miðvikudagur, júní 14, 2006

Æji ég veit ekki... hefði nú frekar viljað sjá hann Eið með Man United.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Mér, einsog örðum í fjölskyldunni, finnst alveg rosalega gaman að lesa. Ég var að klára The Science of Discworld eftir Terry Pratchett, Ian Stewart og Jack Cohen og er óhætt að segja að ég hafi lært meira um efnafræði, eðlisfræði, heimspeki og öll annars konar fræði frá þessari bók en ég hafði nokkrun tímann lært í skóla. Fyrir ekki svo löngu þá kláraði ég Science of Discworld III: Darwins Watch og er ég nýbyrjaður á Science of Discworld II: The Globe.

Efitr mikla hugsun(já það kann ég sko) þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sem gerir góða bók góða er ekki sú staðreynd að hún er lesanleg, allar bækur eru lesanlegar ég meina þú tekur bók og flettir blaðsíðunum aftur og og aftur, heldur ef hún er endurlesanleg. Sem þýðir að besti rithöfundur sem er á lífi í dag(fyrir mitt leiti þaes) er Terry Pratchett. Ég hef lesið allar bækur hans minnsta kosti tvisvar. Sú bók sem ég hef lesið oftast er Thief of Time eftir einmitt hann Terry Pratchett og hef ég lesið þá bók 6 sinnum og finn ég alltaf eitthvað nýtt í þeirri bók...

Þeir ritöfundar sem ég get lesið aftur og aftur eru: Terry Pratchett, Isaac Asimov, Arthur C. Clarke, Nichiren Daishonin, Alan Dean Foster, Douglas Adams og Graham Phillips.

mánudagur, júní 05, 2006

Við Sono fórum á gig fyrir ekki svo löngu... voru 2 hljómsveitir að spila Runt Hörnet(Frá Barrow) og Mugstar(Frá Liverpool). Og var helvíti gaman. Ástæðan fyrir því að við fórum á þetta gigg var útaf því að Sono þekkir hann Pete(Aðalgæjinn úr Mugstar).

Það sem var andskoti áhugavert við þessa tónleika fyrir mitt leiti var Runt Hörnet, sérstaklega bassinn sem er búin til úr stálpípu og hefur bara einn streng. Þeir spila samablöndu af Slugde-Rokk, industrial með smá punk.

Mugstar eru á uppleið... þeir hafa túrað með Mogwai og fleiri hljómsveitum og hafa skrifað undir plötusamning með Sea Records... frábærir læf sérstaklega Pete sem skiptir um ham umleið og hann stígur á sviðið.

en hérna eru myndir frá gigginu.

How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 114

You will be killed when the chimpanzee's rise up and take control of the planet

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis