Day.
 
En af hverju spyr ég nú aftur? Það er svo miklu auðveldara að kaypa pensil og málningu og mála bara eitthvað. Taka upp blýant(Eða penna) og pappír og annaðhvort krota eitthvað eða skrifa. Eða setjast niður við tölvunna og opna Word(Eða Open Office) og skrifa.

Engin ummæli: