föstudagur, maí 22, 2009

Star Trek um daginn, og guð minn almáttugur hvað sú mynd er góð. Hef alltaf haft gaman af Star Trek, uppáhalds kvikmyndin mín er líklega Star Trek VI: The Undiscovered Country, aðalega útaf Cristopher Plummer. Flestir vilja meina að Star Trek: Wrath of Khan og Star Trek: First Contact eru bestu myndirnar, útaf því að þær eru svo miklar hasarmyndir en númer sex er með besta handritið, fullt af Shakespear tilvitnum og þess háttar.

En nýja Star Trek myndin er líka mjög vel skrifuð og það eru frábærar tæknibrellur og flott hasaratriði. Vel leikin og svoleiðis, en sá sem mér fannst mest gaman af var Karl Urban sem Bones McCoy "My ex-wife got the planet in the divorce. I have nothing left except my bones.".

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sammála, nýja Star Trek myndinn er fokking góð og Star Trek VI finnst mér vera besta myndin.
STAR TREK FTW!!!