fimmtudagur, desember 18, 2008

Er alein heima einsog er, að hlusta á Japanska þungarokks hljómsveit sem heitir Dir En Grey. Sem er frábær hljómsveit og hafa þeir núna tekið fyrsta sætið úr músíklistanum mínum fyrir þetta árið. Og lýtur listinn út svona:

1. Dir En Grey - Uroboros
2. Opeth - Watershed
3. Kayo Dot - Blue Lambency Downward
4. Baby Dee - Safe Inside The Day
5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus Dig!!!
6. Meshuggah - ObZen
7. SepticFlesh - Communion
8. Anathema - Hindsight
9. Biomechanical - Cannibilised
10. Death Angel - Killing Season.
11. Communic - Payment of Existence
12. Mechanical Poet - Eidoline: The Arrakeen Code.
13. Marillion - Happiness is the road
14. Cynic - Traced in Air.
15. Agalloch - The White

Kaitlyn er í Ulverston einsog er og mun eyða Jólunum þar, og kemur svo aftur rétt fyrir Nýárið. Hata það þegar hún er ekki hérna. Algjörlega HATA ÞAÐ! Hún skreytti jólatréið, alveg sjálf.

----
Nóg um það, hef loksins náð að róa niður eftir að ég las að Þórður hafi verið rekin frá HSSA. Útaf því að hann sofnaði á næturvakt. Sem fékk mig til að hugsa, mikið. Og það sem kom mér á óvart er auðvitað það að hann hafi verið rekin fyrir þetta. Er eitthvað að nýju Hjúkrunarforstjóranum? Ég bara spyr. Ég reyndi að muna eftir hverjir hafa sofnað á næturvakt þar, og þegar ég gafst upp á því þá taldi ég upp þau sem hafa aldrei(Alla vega á meðan ég vann með þeim) sofnað á næturvakt, og ég taldi upp tvö nöfn.... bíðið aðeins ég skal fara yfir þessar tölru aftur, þær eru soldið skrýtnar... TVÖ nöfn, 2 Nöfn, T-V-Ö nöfn.

Ég skal byrja á þessu. ÞAÐ ER ÓNÁTTURULEGT AÐ VAKA Í ALLA NÓTT, ég veit að sumir geta þetta, en þó yfirleitt í mjög stuttan tíma. Sérstaklega erfitt þegar maður blandar dagvaktir inn á milli. Það er ÓNÁTTURLEGT. Og auk þess stórhættulegt fyrir líkaman, ónæmiskerfið og bakið sérstaklega. Hvað með það ef einhver sofnar um nóttinna? Fjandinn hafi það, til þess eru nætur. Og ef eitthvað gerist á meðan ein starfsmaðurinn er vakandi þá ætti sá starfsmaður að stjaka aðeins við þeim sofnandi. Er það svona andskoti fáránlega erfitt!!!! Vona að þessi kelling sem kvartaði yfir Þórði eigi eftir að brenna í helvíti. Já ég er REIÐUR. Og sár. Ég elskaði sjálfur að vinna þarna, en einhvern veginn mun mig ekki langa að vinna þar aftur ef þetta er það sem er að gerast þarna.

Engin ummæli: