fimmtudagur, janúar 15, 2009

Innlegg númer 500!!!!

Jey!!! Húrra!!! Hef bloggað síðan Ágúst 2002. Gæti haft rangt fyrir mér en ég held að ég hafi verið sá fyrsti þarna á Hornafirðinum.

Kom eitt nokkuð merkilegt fyrir í dag. Ég var nýbúinn að sækja þá stuttu frá einni vinkonu minni, og þegar við vorum að labba heim þá var þessi djöfla-flotta kvensa labbandi fyrir framan okkur sem snúði sér við og sagði "Afsakið, sagðir þú 'Hafðu engar áhyggjur'?"!!! Annar Íslendingur hér í Lancaster! Og svo spurði hún(!) "So do you speak Icelandic?" og ég sagði nú að ég hafi talað það tungumál í næstum 25 ár, ekki alltaf vel kannski en það er nú allt annar handleggur.

Á Eggin.is mun birtast grein eftir mig. Þetta er reyndar soldil gömul grein, en alveg jafn mikilvæg núna og hún var þá.

En það er nú eitthvað sem ég hef ekki gert nóg, skrifa það er að segja. Einhver vegin hefur áhuginn ekki verið þar, svona einsog að kyrja... Ég vil byrja aftur en finn bara ekki áhugann til þess að gera það. Stundum koma, svona, ahhh, jah, stundir yfir mig... en yfirleitt á þeim tímum sem ég er ekki með skriffæri og blað!

En stundum er líka gott að skrifa um ritstíflu.

Er á leið til Þýskalands næsta Sunnudag, Kassel nánar tiltekið. Ætti að vera gaman.

Engin ummæli: