Namu-Myoho-Renge-Kyo
Ég mæli með
Queensryche - Tribe
The Prophecy með Christopher Walken, Viggo Mortensen og Eric Stoltz
Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman.
Þetta er það sem maður hefur verið að dunda sér við þessa daganna.
sunnudagur, febrúar 29, 2004
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
Jæja. þá er litla systir komin með blogg.
Hún fær stort klapp á bakið frá mér.
Til hamingju Ingibjörg mín.
Jæja. þá er litla systir komin með blogg.
Hún fær stort klapp á bakið frá mér.
Til hamingju Ingibjörg mín.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
Raunveruleikinn hjá hinum Breska meðalmanni er ferlega furðulegur. Það er búið að vera heldur kalt hér í Vatnahéraðinu á undanförnu og klæði ég núm mig alltaf vel upp. Og alltaf er ég spurður "Hva ertu ekki vanur þessum kulda, maðurinn sem kemur frá Íslandi?" Ja. Ég er nú ekki neitt voðalega vanur kuldanum. Ég verð nú alltaf að benda fólki á að:
1. Við búum ekki í íshúsum
2. Við borðum ekki Mörgæsakjöt(Það er hinum megin við miðbauginn)
3. Við förum ekki út að labba með ísbjarnagæludýrin okkar.
Oftast búast þau við því að ég geti nú bara labbað um nakinn, án þess að pungurinn breytist í sveskju. Já fólkið er heldur skrýtið hér í bæ. Ég verð nú reglulega að segja að ég er Homo Sapiens og ég kem frá landi sem heitir Íslandi ég er ekki Hinn ógurlegi snjómaður frá Tíbet.
Raunveruleikinn hjá hinum Breska meðalmanni er ferlega furðulegur. Það er búið að vera heldur kalt hér í Vatnahéraðinu á undanförnu og klæði ég núm mig alltaf vel upp. Og alltaf er ég spurður "Hva ertu ekki vanur þessum kulda, maðurinn sem kemur frá Íslandi?" Ja. Ég er nú ekki neitt voðalega vanur kuldanum. Ég verð nú alltaf að benda fólki á að:
1. Við búum ekki í íshúsum
2. Við borðum ekki Mörgæsakjöt(Það er hinum megin við miðbauginn)
3. Við förum ekki út að labba með ísbjarnagæludýrin okkar.
Oftast búast þau við því að ég geti nú bara labbað um nakinn, án þess að pungurinn breytist í sveskju. Já fólkið er heldur skrýtið hér í bæ. Ég verð nú reglulega að segja að ég er Homo Sapiens og ég kem frá landi sem heitir Íslandi ég er ekki Hinn ógurlegi snjómaður frá Tíbet.
laugardagur, febrúar 21, 2004
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
En hvað það er alltaf yndislegt þegar einhver kemur manni skemmtilega á óvart. Í dag fékk ég pakka frá einni vinkonu minni sem ég hef ekki séð í langann tíma. Ég vissi að ég átti von á pakka, ég bara vissi ekki frá hverjum og hvað. Jæja. Það sem var í þessum pakka var stór pakki af Merrild kaffi(æðislegt) og Irish Coffee(Sem er næstum ófáanlegt hér í Bretlandinu af einhverjum ástæðum) frá Kaffitár. Prins Póló súkkulaði og Nóa Sríus súkkulaði. Þetta er einhver sú allra besta gjöf sem ég hef fengið. Lífið er yndislegt.
En hvað það er alltaf yndislegt þegar einhver kemur manni skemmtilega á óvart. Í dag fékk ég pakka frá einni vinkonu minni sem ég hef ekki séð í langann tíma. Ég vissi að ég átti von á pakka, ég bara vissi ekki frá hverjum og hvað. Jæja. Það sem var í þessum pakka var stór pakki af Merrild kaffi(æðislegt) og Irish Coffee(Sem er næstum ófáanlegt hér í Bretlandinu af einhverjum ástæðum) frá Kaffitár. Prins Póló súkkulaði og Nóa Sríus súkkulaði. Þetta er einhver sú allra besta gjöf sem ég hef fengið. Lífið er yndislegt.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
Vávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávává. Mig langar í þennan disk. VAAAAAAAAÁ. Þetta er magnað. Algjör helvítis risi!!!! VÁ.
Vávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávávává. Mig langar í þennan disk. VAAAAAAAAÁ. Þetta er magnað. Algjör helvítis risi!!!! VÁ.
föstudagur, febrúar 13, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
jæja. Á morgun er Valentínusardagur. En gaman ekki satt? Ja, ekki skil ég nú Valentínusardaginn. Af hverju þurfum við svona einn sér dag til að minna okkur á að vera góð við náungan eða þá heitelskuðu. Í ár eru 366 daga. Semsagt við höfum 366/365 daga til að vera góð við hvort annað. Ég bara spyr aftur. Til Hvers hafa svona einn sérdag til að minna okkur á að við eigum að vera góð við hvort annað? En nóg um það. Hér er ágætis uppskrift sem ég bjó til í dag.
Það sem þið þurfið er þetta.
1 pakki af Tofu
2 stykki af kúrbít/dvergbít
125 g af baunaspírum
250 g af spínat
eina dós af bambus
100 g af smámaís(Babycorn)
1 rauðlauk
1 hvítlauksrif
2.5 cm af engifersrót
Sójasósu
ólífuolía
Byrjið á því að taka Tofu-ið úr pakkanum og vefjið því með viskustykki til að þerra það. Skerið kúrbítinn í litla meðalþunna þríhyrninga, skerið rauðlaukinn eins smátt og þið getið, skerið tofu-ið í smákubba og gleymið ekki að hreinsa þetta allt saman undir vatni. Hitið ólífuolíu í Wok-pönnu og setið laukinn fyrst í pönnunna og brúnið hann. Setjið síðan öll hráefninu í pönnunna og hrærið soldið til, eftir u.þ.b. 5 mínútur setjið kramdan hvítlauk í og haldið áfram að hæra. Ristið engofersrótina yfir matnum. Hrærið áfram. Að' lokum skulið þið hella soldið af sojasósu yfir þetta allt saman hrærið í 1 mínútu í viðbót og berið fram á borðið.
Best er að éta þennan mat með Kjúklingabaunum og hýðishrísgrjónum. Og Paul Mason rósarvín með.
Verðið ykkur að góðu.
jæja. Á morgun er Valentínusardagur. En gaman ekki satt? Ja, ekki skil ég nú Valentínusardaginn. Af hverju þurfum við svona einn sér dag til að minna okkur á að vera góð við náungan eða þá heitelskuðu. Í ár eru 366 daga. Semsagt við höfum 366/365 daga til að vera góð við hvort annað. Ég bara spyr aftur. Til Hvers hafa svona einn sérdag til að minna okkur á að við eigum að vera góð við hvort annað? En nóg um það. Hér er ágætis uppskrift sem ég bjó til í dag.
Það sem þið þurfið er þetta.
1 pakki af Tofu
2 stykki af kúrbít/dvergbít
125 g af baunaspírum
250 g af spínat
eina dós af bambus
100 g af smámaís(Babycorn)
1 rauðlauk
1 hvítlauksrif
2.5 cm af engifersrót
Sójasósu
ólífuolía
Byrjið á því að taka Tofu-ið úr pakkanum og vefjið því með viskustykki til að þerra það. Skerið kúrbítinn í litla meðalþunna þríhyrninga, skerið rauðlaukinn eins smátt og þið getið, skerið tofu-ið í smákubba og gleymið ekki að hreinsa þetta allt saman undir vatni. Hitið ólífuolíu í Wok-pönnu og setið laukinn fyrst í pönnunna og brúnið hann. Setjið síðan öll hráefninu í pönnunna og hrærið soldið til, eftir u.þ.b. 5 mínútur setjið kramdan hvítlauk í og haldið áfram að hæra. Ristið engofersrótina yfir matnum. Hrærið áfram. Að' lokum skulið þið hella soldið af sojasósu yfir þetta allt saman hrærið í 1 mínútu í viðbót og berið fram á borðið.
Best er að éta þennan mat með Kjúklingabaunum og hýðishrísgrjónum. Og Paul Mason rósarvín með.
Verðið ykkur að góðu.
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
Ætli ég verð nú ekki að fara að losa um bandvefinn einsog hann Haukur hefur gert. Ég er alltof alltof alltof stressaður. Og ekki hjálpaði það að eigendurnir ákváðu að hækka launin okkar EKKI.
Ætli ég verð nú ekki að fara að losa um bandvefinn einsog hann Haukur hefur gert. Ég er alltof alltof alltof stressaður. Og ekki hjálpaði það að eigendurnir ákváðu að hækka launin okkar EKKI.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Namu-Myoho-Renge-Kyo
"Landbúnaðarráðuneytið óþarft?
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að leggja megi landbúnaðaráðuneytið niður að skaðlausu og færa öll verkefni þess til annarra ráðuneyta. Sum þeirra myndu jafnvel eflast að þrótti við slíka tilfærslu.
Verið var að ræða frumvarp sjávarútvegsráðherra um meðferð, vinnslu og dreifingu á sjávarafla, þegar Össur kom fram með þessa hugmynd. Landbúnaðarráðherra var ekki viðstaddur umræðuna."
Tekið frá Ruv.is
Ætli Össur hefði sagt eitthvað ef hann hefði verið viðstaddur?
"Landbúnaðarráðuneytið óþarft?
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að leggja megi landbúnaðaráðuneytið niður að skaðlausu og færa öll verkefni þess til annarra ráðuneyta. Sum þeirra myndu jafnvel eflast að þrótti við slíka tilfærslu.
Verið var að ræða frumvarp sjávarútvegsráðherra um meðferð, vinnslu og dreifingu á sjávarafla, þegar Össur kom fram með þessa hugmynd. Landbúnaðarráðherra var ekki viðstaddur umræðuna."
Tekið frá Ruv.is
Ætli Össur hefði sagt eitthvað ef hann hefði verið viðstaddur?
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Jæja. Nú eru u.þ.b. 10 vikur þangað til barnið mun fæðast. Og hvað mun ég gera þá. Hmmm. Ef satt skal segja þá bara veit ég það ekki. Einn gamal maður sem býr þar sem ég vinn spurði mig eina mjög góða spurningu sem var þessi:
"What will you say when your wife says that the labour has started?" (Sem útleggst á móðurmálinu "Hvað muntu segja þegar konan þín segir að fæðingarhríðirnar hafi byrjað?") Já, ég bara gat ekki svarað þessu. Hvað mun ég segja þegar fæðingarhríðirnar byrja. Það eina sem mér datt í hug var "Holy shit".
En mig hlakkar mikið til. Mjög mikið. Það verður gaman að sjá erfingjan. Og lífið er alveg yndislegt.
...............mig hlakkar sérstaklega til við að raka mig 19. Apríl!
"What will you say when your wife says that the labour has started?" (Sem útleggst á móðurmálinu "Hvað muntu segja þegar konan þín segir að fæðingarhríðirnar hafi byrjað?") Já, ég bara gat ekki svarað þessu. Hvað mun ég segja þegar fæðingarhríðirnar byrja. Það eina sem mér datt í hug var "Holy shit".
En mig hlakkar mikið til. Mjög mikið. Það verður gaman að sjá erfingjan. Og lífið er alveg yndislegt.
...............mig hlakkar sérstaklega til við að raka mig 19. Apríl!
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Já þetta félag finnst mér nú vera algjör snilld og það var mikil þarfaþing á henni. Félagið sem ég er að tala um er Málfundarfélagið Elgurinn. Þetta er í sjálfu sér frábært sérstaklega að sjá þetta í gagnfræðiskóli í staðinn fyrir Framhaldskóla þó að FAS þurfi nú á eitthverju svona að halda.
Já og svo má ekki gleyma því að systir mín er í þessu, hún Alexandra. Hún og Ingibjörg eru miklir rökræðu snillingar.
Já og svo má ekki gleyma því að systir mín er í þessu, hún Alexandra. Hún og Ingibjörg eru miklir rökræðu snillingar.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Dagurinn í dag.
Hmmm
7:30 - Vaknaði. Hmmm.
7:35 - fór í eldhúsið til að laga kaffi.
7:45 - fékk mér Cocoa Pops og appelsínusafa.
7:55 - Kaffið tilbúið fæ mér einn bolla.
7:56 - Fæ me´r annan bollan.
8:00 - fer í netið til að skoða tölvupóstinn.
8:01 - Enginn tölvupóstur.
8:02 - tékkaði á því aftur bara til öryggis.
8:05 - Fæ mér aftur kaffi.
8:15 - Fer upp til að vekja Sono.
8:20 - Er að vekja Sono
8:25 - Er ennþá að vekja Sono
8:30 - Búinn að vekja Sono
8:45 - Morgun kyrjun, ákvað að kyrja útaf því að hann Haukur sagði að það væri svo gott til að losa um bandvefinn, Hvað sem það nú er.
9:05 - búinn að kyrja.
9:06 - fæ mér aftur kaffi.
9:07 - skoða tölvupóstinn
9:15 - Rúnta um netið
9:30 - Kaffi
9:35 - Rúnta um netið.
10:15 - Fer til ljósmóðurinnar með Sono, og þar hlustum við á hjartað að slá hjá litla barninu. Já mig hlakkar mikið til þegar erfinginn kemur í heiminn.
10:35 - Erum komin aftur heim
10:36 - kaffibolli, já ég elska mitt kaffi.
11:00 - fer í klippingu og þar hitti ég gamla bekkjarsystur Sono, já þetta er sko lítill heimur, og lítill bær.
11:30 - Klipping búinn
11:35 - Fer í búð sem heitir Save a packet og kaupi mér sykur og Cocoa Pops.
11:45 - fer í búð sem heitir Oxfam sem er hluti af Fairtrade sambandinu. Þar kaupi ég tvær bækur og eitt stykki kaffipakka.
11:55 - Kem aftur heim.
12:00 - Sono og ég förum að versla okkur grænmeti og meira grænmeti.(Nei ég er ekki grænmetisæta, ég kann bara ekki að elda kjöt)
12:30 - Komum aftur heim.
12:32 - Kaffi.
12:45 - Við undirbúa eldarmennskunna.
12:46 - Meira kaffi.
13:00 - Byrjum að elda.
13:30 - Fáum okkur að borða.
Svona hefur dagurinn verið. Og miðað við þetta þá er alveg ótrúlegt að ég er ekki búinn að fá koffín shokk. En maturinn var mjög góður.
En hvað í andskotanum er bandvefur?
Hmmm
7:30 - Vaknaði. Hmmm.
7:35 - fór í eldhúsið til að laga kaffi.
7:45 - fékk mér Cocoa Pops og appelsínusafa.
7:55 - Kaffið tilbúið fæ mér einn bolla.
7:56 - Fæ me´r annan bollan.
8:00 - fer í netið til að skoða tölvupóstinn.
8:01 - Enginn tölvupóstur.
8:02 - tékkaði á því aftur bara til öryggis.
8:05 - Fæ mér aftur kaffi.
8:15 - Fer upp til að vekja Sono.
8:20 - Er að vekja Sono
8:25 - Er ennþá að vekja Sono
8:30 - Búinn að vekja Sono
8:45 - Morgun kyrjun, ákvað að kyrja útaf því að hann Haukur sagði að það væri svo gott til að losa um bandvefinn, Hvað sem það nú er.
9:05 - búinn að kyrja.
9:06 - fæ mér aftur kaffi.
9:07 - skoða tölvupóstinn
9:15 - Rúnta um netið
9:30 - Kaffi
9:35 - Rúnta um netið.
10:15 - Fer til ljósmóðurinnar með Sono, og þar hlustum við á hjartað að slá hjá litla barninu. Já mig hlakkar mikið til þegar erfinginn kemur í heiminn.
10:35 - Erum komin aftur heim
10:36 - kaffibolli, já ég elska mitt kaffi.
11:00 - fer í klippingu og þar hitti ég gamla bekkjarsystur Sono, já þetta er sko lítill heimur, og lítill bær.
11:30 - Klipping búinn
11:35 - Fer í búð sem heitir Save a packet og kaupi mér sykur og Cocoa Pops.
11:45 - fer í búð sem heitir Oxfam sem er hluti af Fairtrade sambandinu. Þar kaupi ég tvær bækur og eitt stykki kaffipakka.
11:55 - Kem aftur heim.
12:00 - Sono og ég förum að versla okkur grænmeti og meira grænmeti.(Nei ég er ekki grænmetisæta, ég kann bara ekki að elda kjöt)
12:30 - Komum aftur heim.
12:32 - Kaffi.
12:45 - Við undirbúa eldarmennskunna.
12:46 - Meira kaffi.
13:00 - Byrjum að elda.
13:30 - Fáum okkur að borða.
Svona hefur dagurinn verið. Og miðað við þetta þá er alveg ótrúlegt að ég er ekki búinn að fá koffín shokk. En maturinn var mjög góður.
En hvað í andskotanum er bandvefur?
mánudagur, febrúar 02, 2004
Vá þetta lýst mér mjög vel á:
"Reiðmennska,ný námsgrein sem kennd verður í FAS
2.2.2004
Reiðmennska er ný námsgrein sem kennd verður í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í mars og apríl n.k. Náminu er skipt niður í fimm stig og verða þrjú fyrstu stigin tekin fyrir í vetur. Kennari er Hanní Heiler og er kennsla bæði bókleg og verkleg. Þetta nám er á vegum Menntamálaráðuneytisins og á að koma inn í alla grunn- og framhaldsskóla í landinu og er þetta annar skólinn sem býður upp á þessa kennslu segir Hanní. Þeir sem fara í þetta nám geta fengið viðurkenndar einingar í framhaldsskólanum og fimm stigin veita réttindi inn í hestabraut Hólaskóla. Hægt er að taka bóklega hluta námsins í fjarnámi.
Kennsla í fyrsta stigi reiðmennskunnar eru 18 klst. í öðru og þriðja stigi 30 klst. í hvoru
Verklega námið fer líklega fram inn á hestavelli við Fornustekka eða í Dynjanda heima hjá Hanní.
Námið er ekki endilega bara bundið við skólann því líkur eru á að boðið verði upp á 1. stigið í sambandi við reiðnámskeiðin sem eru utan skólans t.d. fyrir þá krakkar sem hafa komið nokkrum sinnum á reiðnámskeið segir Hanní, þeir gætu þá tekið próf og fengið merki og vottorð um þátttökuna.
Hanní er að verða tilbúin með góða aðstöðu fyrir reiðkennslu á Dynjanda og mun hún verða með margskonar námskeið sem sniðin verða upp á að sem flestir geti notfært sér þau ekki síst konur, og að kennslutímar yrðu eftir því hvað hentað hverjum."
Tekið frá Hornafjordur.is
"Reiðmennska,ný námsgrein sem kennd verður í FAS
2.2.2004
Reiðmennska er ný námsgrein sem kennd verður í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í mars og apríl n.k. Náminu er skipt niður í fimm stig og verða þrjú fyrstu stigin tekin fyrir í vetur. Kennari er Hanní Heiler og er kennsla bæði bókleg og verkleg. Þetta nám er á vegum Menntamálaráðuneytisins og á að koma inn í alla grunn- og framhaldsskóla í landinu og er þetta annar skólinn sem býður upp á þessa kennslu segir Hanní. Þeir sem fara í þetta nám geta fengið viðurkenndar einingar í framhaldsskólanum og fimm stigin veita réttindi inn í hestabraut Hólaskóla. Hægt er að taka bóklega hluta námsins í fjarnámi.
Kennsla í fyrsta stigi reiðmennskunnar eru 18 klst. í öðru og þriðja stigi 30 klst. í hvoru
Verklega námið fer líklega fram inn á hestavelli við Fornustekka eða í Dynjanda heima hjá Hanní.
Námið er ekki endilega bara bundið við skólann því líkur eru á að boðið verði upp á 1. stigið í sambandi við reiðnámskeiðin sem eru utan skólans t.d. fyrir þá krakkar sem hafa komið nokkrum sinnum á reiðnámskeið segir Hanní, þeir gætu þá tekið próf og fengið merki og vottorð um þátttökuna.
Hanní er að verða tilbúin með góða aðstöðu fyrir reiðkennslu á Dynjanda og mun hún verða með margskonar námskeið sem sniðin verða upp á að sem flestir geti notfært sér þau ekki síst konur, og að kennslutímar yrðu eftir því hvað hentað hverjum."
Tekið frá Hornafjordur.is