miðvikudagur, október 29, 2008



Af hverju... af hverju... af hverju vilja konur tala við MIG um sambands-vandamálin sín?

Er ekki að fatta þetta. Já ég veit ég hef verið giftur og skilin og hef átt ýmis vandamál sjálfur. En Ésus minn eini hvað er að gerast? Ég á nógu erfitt með að skilja sjálfan mig hvað þá konur! Konur eru eitthvað svo helvíti skrýtnar og eiga það til að byrja á rifrildi útaf engu. Las þráð sem heitir "Hver er skrýtnasta ástæðan sem konan þín hefur rifist við þig um?". Og furðulegasta ástæðan sem ég hef séð var "Mig dreymdi að þú varst að ríða annarri konu", Hvað í andskotanum er að gerast? Er þetta satt? 'Eg vona ekki, allavega kom það aldrei fyrir mig þó aðrar fáránlegar ástæður voru notaðar.

En ég vil samt fá að vita, af hverju konur(ekki allar en þó nokkuð margar) vilja endilega spjalla við mig um þeirra vandamál, og ekki bara um samböndin þeirra gvuð minn almáttugur nei... það er nú það allra síst af því... helvítis blæðingar.
Fór í annað viðtal í gær, og fékk að heyra í dag að ég fékk ekki vinnunna. En það er allt í lagi, þetta var góð þjálfun í viðtölum. Hef verið að sækja um fleiri og fleiri vinnur, einfaldlega útaf því að mér leiðist þarna þar sem ég er, en það góða við staðinn er það að þau þekkja mig og vita um aðstæðurnar mínar.

þriðjudagur, október 28, 2008

Þessi þráður er skuggalegur. Mest allt hljómar heldur betur kunnuglega.

fimmtudagur, október 23, 2008

Í gær kom soldið fyrir sem var andskoti skrýtið, gott, en undarlegt. Hvernig skal útskýra, hmmm, jú kannski byrja það sem kom fyrir í Febrúar. Ég hef verið með sömu konunni í næstum 7-8 mánuði núna, tókum smá frí frá hvor öðru í Júlí. Við höfðum unnið saman í næstum tvö ár, skemmtileg kona, falleg og þokkalega vel vaxinn, gáfuð og þess háttar. Og já ég frekar hugfanginn.

Spend your days full of emptiness,
spend your years full of loneliness.
Wasting love, in desperate caress,
rolling shadows of nights.


Ég hafði nú verið frekar einmana síðan Sono flutti út(ókei, ég leyfði henni aldrei aftur inn), og ég og þessi kona fórum svo í námskeið saman, töluðum mikið saman, og þess háttar. Einn daginn ákvað ég að prófa og spyrja hvort hún vildi koma í mat... jújú það gerði hún og ég eldaði mjög gómsætann mat(Einsog venjulega reyndar en það er annað mál) og höfum við verið saman meira og minna síðan. Og það er búið að vera stórkostlega gaman, og viðbrögðin hennar Kaitlyn Bjargar hafa verið stórfengleg. Það er eitthvað svo yndislegt að vera partur af fjölskyldu.



Það skrýtna er það að ég hafði trúað því að ég gæti aldrei sagt þessi þrjú orð aftur, sem eru svo saklaus ein og stök, en þegar sett eru saman, eru rosalega kröftug...

Þau voru sögð í gær. Furðuleg tilfinning, en yndisleg.

fimmtudagur, október 16, 2008

Hey pabbi manstu eftir þessu:

fimmtudagur, október 09, 2008

Hver vill kaupa þetta handa mér?

Og ég fékk ekki vinnunna.

þriðjudagur, október 07, 2008

Er að fara í viðtal á morgun. Það er aftur í umönnun en í þetta skipti í alvöru spítala. Hef verið soldið lengi að sækja um vinnur einfaldlega útaf því að ég nenni ekki að mæta í vinnunna sem ég er í núna, geri það samt, en nenni því ekki lengur. Þegar ég byrjaði þarna átti ég að byrja á Umönnunarfræði stig 3, en tveimur árum seinna hef ég ekkert heyrt og er mjög andskoti fúll. Þarf að klára þetta ef mig lnagar að læra hjúkrunarfræði hér á landi.

Og svo er komið annað tilhlökkunarefni Thundercats: The Movie á að koma út árið 2010, var að klára fyrstu seríunna, með Kaitlyn, sem er frábær.

mánudagur, október 06, 2008

Tveir grínistar að fara með ljóð

Bill Bailey - Chaucer Pubbe Gagge


George Carlin - Modern Man

sunnudagur, október 05, 2008

Rosalega er ég búin að lesa margar greinar um kreppunna á Íslandi. Las greininna frá The Observer, Independent on sunday, The Daily Telegraph, The Times, BBC og svo auðvitað á Töflunni. Og ég hafði hugsað svo mikið um að flytja aftur heim, kannski ég muni bara bíða nokkur ár þangað til ég flytt til Íslands aftur(Ef tækifæri gefst). En þetta er soldið fyndið að lesa fréttablöðin hérna im efnahagskreppunna á Íslandi, þetta er soldið einsog þeir séu að reyna að fela efnahagskreppunna sem er að gerast á Bretlandi, já ef ekki bara á hverri einustu Heimsálfu. Held að einu löndinn sem eru ekki að þjást núna heldur batna og hafa verið batnandi síðustu árin eru Kína og Indland...



...kannski maður flytji bara þangað á meðan þessi kreppa er í gangi.

fimmtudagur, október 02, 2008

Við feðginin eru núna komin með nýjan íbúa sem heitir Twinkle.
Twinkle 2

Kaitlyn gat ekki hætt að tala um hvað henni langaði í kött og þegar hún vaknaði í morgun þá var fyrsta spurningin "Hvaða dagur er í dag?",
ég: "Nú ástin mín, í dag er Fimmtudagur."
Hún: "Jey hey, við fáum kött í dag, jey hey."
Og svona var þetta víst í allan dag á meðan hún var í skólanum.

Óttalega sætur köttur með svo hátt mal að maður heyrir það í næsta herbeggi. Æðisleg læða, hún er einsog er að reyna að kynnast þessu húsi.