Eggin.is
Stórmerkilegt fyrirbæri, góðar greinar og þess háttar. Tók mig soldin tíma að fatta að hann frændi minn var að skrifa flestar greinarnar þarna. Og eftir soldin tíma þá fékk ég skilaboð frá honum á Fésbók, þar sem hann bað mig um að hjálpa til með á eggin.is, og nú eru líklega liðnir 2 mánuðir síðan og ég hef ekki gert neitt. Af hverju? Jah, ég bara veit það ekki. Getur verið leti, getur verið hvað sem er. Aðalega þó er það útaf því að ég skil varla í Joomla kerfið sem þeir nota.
En ég ákvað að halda áfram, í gær þá fann ég þessa andskoti skondna frétt, og ætlaði ég að þýða það yfir á íslensku. En... ég varð bara kjaftstopp. Ég gat ekki þýtt það frá enskunni yfir í íslenskunna! Ég kann núna enskunna svo miklu betur en íslenskunna að það er fáránlegt. Fékk næstum tár í augun. En þetta er eitthvað sem hefur bjátað á mikið síðan ég flutti hingað til Bretalands. Sem líklega þeir sem lesa þessa síðu reglulega(Hverjir eru þið?) taka eftir.
Oftar en ekki, þegar ég reyni að segja/skrifa eitthvað á íslensku þá kemst það aldrei út. Ég veit hvað ég vil segja/skrifa, en oftast þá hugsa ég á ensku... mig dreymir meira að segja á ensku! Þetta er ferlega óþægilegt og nokkuð hræðandi fyrir mig. Ég vil ekki gleyma mínu tungumáli, ég elska tungumálið mitt og ég sakna þess svo ótrúlega andskoti mikið að búa á Íslandi.
Það vantar fleiri Íslendinga hér í Lancaster.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli