laugardagur, júlí 04, 2009

Hér, sitt ég... einn heima... fyrir framan helvítis tölvunna!!! Á MEÐAN ANNAðÐ FÓLK SKEMMTIR SÉR Á HUMARHÁTÍÐINNI!!!! Þetta er ekki sanngjarnt. Það mesta sem hefur komið fyrir mig í dag er að ég hef hreinsað lyklaborðið... sem var heldur betur ógeðslegt, tóbak, hár(Ekki punghár, vona ég), naglaklippingar... og svo framvegis. Og hitt sem ég á eftir að missa af er Eistnaflug! Andskoti djöfulsins helvítis...

En hins vegar á ég eftir að koma til íslands þann 24 og Hálfdan bróðir kemur þann 26. Þannig vonandi mun öll fjölskyldan loksins vera undir sama þaki, sem á eftir að vera gaman. Skiptir ekki máli hvort það sé í nokkra klukkutíma eða nokkra daga. Hef ekki séð þennan mann í nokkur ár núna. Og verður gaman að sjá hvernig Ari Alexander og Kaitlyn Björg eiga eftir að taka hvort öðru.

Og ég býst við því að þeir örfáu hræður sem ég þekki verði nú ekki á Hornafirðinum þegar við komum þangað einfaldlega útaf því að Humarhátíðin verður búinn, Eistnaflugið horfið og Verslunarmannahelginn er rétt handan við hornið.

Engin ummæli: