mánudagur, ágúst 18, 2003

Halló gott fólk þið verðið að fyrirgefa biðinna. En ég hef verið mjög upptekin. Ég og Sono erum nýbúin að leigja íbúð. Og við höfum verið að mála íbúðina og laga hana soldið til. Eg er komin með nýja vinnu. Annað hjúkrunarheimili en í þetta skipti í heimabænum og ég vinn bara 3 daga á viku. 12 klukkutíma vakt. Ég fer i skóla í haust ætla að læra grunn í hjúkrun, þarf að læra grunninn í tvö ár og síðan kemst ég í Háskóla. Og ég ætla mér að sjúga ríkisspenan hér á Bretlandi einsog ég get. Ríkið borgar grunnmenntunninna og ríkið borgar háskólann útaf því að ég fer í hjúkrun.

Ó já. það er BJÓRHÁTÍÐ hér í Ulverston, 4 september til 6 september, Jónas viltu ekki koma?

Fólk sem kvartar yfir skattkerfinu á Íslandi ættu að flytja til Bretlands og búa hér í 1 ár. Tony Blair er skattkóngurinn. Óli grís er bara smátittur samamborið við Tony Blair. Maðurinn er svikari og það á að skjóta hann.

Hmmm. Þetta er svo sem nóg í bili bið að heilsa öllum á Höfn.