Blessað verði fólkið. Núna er ég nú bara að skrifa útaf því mér leiðist... MÉR LEIÐIST SVO OFBOÐSLEGA MIKIÐ!!! Er einsog er að hlusta á Agalloch - The Mantle, sem er ákaflega yndisleg plata. Reyndar þá er öll hljómsveitinn mjög slakandi. Þeir eru hluti af tónlistarstefnu sem ég er byrjaður að halda mikið uppá Folk Metal.
Þá á ég við hljómsveitir einsog Agalloch, Arkona, Darkest Era, Drudkh, Falkenbach, Fen, Skaldic Curse, Negura Bunget, Kroda, Obtest, Nokturnal Mortum, Rakoth, Skyforgerm og Temnozor.
Flestar þessar hljómsveitir eru frá fyrrum Sovíet ríkjunum, en Agalloch eru Bandarískir og það eitt að Bandarísk hljómsveit ná svona uber flottu hljóði, sem minnir mann helst á skóg rétt um sólarupprás, þoka, smárigning, hreindýr, greifingjar, fyrstu söngfuglarnir og þess háttar er hreint og beint alveg ótrúlegt.
Drudkh hefur svona svipað andrúmsloft, en það fyrsta tilfinningin sem maður fær með þeim er manni finnst að maður eigi nú helst að rífa fötin af sér og hlaupa í næsta skóg og fórna hreina mey, eða kannski geit... ja eða öllu heldur hreina meygeit, en þær eru óskaplega fágætar hér um kring.
Negura Bunget hafa hinsvegar geið út einhverja bestu þungarokksplötu sem ég hef heyrt, og heitir hún OM. Verð nú að játa að ég átti alltaf erfitt með að hlusta á svörtu metal, einfaldlega útaf söngstílnum sem er notaður. En þessi virkar svo ótrúlega vel útaf því að söngvarinn notar röddinna sína svo vel og svo sjaldan. Reyndar einsog Drudkh og Agalloch. En OM er á allt öðru plani. Allt er gert rétt á þessari plötu og mæli ég sérstaklega með henni. Þessi plata er svona einsog ef Nosferatu væri bara tónlist. Full af draugalegu andrúmslofti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli