Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann INGVAR, hann á afmæli í dag.
Það er nú ekki mikið sem ég vil. Bara nokkrir hlutir einsog:
Frakki.
Gítar.
Trommutölva.
Ást(keypt eða ókeypis, bæði virka vel).
Og þess háttar.
----------------------------
Hef hlustað mikið á BBC Útvarpsleikrit, aðalega þau sem eru byggð á bókum eftir Terry Pratchett. Virkilega vel sett upp. Væri gaman að sjá hvernig þeir mundu setja Nightwatch í kvikmynd.
En mig hlakkar til að sjá Gone Postal, sú bók var einstaklega góð. Hogfather var mjög góð en Colour of Magic var ekki nógu góð.
Hitt leikritið sem ég hef hlustað á var Wizard of Earthsea eftir Ursula Le Guin sem er ein uppáhalds bókin mín, og átti sú bók mikla möguleika sem kvikmynd en þær sem hafa verið búnar til, Earthsea og Gedo Senki, voru misgóðar. Earthsea var hræðilega og í Gedo Senki þá var alltof mikið breytt þó að teiknimyndin sjálf var ágætt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli