þriðjudagur, október 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Síðustu daga hafa verið svo sem ágættir. Fór til Kendal, sem er aðalega frægt fyrir tóbaksúrvalið sem er framleitt þar í bæ, á laugardaginn var bara til að skoða um, tiltölega falleg borg þar á ferð mæli með því að fólk fari þangað ef einhver ætlar sér að skoða Vatanhéraðið. Og í gær fórum við Sono til Barrow útaf því ég þurfti að hitta leiðbeinandann minn í hjúkrun, ég á eftir 2 vikur af náminu mínu vúhú. Svo fórum við bara á röltið og stoppuðum við í nokkrum búðum, ég fór í bókarbúð en keypti enga bók sem er frekar nýtt og tölvuleikjabúð, keypti ekkert þar og síðan fór ég í tónlistarbúð þar sem ég keypti 3 geisladiska, Iron Maiden - No Prayer for the dying, Faith No More - Angel Dust og Van Morrison - Hard Nose the Highway, og er ég nú bara ánægður með mín kaup sérstaklega útaf því ég á núna allar stúdíóplötur með Iron Maiden, vúhú.
Og í dag fór ég í Oxfam bara til að labba með Kaitlyn og fann ég þar einn disk sem vakti forvitni mína KoRn - Follow the leader sem er nú bara helvíti góður og sé ég nú ekki eftir því að kaupa þann disk fyrir skít á priki.

Annars er nú heldur lítið að frétta nema það að hún Kaitlyn Björg er að taka tönn og heldur mér og Sono vakandi fram eftir nætur, þannig við Sono ákváðum nú bara að kaupa Scrabble og spilum við á hverju einasta kveldi, og af 10 leikjum hef ég unnið 3, sem mér finnst nú bara andskoti gott miðað við það að ég er að spila á móti einhverjum sem ólst upp á Englandi.

Og já vill sá gestur sem nær tölunni 5000 á teljaranum gera svo vel og skrifa í gestabókinna?

Engin ummæli: