laugardagur, júní 06, 2009

Gærkveldið var frábært. Sá Blaze Bayley, loksins! Hitt manninn sjálfan, gítarleikarann og bassaleikarann. Það voru tvær aðrar hljómsveitir að spila Eliminator sem spiluðu svona byrjun 9 áratugs þungarokk a la AC/DC, Angel Witch og þess háttar, og Fury UK sem spiluðu Progressive Metal. Giggið var í The Yorkshire House sem er aðal þungarokkspöbbinn hér í Lancaster. Hljómgæðin voru svona La la, en virkuðu. Bassinn var aðeins og hátt stilltur og míkrafónninn var ekki nógu hár. Stundum virtist einsog Blaze var tala með helíum lungum.




Eliminator voru ágætir, ekkert sérstakt þar á ferð en soldið skondið að sjá gaura í spandex buxum og reyna að endurlifa fortíðinna. Þeir tóku tvö lög með Angel Witch sem var nokkuð gaman að hlusta á. Söngvarinn reyndi sitt besta að syngja í falsetto og herma eftir Bon Scott. Annars voru þeir andskoti þéttir og höfðu greinilega gaman af sinni eigin tónlist.



Fury UK, voru betri. Soldið mikið gítarrúnk, en ágætis lög. Reyndar hlustaði ég á nokkur lög með þeim á MySpace og mér leist ekki voðalega vel á þá, en þeir voru mun betri á sviðinu.



Blaze Bayley hinsvegar var frábær. Þeir spiliðu aðalega lög frá nýja diskinum The Man Who Would Not Die. Tóku tvö lög frá Silicon Messiah, tvö lög frá Tenth Dimension, engin lög frá Blood & Belief sem kom soldið á óvart bjóst við að hann mundi að minnsta kosti spila Alive og Hollow Head. Tóku líka 2 lög frá Virtual XI sem var mjög gaman að hlusta á. The Clansman og Futureal. Blaze Bayley sjálfur er frábær sviðsmaður og veit alveg hvernig á að fá alla til að syngja með og hafa gaman af. Svitin lak af honum og þó það var heldur hlýtt þá sá maður gufu hverfa af honum. Og maðurinn kann sko að syngja og lögin eru frábær. Eðal metall lög. Ekkert Prog eða svoleiðis bara hreinn og beinn metal.

Engin ummæli: