fimmtudagur, júní 11, 2009

Ég elska tónlist. Það vita líklega flestir, en svo allir vita það ÉG ELSKA TÓNLIST. Ég er nokkuð stoltur af tónlistarsmekkinum mínum. Hef gaman af flestum tónlistarstefnum. Ég á það til að hlusta meira á þungarokkið en nokkuð annað, en það sem er líka í safninum mínu er til dæmis Lily Allen, The Streets, Stephane Grappelli, Miles Davis, Dave Brubeck, Deep Purple, Marillion, John Lee Hooker og svo framvegis og svo framvegis.

Keypti mér nú um daginn nýja MP3 spilara, af gerðinni Creative Zen Vision M sem ég kalla inZen. Creative MP3 spilararnir eru frábærir, mundi meira segja halda því fram að þeir eru betri en iPod-arnir. Ekkert iTunes rugl og þess háttar. Hljómgæðin eru æðisleg á þessari maskínu. Keypti bilaðan Zen frá eBay og keypti síðan nýjan harðan disk fyrir þetta tæki og núna virkar það bara djöfla vel. Er núna með næstum 8000 lög á spilaranum en á tölvunni sjálfri 14091 mp3 og wma skjöl. Ákvað að sleppa öllum uppistöndurum og tónleikum úr inZen.

Bara til að allir skilji þetta:
Ég ELSKA tónlist.

Engin ummæli: