Namu-Myoho-Renge-Kyo
Síðustu 2 dagar hafa verið heldur áhugaverðir. Í gær þá tók ég mig til og bakaði brauð og gekk það nokkuð vel og var brauðið mmmmmjög gott. Á meðan brauðið var að lyfta sér þá fórum við Sono að versla okkur föt og ákvað ég að vera mjög orginal og kaupa mér hvítar buxur og tveir skyrtur. Og leit ég út einsog Jack Nicholson úr As Godd as it Gets, mjög seksý.
Og í gær þá kom ein vinkona(sem heitir Stacy) Sono í heimsókn með sinn kærasta(Sem heitir Nuno og er frá Portúgal) og sinn son sem fæddist í Febrúar og heitir Koro. Og fyrst þau voru hér þá ákvað ég að elda heldur einfaldan mat en mjög góðan(Einsog venjulega:)) Og sá matur var Sojahakk, Pasta og Butternut Squash(Sem er víst Valhneta!!!) og auðvitað salat og nýbakað brauð og allt þetta með Rósarvín. Mmmmmmmm.
Ég og Nuno byrjuðum að tala mikið saman, sérstaklega um tónlist og fótbolta(Já England hefur þessi áhrif á mann). Og var það nú heldur ótrúlegt að hitt mann sem var á sömu bylgjulengd og ég. Og kynnti hann mér fyrir djöflalegri góðri hljómsveit frá Portúgal sem heitir Moonspell sem spilar dökkt þungarokk og hljómar t.d. söngvarinn soldið einsog rámur Till Lindemann. Mjög flott.
Í dag var Karnival hér í Ulverston og var mjög gaman. Og var helvíti góð ganga sem minnti mig á gamla góða Götuleikhúsið sem ég vildi nú óska að væri ennþá til(Ég veit að ég er ekki á Humrhátiðinni núna en ég veit að það er ekkert götuleikhús og veðrið er hræðilegt) Þannig hvernig væri að byrja á nýrri hreyfingu "Bring back the Götuleikhús"?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli