fimmtudagur, apríl 23, 2009

Núna er tími til að kjósa á Íslandi... og ég hef reynt að fylgjast aðeins með þess. Fékk meira að segja skilaboð frá Kristínu Gests á Facebook, Andri Indriðason reyndi að koma mér í Ung Vinstri Græn á Hornafirði og örugglega eitthvað meira. En... en... en... en... því meira sem ég lít á þessa flokka á Íslandi því verr lýst mér á að nokkur þeirra muni taka við stjórn á Íslandi. Þau eru öll jafnslæm ef ekki verri en sá sem situr við hliðinna á þeim. Kannski besta samlíking sem ég get hugsað mér er: 1 fjöldamorðingi, einn fjöldanauðgari, Abu Hamsa, George Bush Jr eru allir sitjandi á sama bekk, hvern af þessum viltu að stjórni landinu.

Það eina sem ég veit er að ég vil EKKI Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn. Var einu sinni dyggur Samfylkingsmaður en missti trú á þeim um leið og þeir fóru í Ríkisstjórn með óvininum. Það hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart, hún Ingibjörg vildi svo andskoti mikið að komast í Ríkisstjórn að hún mundi gera allt jafnvel sjúga tittlinginn á honum Geir H. Haarde.

Vinstri-Grænir.... Æji veit ekki. Jú, kannski, nei, kannski. Fyrir mitt leiti þá virka þeir betur sem andstöðuflokkur einfaldlega útaf því að þeir eru á móti nær öllu. Koma með frumvörp sem virka eingöngu til að sýna hvað þeir eru náturuvænir og jafnréttissinnaðir(Ésus minn eini hvað ég hata þetta konsept).

Frjálslyndi flokkurinn! Hey, þessi tilraun þeirra virðist loksins ætla að hætta. Vill einhver þarna útskýra fyrir mér muninn á Sjálfstæðisflokkinum og litla bróður þeirra?

Framsókn? Ahahaahaahaahahaahahaha... Nei takk fyrir.

Borgarahreyfingin. Hér er áhugaverður valkostur. "Þetta myndi þýða örlitla fækkun þingmanna frá því sem nú er en hægfara fjölgun í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda." Áhugaverð tillaga, og það góða við það að er að ef það eru færri þingmenn þá fer minni péningur úr ríkisbuddunni. "Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt."

Heyrðu jú, ég held að ég hafi fundið flokkinn sem ég ætla að kjósa.

Engin ummæli: