fimmtudagur, apríl 29, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Var að lesa Eystrahornið og ég las þetta sem hann Eyjó skrifaði ,"útskýringar á brotfalli" held ég að titillinn hafi verið, og það sem kom mér rosalega á óvart var að það var einsog hann vildi ekki sætta sig við sannlaikanum á því af hverju brotfallið er svona hátt.

Eyjólfur ef þú ert að lesa þá vil ég bara segja þer eitt, ástæðan fyrir þessu brotfalli er sú að flestum af þínum nemendum vilja fá fleiri valmöguleika!
Óskaplega einfalt ekki satt. Það er ekki nógu mikill valkostur þarna. Þrjár stúdentsbrautir, Sjávarútvegsbraut(Ekki stúdent) og Námsbraut í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum? Af hverju ekki Sjúkrliðabraut(HSSA er alveg frábær staður til að læra og kenna), Tölvufræðibraut(Þú ert með nógu marga sérfræðinga þarna á Höfn). Það er svo margt sem FAS getur gert og ætti að gera. Fyrst það er nú verið að kenna Frumkvöðlafræði af hverju ekki þá vera með soldið frumkvæði.

Engin ummæli: