fimmtudagur, maí 28, 2009

Ein vinkonan mín kynnti mér fyrir alveg frábæru fyrirbæri sem heitir Spotify, þetta er forrit þar sem hægt að finna allskonar tónlist og hlusta á án þess að borga fyrir eina sem þarf að gera er að hlusta á örfáar og mjög stuttar auglýsingar ÞEGAR LÖGIN ERU BÚIN. Hef hlustað á hingað til Botnleðju, Ozric Tentacles, Body Count, Marillion, Nick Drake, Amorphis og þess háttar með þessu forriti. Það er líka hægt að búa til sitt eigið útvarp þannig séð. Maður velur bara hvaða tónlistastefnu á að hlusta á og frá hvaða áratugi.

-----------

Þykir nú soldið sorglegt að ég á eftir að missa af þessu, og Eistnaflugi.

Engin ummæli: