miðvikudagur, apríl 30, 2008

Hmmm. Já svona er það.

Ég hef einsog venjulega verið að hlusta á mikið af tónlist, ákvað að setja mest af mínum geisladiskum á tölvunna og er því komin með 4446 lög á harða diskunum, ekki slæmt.

Einsog er þá er ég að hlusta á Armored Saint - Revelation, hljómsveit sem inniheldur líklega einn besta rokksöngvara sem er að munda míkrafónin í dag.

En það er eitt sem ég hef meira dálæti fyrir og það er tónlist frá Þýskalandi... er ekki alveg viss um hvað það er... EN, það er eitthvað við Þýskar hljómsveitir sem ég hef rosalega gaman af. Ætli það hafi ekki byrjað með Rammstein á sínum tíma og hef ég en mjög gaman af þeim og svo frá Rammstein þá var það Einsturzende Neubauten.

En besta uppgötvunin mín er líklega Disillusion - Back To The Times of Splendor, 6 lög... 56 mínútur... Eitt lag er yfir 17 mínútur, titillagið er yfir 14 mínútur... Vá... hvað er hægt að kalla þessa tónlist, Death-Progressive-Classical-Power-Black Metall. Sú plata hoppaði beint í stæði númer 2 yfir bestu þungarokksplötur allra tíma beint á eftir Chemical Wedding með Bruce Dickinson. Fyrst þegar ég hlustaði á þá plöt þá hélt ég að það voru 3 söngvarar... nei nei, bara einn, hann Vurtox með mega-barka. Og svo hélt ég að það voru að minnsta kosti 6 hljóðfæraleikarar, nei bara 3. Fjandinn hafi það þarna eru sko fáránlegir hæfileikar á ferð.

Önnur hljómsveit sem ég er meira og minna alltaf að hlusta á er Vanden Plas, sérstaklega platan þeirra Christ.O sem er byggð á bókinni The Count of Monte Christo. Dúndrandi plata þar á ferð. Fyrir þá sem vilja vita hvernig þeir hljóma þá er líklega best að kalla þá Dream Theater frá Þýskalandi án hljómfærarúnki. Andy Kuntz(Aumingja maðurinn, brandararnir sem hann þarf að hlusta á þegar hann fer til BNA og Bretlands.) er næst uppáhalds söngvarinn minn á eftir Bruce Dickinson. Maðurinn er með rosalega sterka söngrödd og hef ég ekki heyrt falska nótu koma frá honum. Vanden Plas hljómsveitin sjálf hafa verið með uppteknir við að setja upp allskonar söngleiki einsog Jesus Christ Superstar, Ludus Danielis - The Play of Daniel, Nostradamus og meira. Andy Kuntz gaf út plötu sem heitir Abydos(Önnur gæða þýska plata) og setti hann það upp sem söngleik líka. Á Christ.O er lag úr Jesus Christ Superstar sem er spilað sem þungarokkslag, Gethsemane, þannig ef þið getið, halið því lagi niður.

Önnur hljómsveit er ég þarf að minnast á er Enid. Þeir vilja kalla sig Independent Metal, sem er nokkuð góð lýsing en þó ekki. Ef þú hefur gaman af klassískri tónlist þá mæli ég með þeim, ef þú hefur gaman af Folk tónlist þá mæli ég með þeim, ef þú efur gaman af Black Metal, þá mæli ég með þeim. Það er einsog að þeir sem eru í þeirri hljómsveit bæta alltaf við einu hráefni í pottinn bara til að gá hvernig það muni hljóma og hingað til þá hefur það aldrei hljómað verr en frábært. Plöturnar sem ég keypti voru Gradwanderer og Seelenspiegel. Þetta eru plötur sem þarf að hlusta á nokkrum sinnum.

Aðrar hljómsveitir frá þessu landi eru Megaherz, Helloween, Angel Dust, Kreator, Bohren & Der Club of Gore(Takk fyrir Þórður), Emigrate, Blind Guardian, Scorpions(auðvitað), MSG, Masterplan og það eru líklega fleiri sem ég bara man ekki eftir einsog er.

laugardagur, apríl 19, 2008

Er að sækja um nýja vinnu. Held það sé tími fyrir mig að hætti í heilsubransanum, er búin að vera í því með hléum síðan September 2000. Þannig þessi vinna ætti að vera skemmtileg, passar vel í tímana sem ég vil 9-5 og er bara rétt handan við hornið frá mér... Skilorðseftirlitsmaður... hlýtur að vera skemmtilegt djobb

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Keswick

Gullfallegur staður, beint í miðju Vatnahéraðsins. Við fegðinin fórum þangað í dag, aðalega útaf því að það var Markaðsdagur þar í dag. En ég keypti ekkert nema nýjann bakpoka. Þessi staður minnir mig rosalega mikið á Hornafjörð, meira og minna algjörlega einangrað. Fjöll til Suðurs, Vesturs, Norðurs og til austurs er Derwentwater. Lítið stöðuvatn er Ésu minn eini hvað það er fallegt.

Veðrið var frekar leiðinlegt, en það var gott að geta farið út úr Lancaster, jafn mikið og mér líkar vel við þann bæ. Það tók 150 mínútur að komast þangað með rútu, en það var þess virði.

Við Kaitlyn löbbuðum aðalega í kringum Keswick skoðuðum nokkrar búðir og stoppuðum við í safninu sem er þarna. Safnið er lítið, mjög lítið, en mjög áhugavert... meðal annars þá eru þau með dauðan kött í kassa! Yfir 500 ára gamalt sem fannst í rústir á einhverri kirkju þarna í Keswick. Einhver hafði hugsað um köttinn hans Schrödinger áður en hann fæddist, er ég nokkuð viss um að hann Schrödinger mundir finna húmorinn í þessi.

Og mikið af uppstoppuðum fuglum einsog þessi.

En það er svosem það. Það má skoða fleiri myndir þarna.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Hef verið síðustu vikunna látið skeggið mitt vaxa, bara útaf því ég nenni ekki að raka mig. En ég hef aldrei skilið hvað er málið með skegglitinn... ég er hálf-öfundsjúkur útí Þórð að hafa svona massa engifers-skegg, en ég fæ svona Tekníkolor-skegg. Það er ekki bara rautt, það má finna brúnt og svart og meirað segja hvítt, ekki grátt, heldur HELVÍTIS HVÍTT!!!! Ef einhver þarna getur grafið upp upplýsingar um hvaða gen hafa skapað þennan furðulega skeggvöxt hafið þá samband við mig.

Verð nú að segja að ég er frekar öfundsjúkur út í hann Þórð. Ég mundi elska að taka þátt ú uppsetningu á Rocky Horror Show. Það hlutverk sem mig langaði nú mest í var Brad, en ég er andskoti viss um að hann frændi minn eigi eftir að fara vel með það hlutverk. Ég væri líka til í að taka þátt í Singin' in the Rain sem hún konan mín er að taka þátt í... en ö jæja, einhvern tímann í framtíðinni. En ég er líka með soldin draum einsog hann Þórður dreymir um að setja upp Ziltod Hinn Alvitri, þá mundi ég elska að setja upp The Human Equation eftir Arjen Lucassen, sem ég er viss um að væri mjög flott uppsetning, með stórri stórri hljómsveit.