laugardagur, nóvember 29, 2008

Hef verið að skemmta mér við að versla og hef keypt á síðustu dögum eftirfarandi gripi:
Das Experiment
og útaf þessari mynd hef ég fjárfest í The Lucifer Effect eftir Philip Zimbardo sem fjallar um tilraun sem hann sá um sem gekk undir nafninu The Stanford Prison Experiment, sem var rosalega tilraun í að sjá hvernig fólk mundi bregðast við að vera í bæði fangar og fangelsisverðir, tilraunin átti að vera í 14 daga en var svo stöðvuð eftir 6 daga útaf grimmdarverkum og þess háttar. Og líka Obedience to Authority eftir Stanley Milgram sem fjallar um tilraun sem hann gerði sem kallast The Milgram Experiment sem var önnur frekar rosaleg tilraun.

Svo hef ég keypt The Downfall sem fjallar um síðustu daga Hitlers í stjórn. Mér hefur langað að sjá þessa mynd í soldið langan tíma og það sem mér fannst alltaf frekar sorglegt að lesa var þegar fólk var að gagnrýna þessa mynd útaf því að Hitler virðist mannlegur í henni! Já hann virðist mannlegur útaf því að hann var maður! Sjitt, hannn hafði tilfinningar, hann átti foreldra, hann átti kærustu og þess háttar. Ég veit að hann var hræðilegur maður en það var hann Stalín líka og til þess að stöðva einn fjöldamorðingja þá þurfti Bandalagsmennirnir(Churchill og Roosevelt) að fá annan fjöldamorðingja til aðstoðar, ekki ósvipað og Clarice þurfti á Dr. Lecter.

Svo hef ég keypt Rakoth - Planshift, Eternal Defomrity - Frozen Circus og Negura Bunget - OM. Rakoth er Folk-Metal hljómsveit frá Rússlandi og hef ég haft gaman af þeim síðan ég hlustaði á plötunna þeirra Jabberworks með einum félaga mínum, rosalega skemmtileg tónlist þarna á ferð. Eternal Defomrity eru frá Pólandi og spila þeir það sem kallast Avant Garde Metal, og þessi plata Frozen Circus er andskoti djöfullalega góð, með eitt Depeche Mode kover sem þeir gera rosalega vel. Negura Bunget eru kannski erfiðasta bandið hérna frá Rúmeníu, spila þeir Svörtumetal í sínu eigin tungumáli, það er ekki oft sungið og þegar það er sungið þá er það meira fyrir áhrifinn. Og er OM líklega ein besta svörtumetal plata sem hefur verið gefin út.

Og síðast en ekki síst þá hef ég keypt þetta meistaraverk:



Jíhaaaaa. Ég get ekki beðið eftir að horfa á þessi meistaverk!

Engin ummæli: