Við hjúin og litla stelpan komum til Íslands og fórum frá Íslandi fyrir ekki svo löngu. Og má sjá myndir hérna og hérna. Vona ég, ef ekki skulið þið bara segja svo.
Það var nokkuð gaman, sérstaklega útaf því að Hálfdan og fjölskyldan hans voru þarna líka, og var nokkuð skondið að sjá hvernig Kaitlyn Björg á eftir að láta sem eldri systir.
Við gerðum nú ekki mikið á meðan við vorum þarna. Löbbuðum soldið, borðuðum soldið og þess háttar. Fórum og skoðuðum Kárahnjúkavirkjun, sem var heldur skrítið, Héraðið sjálft var rosalega fallegt, leiðin til Kárahnjúkavirkjun var ofboðslega ljót leit út einsog það hafði verið kjarnorkustyrjöld þarna, en náttúran í kringum Virkjuninna sjálfa var rosalega falleg.
Sundlaugin verð ég að segja er æðisleg. Var mikið mikið sjokk að koma hingað til Bretlands aftur og stíga í Sundlaugarnar hérna, sem eru upp til hópa hræðilegar. Salt Ayre sundlaugin sem ég fer oftast í er svona ágæt miðað við Enska staðla en miðað við Íslenska þá væri búið að loka honum snemma síðustu öld. Nuddpotturinn, til dæmis, er sama hitastig og Sundlaugin sjálf. Sundlaugin er 33 metra löng(Bara útaf því) og ísköld. Plús sturturnar eru Unisex, og ENGINN fer í sturtu áður en þeir stíga í lauginna og allir þurrka sig í klefunum!
Það besta við þessa ferð var þegar við öll systkynin vorum loksins í sama herbeggi í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og var mikið öl drukkið þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli