laugardagur, febrúar 07, 2009

Tony Martin úr Black Sabbath

Black Sabbath er hljómsveit sem hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér. Fyrsta platan sem ég heyrði með þeim var fyrsta platan þeirra og ég held að ég hafi verið 12 eða 13 ára. Hlustaði svo á flestar plötur þeirra sem voru gefnar út á áttunda áratuginum og er Sabbath Bloody Sabbath ennþá í topp 5 þungarokksplötur allra tíma hjá mér.

Ég var alltaf á því að Black Sabbath hætti þegar Ozzy var rekin. Skil alveg af hverju hann var rekin og ég samþykki það að Dio hafi gert góðar plötur með þeim, en þetta var samt ekki Black Sabbath einhvern vegin. Plús það að líklega besta ryþmapar allra tíma hættu.


En ég skipti um skoðun þegar ég heyrði plöturnar með Tony Martin. Flestir þungarokksaðdáendur gleyma þessum frábæra söngvara. Fyrsta platan sem hann söng með Black Sabbath var The Eternal Idol. Sem kom skemmtilega á óvart. Og maðurinn kann að syngja. Og það sem ég fattaði loksins með þessari plötu var að Ozzy var ekki herra Black Sabbath, það var hann Tony Iommi. Herra Rosa-Riff. Eftir þetta voru það The Headless Cross, Tyr, Cross Purposes og Forbidden.



En þá ákvað Tony að honum vantaði péning og fékk orginal lín-uppið til baka. Sem var frekar fúlt fyrir þá sem voru ánægðir með Tony Martin plöturnar og svo auðvitað Tony Martin sjálfan.

Allar þessar plötur voru andskoti góðar. Mæli ég sérstaklega The Headless Cross og Tyr.

Sem betur fer hefur maður náð að byrja á sólóferlinum sínum og gefið út 2 plötur Back Where I Belong og Scream. Sem er báðar helvíti góðar.

Engin ummæli: